Vikan

Issue

Vikan - 21.10.1965, Page 25

Vikan - 21.10.1965, Page 25
Gatan heim í þorpið er vina- leg og umferðin ekk meiri en svo, að kusu er rétt óhætt. Hús- iS lengst til hægri, þar sem þak- ið minnir ögn á upphaf valma- þaks-stílsins, það er elsta húsið í Flatey, að fróðra manna sögn, og þar hangir ennþá betrekk, sem á rætur sínar að rekja til Jörundar Hundadagakonungs. <0 Húsin standa mörg hver frammi á sjávarkambinum, og um flóðið leikur aldan um svörð- inn, sem nær ofbaðlítið fram á klappirnar. Hvert flóð narfar ör- litið af honum með sér og brún- in að húsunum styttist. <J Úr fjarska sérðu ekki, að hús- in standa auð og tóm. Myndin gæti þess vegna verið tekin á Suðurnesjum eða austur á fjörð- um, þar sem allt er í fullri byggð og biður eftir síld eða ríga- þorski. Baltasar var þar að störfum. Og í tilefni af þeim höfum við fengið leyfi höfunda til að taka glefsur úr hinni fögru bók þeirra Jökuls og Baltasars, Síðasta skip suður. Það skal tekið fram að kaflarnir eru teknar héðan og þaðan úr bók- inni að vali Vikunnar. Vegjjrinn sveigir niður hallann vestan við kirkjugarðinn og nú blas- ir við lítið hvítmálað hús og kring- um það er ofurlítill garður og utan við garðinn gnæfir hátt og mikið mastur við himin, og efst á því eitthvað sem líkist nýtísku skúlp- túr en þetta er raunar loftnet. Og blátt skilti yfir dyrunum á þessu snyrtilega húsi segir að hér sé póst- ur og sími. Annars er þetta hús jafnfrægt fyrir bakkelsið og kaff- ið hennar Jonnu. Símstöðin stendur á dálítilli klettabrún og hér liggur vegurinn niður í plássið sjálft. Héð- an sjáum við yfir þetta litla þorp sem hniprar sig saman við vörina þar sem skúturnar lágu áður fyrr. Húsin standa saman í hnapp, flest tvílyft timburhús, klædd hinu óhjákvæmilega bárujárni sem mundi sóma sér í skjaldarmerki lýðveldisins: flattur þorskur á gráu bárujárni. Eitt húsanna sker sig þó úr, háreist úr timbri, grænmálað og skartar nekt sinni mitt í þessu bárujárni öllu. Hús klædd báru- járni hafa alltaf minnt mig á stofu- mublur sem húsmæðurnar hafa breitt yfir á daginn þegar engin hætta er á gestum en því meiri á sólskini. Þarna koma saman tvær götur, mjóar, þar sem þær koma hvor á aðra verður stórt opið svæði og grænmálað timburhús IslandsHand- el sem nú er í eigu hreppsins trón- ir fyrir enda þessa svæðis eins og rósinborgarhöll við tigið torg. Hún frú Jónína Hermanns sem enn verslar með brjóstsykur og smjör- líki í húsi föður síns heitins, kall- ar þetta svæði Kauptorgið; aðrir sem ég talaði við kannast ekki við það nafn. Og það er einmitt þarna á Kauptorginu sem hann stendur Internationalinn með brostnu aug- un sem ég sagði frá áðan, eins og á torgum erlendis gnæfa minnis- merki stólkonunga á prjónandi graðhestum og hafa sverð á lofti. Þarna er einnig háreist súla úr járnbentri steinsteypu, mjókkar upp og á hana málað mannsnafn. Þarna var áður vindrafstöð og efst á þess- ari súlu þyrlaðist rellan fyrir vind- inum og söng og hvein, nú er hún á bak og burt engu síður en prest- urinn og læknirinn en eftir stendur súlan eins og nál Kleópötru á torg- inu mikla í París en það er ekki nafn Cesars sem er málað með spreddi þarna á hrjúfa steypuna, heldur nafn ungs manns, sem aldr- ei hefir komið út fyrir hreppinn. Og þó eru flestir aðrir hreppsbúar á bak og burt. Húsin standa auð og tóm og horfa holum gluggatóftum út í blá- inn, sumstaðar bærist slitur úr gluggatjaldi og á einum stað hefir gleymst að taka smádótið úr gluggakistunni. Kannski hefur ein- hver ætlað sér að vitja um það seinna. Þau hallast hvert að öðru þessi hús, umkomulaus og hnípin eins og reiðingshestar sem allt í einu hefir verið sprett af og skildir eftir í reiðileysi. Oft hefirðu komið í þorp að næturlagi, allt kyrrt og hljótt og hvergi lífsmark en ekki furðað þig á neinu, hvergi neinn á ferli, hvergi neitt sem benti til mannlífs, aðeins þessi dökku hljóðu hús og kannski lækurinn sem þuldi í hálfum hljóðum undir brúnni. En þú hefur fetað varfærnislega milli þessara húsa, þau sváfu, á morgun mundu þau vakna og hefjast ys og erill, daglegt líf fyrir daglegu brauði og allt sem því fylgir, ná- ungakrytur og kvennafar, iðandi at- hafnalíf og kaffibollanagg. Þú hef- VIKAN 42. tbl, 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.