Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.10.1965, Side 26

Vikan - 21.10.1965, Side 26
FLATEY-BROT AF ISLANDI ALDAi KyrrSin og eySileikinn eru meðal einkenna Flateyjar, og hvaS getur undirstrikaS róna betur en gæflynd kýrin, sem úSrar í sig grængresinu af leiSum danne- brogsmannanna? Útfiri er mikiS í Flatey og um fjöru verður mörg hundruS metra gangur yfir þarann út aS inu. Og bak viS rísa húsin, sum byggS, flest tóm. — Að neðan er Baltasar aS vinnu í kirkji var heilt ór aS undirbúa verkið, og lauk því síðan af ó þremur vikum, vann nótt og dag. An i hvelfingunni er saga eyjarinnar, en hinum megin atvinnusagan. Kirkjan mun um þessar n hver bezt skreytta kirkja landsins. ■ ■ ■ ■ ur ekki einu sinni gefið þér tóm til að staldra við og leggja hlustir við andardrætti hins sofandi þorps. En hér gegnir öðru máli. Hér er þögn, djúp þögn sem markast af hjali lognöldunnar í flæðarmálinu og gargi máfsins langt í fjarska, djúp þögn, svo jafnvel fífillinn und- ir veggjum prestshússins, fær mál, kyrrð og spekt svo jafnvel rottan á sjávarklöppunum virðist hafa tamið sér virðulegt göngulag og er ekki að flýta sér fremur en þorps- kóngur í sunnudagsgöngu um pláss- ið með silfurbúin stafinn sinn áður en kreppan skall á, upphafin ró eins og á gotnesku málverki af Maríu guðsmóður, jesúbarninu og öllum lömbunum. En hvað gerir þessa ró og spekt, þessa djúpu þögn og þessa kyrrð svo annar- lega? Sólskinið. Sólskinið sem flóir um stéttir og stíga, Ijómar á húsþökum og glitr- ar í afræktum rabarbaragarðinum og glóir á illgresinu öllu. Sólskinið sker úr um það að þú ert staddur í sofandi þorpi sem hvílist eftir önn dagsins og mun vakna á nýjan leik, sólin skfn í heiði og hvergi 2g VIKAN 43. tbl. verður vart við lífsmark í þessum hljóðu húsum, á þessum auðu stíg- um, þetta er ekki sofandi byggð heldur deyjandi. í þessum húsum bjó eitt sinn hátt á þriðja hundrað manns, kaup- menn skipstjórar, prestur, læknir, fræðimenn, skóari, griðkur, bænd- ur, sjómenn, skáld, munkar, hér kom eitt sinn arabiskur farandsali með vefjarhött. Nú leynast hér tuttugu og sjö sálir. Og hundurinn Krummi. Og sólin hellir geislaflóði yfir þorpið og höfnina eins og ekkert hafi í skorist. Norðan við þorpið er Höfnin, eld- gígur forn sem eitt sinn hefir gnæft hátt við himin en er nú sokkinn í sjó ásamt því landi öllu sem nú er botn Breiðafjarðar og ypptir nú aðeins gígbörmunum upp úr sjón- um. Að norðanverðu rís hann hæst og þaðan sér yfir eyna alla, þar verður hamraveggur og fuglabjarg en lægstur er gígurinn að sunnan og þar verður skarð í hann svo siglt er inn og er þar því skjólgóð og haglega girt höfn. Þar á legunni liggur gamall bátur, flaggskip Flateyjar, vélskipið Konráð, við stjóra. Nú er ferðum hans tekið að fækka og márietlan hefur óáreitt gert sér hreiður á dekkinu og orpið þar snotrum eggjum sínum. A klöppunum við höfnina þar sem ritan og fýllinn búa nú ein að sínu ásamt kríugeri og einum óð- inshanahjónum á litlum polli, þar á klöppunum getur að líta feikna- stóra festarhringi sem eitt sinn hafa verið gildir en eru nú ryðétnir og sumstaðar hanga þeir saman af gömlum vana, þarna liggja þeir eins og nagaðar banakringlur úr fornaldarskrímsli og segja sína sögu þvi ákafar sem salt og vatn vinnur lengur á þeim. Og ankeri tvö taka í sama streng. Héðan reru eitt sinn fimm skút- ur að ótöldum smærri bátum og það var sótt á djúpmið og siglt fyr- ir fullum seglum og heima fyrir var aflinn þurrkaður á stakkstæðum og seldur svo til Spánar og annarra landa og keypt inn í staðinn rúg- mél og bankabygg og sirs og tjull og steinolía og brennivín og dansk- ir rómanar. Nú eru þessar gömlu skútur sigldar á djúpmið gleymsk- unnar og heimtast aldrei að landi, uppi á pakkhúslofti í verslunarhús-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.