Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.10.1965, Side 27

Vikan - 21.10.1965, Side 27
INA sjávarmál- inni. Hann nars vegar lundir ein- inu rakst ég á gamla skipsklukku sem merkt var Arney; oddvitinn sagði mér að fræg hefði orðið síð- asta sigling þeirrar skútu. Hún sigldi norðan úr djúpi hlaðin fiski í stórveðri og aldrei var fækkað seglum þótt hrikti í hverju tré og skipið orðið gamalt og fúið. Hún náði landi ( Flatey en þar með var saga hennar öll, borð öll voru sundur gengin og mátti ekki meiru muna. Arne.y var höggvin upp en þarna á pakkhúsloftinu er skips- klukkan rykfallin og þegar henni er lyft syngur hún við í hvellum tón. Nú orðið fá þeir allan fisk úr Hólminum í verslun Sigurðar Agústs- sonar. Fyrirfólkið er allt í kirkjugarðin- um. Það er grafið þrjár álnir í jörð niður og grasið fær að spretta að vild á leiðum þess, sumstaðar hyl- ur njólinn útflúraða járnkrossana og þungir steinvarðarnir eru tekn- ir að hallast á ýmsa vegu, skörð eru rofin í grindurnar kringum við- hafnarmikla fjölskyldureiti og ærn- ar bíta grasið af gröf dannebrogs- mannanno í ró og spekt. Innanum getur að líta umkomulausa tré- krossa, letrið á þeim er máð af vindi og veðrum, á stöku stað er ekki örgrannt um að gleymst hafi að skrá nafn hins látna. [ þessum garði ber allt svip fallvaltsleikans en fátt vitnar um eilíft líf nema lambið sem kúrir undir háreistum steinvarða og æðarkollan sem ligg- ur á eggjum við einn girðingar- staurinn. Sumstaðar gægjast upp úr kaf- loðnum grassverðinum fornlegir steinar með máðu letri og mosinn hefur löngu lagt blæju fyrnskunn- ar yfir þá stafi, sem forðum komu steinsmiðnum til að svitna við vinnu sína, klunnalega stafi fyrri alda sem fluttu hinum látna guðsbless- un og bestu kveðjur. En þarna get- ur einnig að lítq stærri legsteina og viðameiri, sumir hafa kostað allt upp í nokkur jarðarverð og eru gerðir í Kaupmannahöfn á síðustu öld þegar glæsilegir legsteinar voru í tísku, praktuglegar dauðramanna- mublur. Marmarasteinar úthöggnir með rósaflúri og englamyndum og orðfærið á þeim eftir þvt. það er Framhald á bls. 39. VIKAN 42. tbl. 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.