Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 30
EGGERT KRISTJANSSON & CO HF SlMI 11400 hinni auknu menntun kvenna [ Bandaríkiunum. Fleiri og fleiri fara í háskóla. Aukin tækni á heimilun- um gerir það að verkum að þær þurfa minni tíma til húsverkanna og geta því frekar stundað nám og atvinnu, þótt þær séu giftar. Nú þurfa þær ekki lengur að eyða öll- um deginum í það sem félagsfræð- ingurinn Veblen kallar „hátíðlegan bjánaskap". Það verður alltaf léttara og létt- ara að annast húsverkin og auð- velt að komast burt frá þeim. Fél- agsfræðingurinn Florence Kluck- holm hefir um langt skeið athugað þessi málefni. Hún segir: — Það er táknrænt nú til dags að sjá auglýsingu um nýja elda- vél. Þar eru oftast birtar myndir þar sem húsmóðirin setur upp hatt og fer út, meðan eldavélin sér um að maturinn verði tilbúinn á rétt- um tíma. Auglýsendur segja ekki hvert hún sé að fara, heldur ein- göngu að hún hafi nógan tíraa aflögu. Hin þekkta skáldkona Betty Fredan hefir í tíu ár athugað lifn- aðarhætti amerískra kvenna. Sjálf er hún lítil gráhærð móðurleg kona, sem alltaf hefir verið heima. Hún segir: — Flestar konur í Bandaríkjun- um hafa verið alltof háðar eigin- mönnum sínum fjárhagslega, til þess að halda sjálfstrausti sínu ó- skertu. Þær hafa jafnvel verið svo háðar þeim að þær hafa ekki þor- að að leysa upp hjónabönd, hversu brjáluð sem sambúðin hefir verið. En nútímakonan er smátt og smátt að öðlast sjálfsálit, hún er orðin næstum jafnfrjáls og herra hennar og húsbóndi. Þannig líta málin út í Bandaríkj- unum í dag, og svo getum við hlegið að áliti hins fræga málara Salvador Dali, sem sagði í fjöl- mennu samkvæmi í New York: — Ollu í Bandaríkjunum er stjórnað af konum. Karlmaðurinn er eingöngu notaður til undaneldis. Hann leggur peningana til, og hún gengur af honum dauðum. Veizlugestir brosa yfir glasrönd- ina. Það vita allir að nútíma konan í Ameríku er mannleg, heilbrigð og vingjarnleg . . . Diskótek Framhald af bls. 18. stöfunum J-O-E) og dinglandi við beltið hefir hann 20 $ gull- peninga, einn fimm dollara gull- pening og fimm únsu kúlu, sem hann lét bræða úr tönnum sín- um, þegar þær voru klipptar, fyrir fimm árum. Hann á 25 al- fatnaði, sex samkvæmisklæðnaði, 60 pör af skóm og 47 transistor- radiotæki. Hann segir til skýring- ar: — Ég verð að hafa útvarp með mér, hvert sem ég fer, ég verð að heyra hljóð. Hann á þakíbúð í fjórtán hæða húsi á Manhattan. Þar býr hann með Myrnu konunni sinni og dóttur þeirra Jody, og hann ræktar tó- mata í blómapottum á svölunum. Hann étur ósköpin öll af lingu- ini, spaghetti, lambakótelettum og vatnsmelónum, samt er hann ekert þyngri núna, á fimmtugs- aldri en hann var þegar hann var tuttugu og fjögra ára. Hann er ekkert snobbaður, í raun og veru á hann erfitt með að muna nöfn. Hann var einu sinni búinn að dansa í hálftíma við leikkonuna Lee Remick, þeg- ar hann spurði, ósköp sakleysis- lega hvaða atvinnu hún hefði. Einu sinni var hann að segja grínsögu um frægan kvikmynda- framleiðanda, sem hann hafði kennt: — Það var Sam, — Sam, þið vitið, feitur náungi sem heitir Sam. ... Það kom í ljós að hann var að tala um Joseph E. Levin. Það er eins með Killer Joe, og stúlkuna í „Rauðu skónum“, hann getur ekki hætt að dansa. Hann þeysist um allt, ýmist eru það einkatímar, tízkusýningar, partý í glæsilegri íbúð Elisabeth Arden á Park Avenue, nætur- klúbb-sjó í New Jersey, mynda- tökur fyrir dagblöð og tímarit og svo næturferðir í diskótek- klúbbana. — Ég verð að sjá hvað er að ske, segir hann. Sal- irnir þar sem hann hefir dans- skóla sinn eru skreyttir á æðis- legan hátt, veggirnir eru þaktir af myndum af Killer Joe í öllum mögulegum stellingum, þar á meðal geysistór mynd af Luci Baines Johnson, þar sem hún er að dansa „Surf“ við Killer Joe. Killer Joe Piro hefir dansað í meira en tuttugu ár. Faðir hans var ítalskur klæðskeri og sjálfur var Killer Joe sjómaður frá East Harlem. Hann var alltaf dans- andi, og árið 1942 vann hann verðlaun fyrir Jitterbug, og var það í fyrsta sinn sem þau verð- laun voru veitt öðrum en negra. Nafnið Killer var upphaflega kallað til hans á dansgólfinu og það festist við hann. Annars heitir hann Frank Piro, og þeg- ar við spurðum hann hversvegna hann notaði ekki skírnarnafn sitt, sagði hann. — Ég býst við að Killer Frank hafi ekki hljóm- að rétt. . . . Eftir stríð vann hann í verk- smiðju og meiddi sig þá í bak- inu, svo hann varð að ganga með stálgrind og læknirinn bann- aði honum að dansa. En eftir tvö ár, reif hann umbúðirnar af og hefir ekki fundið til síðan. Hann fékk lánaða 25 dollara hjá pabba sínum og 40 átti hann sjálfur og nú setti hann upp sinn fyrsta dansskóla á Times Square. — Þetta var lítið stærra en skáp- ur, segir hann. — Og ég hafði ekert ráð á að hafa síma. En vikulega hafði ég fastar tekjur 25—50 dollara, sem ég fékk allt- af í verðlaun fyrir jitterbug, þangað til þeim fannst billegra að ráða mig sem danskennara. Fyrstu vikulaunin voru 15 doll- arar. Næsta ár dansaði Killer Joe nýjan Cubu-dans á Palladium og kallaði haann Mambo. Þar með var hann orðinn þekktur og frægð hans eykst stöðugt. — Ég er svo heppinn að fólk vill borga mér fyrir það sem mér finnst mest gaman að, segir hann og brosir. Lægsta gjald, sem hann tekur fyrir kennslu er 25 dollarar á tímann. Árstekjur hans verða núna í ár um 75.000 dollarar, sem hann segist vera í vandræð- um með að eyða, þar sem honum þykir ekki gaman að neinu nema dansi. Allt í einu sagðist hann þurfa að fara að koma sér heim, þar sem hann ætti erfiðan dag fyrir höndum. En þegar við komum út, leit hann aftur á úrið og sagði: — Klukkan er ekki nema hálf þrjú, það væri gaman að vita hvað er um að vera á Ondine í kvöld! Hann veifaði leigubíl. — Ég held að ég verði að kíkja aðeins inn á Ondine, áður en ég fer heim. Auðvitað á ég að fara beint heim, en ég sofna ekki fyrr en ég veit að borgin er sofnuð.... gQ VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.