Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 31
ViS erum allir góðir strákar Framítald af bls. 21. leikur á trommurnar. Honum þykir verst að þurfa að fá lánaðar tromm- ur hjá öðrum, því að þá þarf allt- af að lækka trommustólinn tölu- vert til þess að hann nái að slá í bassatrommuna með öðrum fæt- inum! Meðan piltarnir dvöldu í Reykja- vík bjuggu þeir að Hótel Sögu og þangað sóttum við þá heim eitt kvöldið. Þeir létu fara vel um sig þeir horfðu á sjónvarp og hvíldu sig eftir fyrri hljómleika kvöldsins í bakháum hægindastólum meðan þeir biðu hinna síðari. Allir höfðu þeir embættum að gegna í hinni glæsilegu vistarveru að Hótel Sögu, sem var nánast í- búð: Kristján var sjónvarpsstjóri, Sævar símsstjóri, Helgi umsjónar- maður vekjaraklukkunnar og Þor- leifur dyravörður, en strákarnir kölluðu hann Lykla-Pétur, því að hann sá alltaf um að sækja og skila lyklunum til stúlknanna í af- greiðslunni. — En hver er hljómsveitarstjór- inn, spurðum við? — Það er Leibbi, segir Kristján, og bendir á þann, sem minnstur er. — Það vildi enginn vera hljóm- sveitarstjóri nema hann, segir Sævar. — Það er nú ekki alveg rétt, segir Þorleifur fullorðinslega, íhug- andi á svip, eins og hljómsveitar- stjórum sæmir. — Ég hugsaði mig um lengi. — Hann fékk þriggja daga um- hugsunarfrest, segir Helgi. — Og hvernig gengur svo að halda aga, spyrjum við hljómsveit- arstjórann, sem áreiðanlega er hinn yngsti á landinu. — Ja, ekki mjög vel! Svarið kemur okkur á óvart, svo að við spyrjum: — Eru þeir óþægir? — Þer eru hálf strembnir. — O, mannalæti! segir Helgi, en hljómsveitarstjórinn situr fast við sinn keip. — Við erum allir góðir strákar inn við beinið, segir Kristján. — Segðu heldur fyrir innan bein- ið, segir Sævar og nú hlæja allir. — En hvað er hljómsveitin ykkar gömul, strákar? — Við Helgi byrjuðum fyrir ári, segir Kristján. Þá átti ég gamlan kassagítar, en Helgi spilaði með hníf og gafli á dyrakarminn. Við tókum þetta upp á segulband, og það var alveg ferlega flott, maðurl Helgi fékk sér bráðlega gítar — og svo kom Sævar í hljómsveitina með bassann. — Þegar ég kom ( hljómsveitina, segir Sævar, sögðu strákarnir eins og Jesper, Kasper og Jónatan í Kardimommubænum: Þá — er — það — á — kveð — ið! — Síðastur kom Leibbi, segir Kristján. Hann fékk að koma á æf- ingu til okkar, en trommarinn, sem var með okkur þá, mætti ekki, svo að hann settist bara við tromm- urnar og var kominn í hljómsveit- ina, þegar æfingin var búin. — En nú var komið að því að skíra hljómsveitina, segjum við. — Við skrifuðum allir tillögur á blað og völdum svo Bravó, segir Sævar, því að okkur fannst það bezt. Það var Helgi, sem stakk upp á því. — Leibbi stakk upp á því að kalla hljómsveitina „Fjórir nýsloppn- irl', segir Kristján. — Og hvað átti það að tákna? — Við erum allir í peysum eins og fangar! — Hafið þið ekki spilað oft á skólaskemmtunum? — Jú, jú, segir Helgi. Við feng- um líka alltaf að æfa í skólanum. Sverrir Pálsson, skólast jóri, hefur alltaf verið svo góður við okkur. — Einu sinni þegar við spiluð- um í skólanum, þurftum við að borga okkur inn, segir Kristján. Kennarinn trúði því ekki, að við ættum að spila! — í hvaða bekk verðið þið í skólanum í vetur? — Ég fer í „gaggann", 1. bekk, segr Kristján. — Og ég líka, segir Sævar. — Ég fer í 2. bekk, segir Helgi. — Ég verð í 2. bekk, þegar Vikan kemur út, segir Þorleifur. — Hverjar eru eftirlætishljóm- sveitirnar ykkar, strákar? — Við höldum mest upp á Bítl- ana, segir Sævar — og Tempó, bæta félagar hans við með ósviknum norðlenzkum hreim. — Já, Tempó strákarnir eru fín- ir, segir Sævar. Þeir lánuðu okkur gítarmagnarana sína á hljómletk- unum. Við höfum aldrei átt magn- ara. — Eru ekki margar góðar hljóm- sveitir fyrir norðan llka? — Jú, sérstaklega hljómsveit Ingimars Eydals, segir Krstján. Þeir eru alveg ferlega vinsælir. Villi, annar söngvarinn þeirra, er góður vinur okkar. Hann hjálpaði okkur mikið, þegar við vorum að æfa fyrir hljómleikana. — Það eru margar hljómsveitir fyrir norðan, segir Þorleifur. Ein er kölluð Vaxmyndasafnið. Þeir brosa aldrei. — Svo eru tveir bræður ( þessari hljómsveit, segir Kristján. Þeir eru alltaf að depla augunum, og þess vegna kalla sumir þessa hljómsveit „Blikk blikk". — Æfðuð þið mikið fyrir hljóm- leikana? — Á hverjum degi I hálfan mán- uð. — En hver eru nú helztu áhuga'- mál ykkar fyrir utan músikina? — Fótbolti, segja Kristján og Sævar einum rómi. Kosfar aðeins kr. 12.350,- Gerið samanburð á verði og gæðum: HI-ZONE þvotta-aðferðin tryggir full- kominn þvott, því hver vatnsdropi, efst jafnt sem neðst í vélinni, verður virkur við þvottinn. 2,5 KW suðuelement, sem hægt er að hafa í sambandi jafnvel meðan á þvotti stendur. Stillanleg vinda svo hægt sé að nota niðurfallsmöguleika, sem eru fyrir hendi. Vindukefli, sem snúast áfram eða afturábak. Fyrirferðalítil tekur aðeins 51,4x48,9 cm. gólfpláss. Innbyggt geymslupláss fyrir vindu. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Simi 21240 Jfekla Laugavegi 170-172 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.