Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 40
KÆLISKÁPAR, FRYSTISKÁPAR OG FRYSTIKISTUR halda -r 20° til -f 210 I. kæliskápur er me3 25 I. frystihólfi, sem er þvert yfir skápinn, segullæsingu, sjö mis- munandi kuldastillingar, færanleg- ar hillur yfirdektar með plasti, græn- metisskúffu og ágæta innréttingu. - VerS kr. 10.080.- 160 I. frystiskápar og 220 I. frystikisturnar eru úr bezta fáanlega efni, mjög vel einangraðar, fallegt form, „Danfors" frystikerfi. Innréttaður til að 26° kulda. Verð kr. 11.765.- og 15.485.-. Kynnið yður kosti og gæði D A N M A X kælitækjanna og hið hagkvæma verð. jTxJljT±JjaJhjr±. Vesturgötu 2. — Sími 20 300. P.O. Box 142 — Reykjavík. Vinsamlegast sendið myndalista og verð á kæliskápum — kælikistu. Strikið undir það sem við á. Nafn ............................................................... Heimilisfang ....................................................... Vinnufatabúðin Laugavegi 76 auglýsir: Amerfskar molskinnsbuxur Svartar, grænar, brúnar Allar staarðir Vinnufatabúðin Laugavegi 76 — Sími 15425 Æðarkollan kúrir á hreiðrinu og bærir ekki á sér þótt stigið sé hjá henni, hún lítur ekki einu sinni við frekar en hún væri á málverki eftir Velasquez en lambið sprettur upp, horfir andartak á þann sem hefur raskað rónni er ríkir á þess- um garði, tekur á rás til mömmu sinnar og lykur tönnunum utan um spenann og sýgur með rykkjum og hnykkjum. En ærin lætur ekkert á sig fá og heldur áfram að bíta á leiði danne- brogsmannsins. Fólkinu hefur fækkað í Flatey svo við landauðn nemur. Því hefur einnig fækkað í öðrum eyjum Flat- eyjarhrepps en þó hvergi að sama skapi. Og þótt fólkinu hafi fækkað, verslunin orðið að engu, útgerðin lagt upp laupana og embættismenn horfnir hefur búskapur í eyjunum haldið i horfinu og þó heldur auk- ist. Búandi mönnum hefur þó fækk- að, árið 1937 voru þeir taldir 24, árið 1962 voru þeir aðeins ellefu. En hlunnindaskýrslur sýna að dún- tekja er ámóta mikil nú og þá var, hátt á þriðja hundrað kíló [ öllum hreppnum. Og sömu sögu er að segja um selveiðina, vorkópar veið- ast 350 árið 1937 en nú er veiðin svipuð. Fjáreign hreppsbúa hefur heldur ekki breyst til neinna muna, enn eiga þeir um þúsund fjár og hvergi í landinu mun vænni dilka að fá en í Flateyjarhreppi, sá þyngsti vó 44 kíló og var úr Hval- látrum. Þessi ógnar kroppþungi stafar af því að sauðburður er snemma í Breiðarf jarðareyjum, fjörubeit góð og grasið kjarngott, auk þess sem upprekstrarlönd eyja- manna á meginlandinu eru mikið gósenland sauðkindarinnar. Skýrsl- ur sýna að kúm hefur fækkað að miklum mun, árið 1937 voru þær 57 en eru nú innan við tuttugu. Það er bein afleiðing af fólksfækk- uninni, það eru engin tök á því að koma mjólk á markað úr Breiða- fjarðareyjum. Annað húsdýr er nær horfið úr eyjum, það dýr sem á íslenskri dönsku hefur verið kallað „þarfasti þjónninn". Árið 1939 voru 17 hross í hreppnum, síðan fer þeim hríðfækkandi. í hitteðfyrra var einn hestur eftir í Flatey, félag- ar hans höfðu verið fluttir upp á land. Um nokkurra vikna skeið undi hann sér einn á beit en brátt varð hann undarlegur í háttum svo ekki þótti einleikið. Var sýnt að honum þætti hann orðinn einn í heiminum og var brugðið á það ráð að flytja hann einnig á land. Þar tók hann gleði sína á ný. Strandferðaskipin komu hér við tvisvar í mánuði þar til í ár. Þau koma ekki lengur. íbúarnir f Flat- ey vita ekki gerla um ástæðuna. Þaðan af síður afgreiðslufólkið hjá Ríkisskip. Vitaskipið „Árvakur" kom hér eitt sinn, kannski það hafi verið „Hermóður". Jónína Her- manns gaf þeim öllum kaffi. Björn Pálsson flýgur ekki í Flatey, nema hann sé pantaður sérstaklega. Flaf- ey er ekki lengur í þjóðbraut. Og þessir Flateyingar sem eftir Iifa. þeir sem muna tímana tvenna, rennur þeim ekki til rifja hvernig komið er? Þeir sem muna þilskipin koma drekkhlaðin að landi, handa- ganginn á stakkstæðunum, gesta- komur, dansiböll sem stóðu fram undir morgun við harmonikuundir- spil, fjölmennar guðþjónustur, ör- tröðina í verslunarhúsum plássins, stássveislur kaupmannanna, leyni- fundi elskenda í rangölum Verts- hússins eða í skuggasælli laut inni á eyju, allt þetta muna þeir enn. Þegar sótt var til Flateyjar ofan af landi, utan úr eyjum, sunnan af Snæfellsnesi. Nú þykir það tíðindum sæta og umtali ef sén er mannaferð í Flat- ey, hundurinn rís upp á afturlapp- irnar og geyr mikinn ef ókunnan gest ber að landi. En allt hafði annan róm áður í páfadóm. Sú var tíðin að hörgull var á húsnæði í Flatey þótt nú standi öll hús auð og tóm þá varð skillítið fólk að hola sér niður í myrkraskonsum og hreiðra um sig á háaloftum og þóttist heppið. Þá voru skipakomur daglegt brauð, landmælingaflokkar danskir tjöld- uðu þar í plássinu og svertingjar spígsporuðu um götur, þeir voru kolamokarar á útlendum skipum sem þangað fluttu varning. Og eitt sinn steig þar af skipsfjöl gestur langt að rekinn, hann hafði gul- brúnan hörundslit og hafði túrban á höfði, ákallaði Allah og spá- manninn Múhameð og seldi perlu- festar úr gleri sér tii uppihalds. Börnunum í Flatey þótti hvítan í augum hans mjög merkileg. Og enn komu þar ýmsir leppalúðar af landi og stafkariar, í þann tíma var örbirgð og vesöld á Barða- strönd. Þeir komu beinlínis að biðja sér matar, fengu sig flutta til Flat- eyjar á haustin. Þar kom Kristján í Seli, tötrum klæddur og vafinn snæri, á öðrum fæti hafði hann tvo eða þrjá skóræfla en berfættur á hinum. Hann hafði með sér striga- poka og fékk í þá fisk hjá góðu fólki. Það var til þess tekið að hann var ekki þakklátur þeim sem hygluðu honum og það eitt vekur nokkra virðingu fyrir manninum. Og þangað kom eitt sinn skáld að sunnan er ort hafði sextuga drápu til dýrðar Maríu mey og sungið ástaróð Ijúfari en þá hafði í langan tíma verið sunginn á ís- landi, þetta var hár maður grann- ur og gekk við staf, ungur að ár- um en haltur.á öðrum fæti. Augna- ráðið þunglyndislegt og andlitið rist rúnum lífsreynslunnar, fámælt- ur en þýður í viðmóti. Þetta var Stefán frá Hvítadal. Það spurðist brátt meðal íbúanna í plássinu að skáldið væri komið í Flatey gagn- gert til þess að deyja. En því erindi sínu lauk Stefán ekki [ það sinn. Hann dó ekki fyrr en síðar og þá [ öðrum stað. Og tvö skáld önnur gerðu garð- inn frægan, annað þeirra var þjóð- VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.