Vikan

Útgáva

Vikan - 21.10.1965, Síða 48

Vikan - 21.10.1965, Síða 48
Angelique og kóngurinn Framhald af bls. 9. Angelique sá, að Péguilin hafði stöðvað hest sinn beint fyrir framan hennar, eins og til að koma í veg fyrir, að hún færi lengra. Axlir hennar sigu undan skyndilegum þyngslum og kaldur hrollur læstist um hana alla. — Hann er dáinn. Péguilin laut höfði til samþykkis. — Hleypið mér framhjá, sagði hún hljómlausri röddu. — Mig langar að sjá hann. Péguilin hreyfði sig ekki. — Hleypið mér framhjá! æpti Angelique. — Hann er eiginmaður minn! í!g hef rétt til að fá að sjá hann! Péguilin seildist til hennar, þrýsti enni hennar að brjósti sér og strauk hár hennar með meðaumkun. — Þér ættuð ekki að gera það, kæra vinkona, muldraði hann. — Því miður.... Fallegi markgreifinn okkar.... Það vantar á hann höfuðið. Hún grét linnulaust, liggjandi á legubekknum, þar sem hún hafði beðið árangurslaust eftir Philippe nóttina áður. Hún leyfði engum að koma nálægt sér. Allt fylgdarlið hennar stóð fyrir utan tjaldið, skelf- ingu lostið yfir öllum þessum gráti. Hún reyndi að telja sér trú um, að þetta væri ekki satt, og þó vissi hún, að hún myndi aldrei sjá hann framar. Aldrei framar myndi hún geta þrýst honum að brjósti sér, aldrei strokið enni hans eins og móðir, eins og hana hafði dreymt um, aldrei framar geta kysst augnalokin með löngu augnahárunum, sem nú höfðu lokazt að eilífu, og hvíslað: — Ég elska þig.... Þú varst sá fyrsti, sem ég elskaði með ferskum ákafa æsku minnar. Philippe! Philippe! Philippe I bleiku, Philippe í bláu. Philippe í snjó- hvítu og gulli með ljósa hárkollu og rauða hæla. Philippe með hönd sina á höfði Cantors litla.... Með veiðihnífinn í annarri hendi og blæðandi háls mannætuúlfsins i hinni. Philippe du Plessis-Belliére, svo fallegur, að jafnvel konungurinn kallaði hann Marz, og hafði gert hann ódauðlegan með því að láta mála hann á eitt af loftum Versala sem varðengil, dreginn af úlfum: Hversvegna var hann ekki lengur við hlið hennar? Hversvegna hafði hann horfiö fyrir „vindgusti", eins og Ninon hafði sagt? I eyðandi vindgusti stríðsins! Hversvegna hafði hann verið svona fífldjarfur? Orð sendiboðans og Lauzuns klingdu aítur hið innra með henni. Hún lyfti höfðinu: — Hversvegna gerðirðu þetta, Philippe? Silkitjaldið fyrir dyrunum var dregið til hliðar. De Gesvres, há- yfirþjónn konungsins, hneigði sig fyrir henni. — Madame, konungurinn er kominn til að votta yður samúð sína. — Ég vil ekki sjá neinn. — Madame, það er kóngurinn. — Ég vil ekki kónginn! hrópaði hún. — Né neinn af þessum smjaðr- andi, síkjaftandi heiglum, sem hann hefur safnað í kringum sig, og eru nú komnir til að stara á mig, meðan þeir eru að velta því fyrir sér, hver verði næsti marskálkurinn! — Madame.... sagði de Gesvres, skelfingu lostinn. — Burt! hrópaði hún. — Hypjið yður út! ÖU rébtiMdi áakiUn — Opera MuvMi, Pcuris Framh. i nœsta blaöi. VtKAV tt. thL Jane og Bítlapáll Framhald af bls. 20. Ringó var genginn út. Lengi er nú hægt að lifa í voninni, varð okk- ur að orði, þegar við sáum þá yfir- lýsingu í ensku blaði, að Jane væri mest öfundaða stúlka f heimi. Af Bítlapáli er það að frétta, að ýms- ar gróusögur um hann hafa að und- anförnu birzt í þýzkum og sænsk- LAUGAVEGI 59..simi 18478 um blöðum. Er látið í það skína, að hann sé ekki við eina fjölina felldur. Hafa jafnvel verið birtar myndir af krógum, sem honum eru eignaðir. Hvað sem því líður, virðist hanni nú ætla að festa ráð sitt — eins og Jón og Ringó hafa þegar gert — og stúlkan, sem hann hefur val-- ið sér er hreint ekki af verri end-- anum, eins og myndin ber með sér. Og þá er bara hann George einm eftir ókvæntur af þeim bítlabræðr- um . . . Mórallinn er allur í tónum Framhald af bls. 21. sönn bítlafagnaðarlæti, sem nú eru komin út á SG hljómplötu, sem undirtónar undir Ómar Ragnarsson. Um sumarið næsta á eftir lá þessi þáttur í dvala, en fór svo á ný úr híði sínu næsta haust, en í stað Markúsar Arnar hafði Andrés fengið sér kvennmannshjálp, þar sem var Ragnheiður Heiðreksdótt- ir. Stefnubreyting varð engin í þætt- inum við þessa hlutverkabreytingu, en öll vinnsla þáttarins var nú orð- in auðveldari, þar sem Andrés var reynslunni ríkari. Einna mest starf- ið var fólgið í mati á ýmiskonar tónaframleiðslu, því varla leið sá dagur, að ekki gerði einhver hóp- ur hljóðaframleiðenda vart við sig og vildi fá inni í þættinum með sín hljóð. Þá vaknaði sú spurning, hvort þau ættu að taka hvað sem Frcmh. f wBsta blaði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.