Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.11.1965, Qupperneq 16

Vikan - 18.11.1965, Qupperneq 16
Málverk eftir Salvador Dali af heilagri Jóhönnu. Myndskreyting úr Don Quichote. F '■ ' ' , ; iSÉíI llP V " m Salvador Dali og Gala konan hans. — Hún er hús- bóndinn á heimilinu og getur öskrað eins og ljónið hjá Metro-Goldwyn-Mayer, segir Dali. VIÐ Lotte vorum að skoða Kand- insky-sýninguna, á safninu fyr- ir nútíma list í Stokkhólmi í maí í vor. Það var þröngt í and- dyrinu, svo við fórum inn í út- stillingarsalinn hjá Grunewald. Lotte var mest hrifin af nýj- ustu myndinni sem Pontus Hultén hafði keypt, geysistóru málverki eftir Salvador Dali, það var upp á nokkra fermetra. Myndin hét „Wilhelm Tell“ og sýndi dreng, sem lá á hnjánum, nakinn að neð- an. Annað lærið var hálfum meter lengra en hitt og studdist upp við hækju. Húfu- derið var líka einn eða tvo metra til ann- arrar hliðar, og var líka haldið uppi af hækjum. Hækjur eru það tákn, sem Dali hefir lengst og mest notað. Iíann virðist hafa verið yfir sig hrifinn af hækjum frá barn- æsku. Ég man ekki glöggt hvaða skýr- ingu hann hefir gefið á þessu, en eitthvað var það í þá átt að hann var ástfanginn í þjónustustúlku á heimilinu þegar hann var sex ára. Þá var hann eitthvað að leika sér með hækjur, en sá um leið ofan í háls- . málið á blússu stúlkunnar. Lotte hafði heyrt talað um nafnið Dali, en vissi ekki hvort það var stjórnmála- maður, leikari eða ilmvatn. Henni fannst „Wilhelm Tell“ stórkostlegt málverk, eða réttara sagt fyndið. Ég sagði henni það sem ég vissi um Salvador Dali, meðal ann- ars að hann væri uppgerðarlegur, þætti gaman að klæða sig skringilega og að ganga fram af fólki. Sumir álitu hann reglulegan trúð, aðrir

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.