Vikan - 16.12.1965, Page 7
Ég get ekki látið hjá líða að
benda hæstvirtri ritstjórn Vik-
unnar á, hversu ósmekkleg íor-
síða 47. tölublaðs var í hvívetna.
Þama voru teknir fyrir alsak-
lausir menn, sem vinna að því að
koma á fót íslenzku sjónvarpi og
draga þannig úr eyðileggjandi
ameríkanseringaáhrifum. Andlit
þeirra og líkamsvöxtur var af-
skræmdur í hvívetna, mönnum
til athlægis oghúsnæðisjónvarps-
ins stórlega misboðið. Þetta hef-
ur vakið reiði margra fleiri en
mína, og ég óska að mótmælum
mínum verði veitt inni í Póstin-
um.
Magnús H. Jónsson.
Vesalings mennirnir, alsaklausir.
Þessu verður sannarlega ekki
mælt bót. Svona skal alltaf farið
með útverði menningarinnar á
þessu landi, þessum sem reyna
að halda niðri áhrifum frá ó-
lukkans Kananum. Og ekki var
það betra að fara að svívirða
húskofann. Mótmæli þín fá hér
með inni í Póstinum.
HJÚKRUNARNÁM.
Kæra Vika!
Þar sem ég veit að þú hefur
gefið mörgum góð ráð, þá lang-
ar mig að biðja þig um upplýsing-
ar varðandi hjúkrunarnám. Um
lágmarksaldur, árafjölda og
hvaða próf er nauðsynlegt að
hafa. Einnig langar mig að vita
hvort sé kennt allt árið, eða bara
á veturna. Ég hef þó nokkurn
áhuga á að verða hjúkrunarkona
og þætti þá vænt um, ef þú vild-
ir svara þessu fyrir mig eins
fljótt og auðið er. Ég vona svo
að þú fyrirgefir skriftina en ég
hripa þetta í flýti eins og gerla
má sjá. Ég þakka svo kærlega
allt bæði gamalt og nýtt en ég
hef lesið Vikuna síðan fyrst ég
lærði að lesa og þar áður skoð-
aði ég myndasögurnar.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Aðdáandi.
P.S. Er eitthvað aukalegt til að
fá að starfa við barnadeildir?
Sama.
MEÐ NEFIÐ OFAN í HVERJUM
KOPPI.
Góði Póstur!
Hvað á ég að gera við hana
mömmu? Hún er svo forvitin að
hún er með nefið ofan í hverj-
um koppi hjá mér og hnýsist
hreint í öllu. Hún rífur jafnvel
upp bréfin mín að fyrra bragði
og ef blöðin, sem ég er áskrif-
andi að, koma ekki á réttum tíma
hringir hún og læzt vera ég og
skammast og rífst svo hárin rísa
á henni sjálfri, hvað þá þeim,
sem á hiusta. Hvað get ég gert til
að venja hana af þessu?
Forvitnin er einn af þeim kvill-
um, sem hvað erfiðast hefur
gengið að Iækna. Þú gætir reynt
að fá einhvern til að skrifa þér
og gefa henni pillur í bréfinu
fyrir forvitnina. Það er auðvitað
ekki fallegt að hæðast að móð-
ur sinni og frekar hún sem ætti
að ala þig upp en þú hana, — en
þú gætir reynt háðið. Það er bit-
urt vopn, sé því fimlega beitt.
Kannske hættir hún þá að hnýs-
ast, en jafn forvitin verður hún
eftir sem áður.
Sú, sem ætlar að fara í hjúkrun-
arnám, verður að vera milli 18
og 30 ára, og námstíminn er nú
þrjú ár og tólf vikur. Við höldum,
að nemendur eigi að vera í
heimavist, en ýtarlegasta og á-
reiðanlegastar upplýsingar fást
með því að snúa sér til skólans
sjálfs, þar sem hann stendur í
túni Landspítalans.
S-MÆLI.
Kæri Póstur!
Geturðu gefið mér ráð við s-
mæli, mér þykir það svo leiðin-
legt að tala svona, svo að stund-
um þegi ég frekar en að tala ef
margir eru saman í hóp, þá segja
krakkarnir bara að maður sé
drumbur og leiðinlegur (sem
maður er náttúrlega ekki).
Ein sem vonar eftir svari.
Hér er maður undir manns hönd
að reyna að finna eitthvert ráð,
sem duga mundi, en allt strand-
aði á því, að enginn veit hvernig
þetta S-mæli er. Ég held þú verð-
ir að skrifa okkur eins og eitt
bréf á S-mæli, svo við getum átt-
að okkur á fyrirbrigðinu.
i
Fallegar jólagjalir
'lamMnCfO hárþurrkan
- fallegri og fljótari
og hefur alla kostina:
700 W hitaelement, stiglaus
hitastilIing 0—80°C og nýi tur-
bo-loftdreifarinn skapa þægilegri
og fljótari þurrkun. Hljóðlót og
truflar hvorki útvarp né sjón-
varp. Fyrirferðarlítil ( geymslu,
því hjólminn mó leggja saman.
Auðveld uppsetning á herberg-
ishurð, skáphurð, hillu o.fI., en
einnig fást borðstativ og gólf-
stativ, sem líka má leggja sam-
an. 2 fallegar litasamstæður,
bláleit (turkis) og gulleit (beige).
FLAMINGO
straujárniö
er létt og lipurt, hitnar og kóln-
ar fljótt og hefur hárnákvæman
hitastilli, hitaöryggi og hitamæli,
sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst
fyrir hægri og vinstri hönd — og
þér getið valið um 4 fallega
liti: króm, topasgult, opalblátt
og kóralrautt.
Ábyrgð og traust
varahluta- og við-
gerðaþjónusta.
FLAMINGO úðarinn
er loftknúinn og úðar tauið svo
fínt og jafnt, að hægt er að strauja
það jafnóðum. Ómissandi þeim,
sem kynnst hafa. Litir í stíl við
straujárnin.
FLAMINGO
snúruhaldarinn
er ekki síður til þæginda, því hann
heldur straujárnssnúrunni á lofti,
svo að hún flækist ekki fyrir.
S í M I 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK
P Ö N T U N — Sendið undirrit. í póstkröfu:
.... stk. FLAMINGO hárþurrka . .. litur: .................. kr. 1115,—
.... stk. FLAMINGO borðstativ ............................. kr. 115.—
.... stk. FLAMINGO gólfstativ ............................. kr. 395,—
.... stk. FLAMINGO straujárn .......litur: .................. kr. 495.—
.... stk. FLAMINGO úðari ...........litur; .................. kr. 245,-
.... stki FLAMINGO snúruhaldari .......................... kr. 109.—
Nafn: ...................................................................
Heimili: ..........................................................
V-50
Til: FÖNIX S.F., Pósthólf 1421, Reykjavík.