Vikan - 16.12.1965, Síða 11
Gamli kjötmarkaðurinn í Smithfield er fró tímaskeiði Victoríu drottningar og jafnvel þar þótti vel sæmandi að hafa bogadregnar hvelfingar og
íburð. Þarna fóst allar hugsanlegar tegundir af kjöti og viðskiptin ganga fyrir sig eftir gömlum venjum.
ganga að innleiða annað ó næstu
einum til tveim áratugum. Ég hygg,
að |.að verði okkur áfram hagstæð-
ast að flytja kjötið út ( heilum
skrokkum þar til meiri háttar breyt-
ingar hafa átt sér stað á dreifingar-
kerfinu.
— Nú ert þú búinn að selja fram-
leiðslu þessa árs. Hversu langan
tíma tekur að selja kjötið?
— Kjötfarmarnir byrja að koma
hingað I lok september og stðan
koma skipin öðru hvoru í 6 — 8
vikur. Það sem við gerum, er að
finna kaupendur fyrirfram og vera
búnir að selja skipsfarmana áður
en skipin koma. Hér er öll kjötsala
á einum stað, á Smithfield Market,
sem er hér ekki langt undan og
líklega einhver stærsti kjötmarkað-
ur sinnar tegundar í heiminum. Sá
markaður er í fullum gangi allan
ársins hring, en íslenzkt kjöt sést
þar aðeins um fæpt tveggja mán-
aða skeið.
City, það er fjármálahverfið í
London þar sem stórfínansinn
( Bretaveldi er saman kominn
á fáum fermílum. Þar er það
fræga Þráðnálarstræti og
kauphöllin, þar eru stofnan-
ir eins og Englandsbanki og Lloyds
og önnur tryggingafélög. Hvergi
eru innfæddir virðulegri en einmitt
í þessum fornlegu peningastrætum;
þar spranga þeir um með kúluhatt-
ana sína og regnhlífarnar eftir gam-
algrónum fyrirmyndum þessa venju-
bundna þjóðfélags. Jafnvel fram-
hliðum húsanna er ætlað að segja
það svo ekki misskiljist, hvað fyrir-
tækin standi á traustum fjárhags-
legum grunni, sem þar eru til húsa.
Þannig er líka húsið nr. 16 við
Eastcheap, traustleikinn uppmálað-
ur unz maður kemur að lyftunni. Þá
hugsar maður sig aðeins um og
gengur síðan upp stigana. Einhvers-
staðar ofarlega ( húsinu er skrif-
stofa Sambands (slenzkra sam-
vinnufélaga, nýlega flutt til London
frá Leith, þar sem hún hafði verið
áratugum saman. Þarna eru gerð
innkaup fyrir kaupfélögin og auk
þess fer þar fram veigamikil þátt-
ur ( sölu á íslenzkum afurðum, bú-
vörum og fiski. Sá er ræður ríkjum
á þessum stað er Guðjón B. Ólafs-
son, framkvæmdastjóri SÍS ( Lond-
on; búinn að vera rúmt ár ( þessu
starfi og aðeins þrítugur að aldri.
Hann hefur framúrskarandi útsýni
yfir þökin ( City með óendanleg-
um tilbrigðum af kvistum og þak-
gluggum, innskotum og útskotum
og allsstaðar eru fólkið með pappír
og ritvélar til þess að viðskiptin geti
blómstrað.
Viðskiptin blómstra líka hjá Guð-
jóni; hann seldi á árinu 1964 land-
búnaðarafurðir fyrir um 72 millj.
króna og sjávarafurðir fyrir 110
milljónir. Og nú er hann nýlega
búinn að selja kjötframleiðsluna
1965.
En hvernig gerist þessi sala? Hún
gerist þannig, að um það bil sem
skipin láta úr höfn með kjötið að
heiman, þá gengur Guðjón yfir til
þeirra á kjötmarkaðnum í Smith-
field og býður það til sölu. En það
er bezt, að hann segi frá þv( sjálf-
ur.
— Hversu mikill hluti er það af
heildar kjötframleiðslunni, sem þið
fáið til sölumeðferðar, Guðjón?
— Það munu vera um 10% að
jafnaði. Sambandið er eini aðilinn,
sem flytur út kjöt og meirihluti
þess flyzt hingað til Bretlands. 1963
seldum við til dæmis 85 þúsund
skrokka og það virðist ( fljótu
bragði þó nokkuð magn af kjöti,
en við verðum að hafa í huga, að
Bretland er stærsti markaður heims-
ins fyrir landbúnaðarafurðir og
þessir 85 þúsund skrokkar hrökkva
skammt á þeim markaði. Til þess
að gefa þér einhverja hugmynd
um, hvað okkar framleiðsla skiptir
miklu máli, þá má geta þess að
Bretar kaupa af Ný-Sjálendingum
meira en 19 milljónir skrokka af
lambakjöti, 880 þúsund skrokka frá
Ástralíu, 450 þúsund frá Suður-
Amertku fyrir utan það sem þeir
framleiða sjálfir. Sem sagt; þetta
er dropi í hafinu, hálft prósent af
heildar innflutningnum. Við eigum
engra annarra kosta völ en að haga
okkur eftir ríkjandi söluvenjum á
markaðnum. Þótt okkur kynni að
finnast eitthvað að dreifingarkerf-
inu til dæmis, eða þá að eitthvað
sé á eftir tímanum, þá má augljóst
vera að við megum okkar lítils á
meðan Nýsjálendingar ekki knýja
fram breytingu.
— Eins og þú sjálfsagt veizt, þá
hafa heyrzt raddir um það hjá okk-
ur, að við ættum að selja okkar
ágæta dilkakjöt ( sérstökum neyt-
endapakkningum sem gæðavöru.
— Já þetta hefur heyrzt, en er
byggt á ókunnugleik. Það er auð-
vitað aðeins gott um það að segja
að vera vel á verði til að selja
afurðirnar á sem beztu verði og
Sambandið hefur raunar gert marg-
ar tilraunir til þess á undanförnum
árum og þeim er og verður haldið
áfram. En staðreyndin er sú, að
nálega allt dilkakjöt á brezka
markaðnum, er flutt inn ( heilum
skrokkum og dreift þannig til kjöt-
sala, „butchers", um allt land. Þeir
þýða síðan skrokkana og höggva
með kjötöxi og skera niður eftir
óskum húsmæðra. Heildsalar skera
kjöt niður á svipaðan hátt fyrir veit-
ingahús og stofnanir. Innpakkað,
fryst kjöt má heita óþekkt fyrir-
brigði og það er talið, að það
skipulag, sem nú ríkir f kjötsölu sé
svo fast gróið, að erfiðlega muni
Við gengum yfir á Smithfield
Market, sem raunar er rétt hjá City,
fjármálahverfinu. Á leiðinni spyr ég
Guðjón hve langt sé stðan fyrst
var farið að selja kjöt til Bretlands.
— Það munu vera yfir 40 ár
s(ðan íslenzkt lambakjöt var fyrst
flutt til Bretlands. Ekki hefur verið
um árleg'an útflutning að ræða síð-
an, fyrr en upp úr stríðinu og síð-
ari árin hefur magnið haldizt nokk-
uð stöðugt 80 — 120 þúsund skrokk-
ar. Sigursteinn Magnússon ræðis-
Framhald á bls. 31.
VIKAN 50. tbl. -Q