Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 19
R.M.C. Gloríag Plymoutrft Ford Bronco iri götur. Á vegum ér hann líka sagSur all- góður, þótt vitaskuld sé hann hærra gírað- ur en algengast er um fólksbíla. — Kæmi þessi bíll með vel heppnuðum fjögra gíra kassa, mætti segja mér, að hann yrði mörg- um lúxusbílunum skeinuhættur keppinautur í sölu. Vélin er sex strokka 105 ha. að sjálfsögðu framan í og vatnskæld. Gírkassinn er þriggja gíra og alsamhæfður, skifting á stýri, og drifskiftingin mjög einföld. Henni er stjórn- að með stöng upp úr miðju gólfi, þar sem gólfskifting er venjulega, og hægt er að velja um hátt fjórhjóladrif eða tvíhjóladrif á ferð án þess að kúpla. Um er að ræða hátt og lágt drif tvíhjóla eða fjórhjóla, eða fjögrahjóladrif lágt. Svo er að sjálfsögðu lás fáanlegur á framhjóladrifið og einnig er hægt að fá læst mismunadrif. Fjöðrun er gormar að framan og blaðfjaðrir að aftan, og gormarnir gera það að verkum, að beygjuradíus Bronkósins er minni en á nokkrum bíl hliðstæðum. Fljótt á litið virðist þetta efnilegur bíll í okkar landi. Umboðin eru tvö: Kr. Kristjánsson og Sveinn Egilsson, svo jafnvel er valfrelsi um hvar maður kaupir hann. Verðið er frá kr. 171.000,—- — ódýrasta útgáfa. Jalta. Þá eru Rússamir komnir með smábíl með rassmótor, sem fljótt á litið virðist eiga að geta staðið sig vel móti hliðstæðum vestan tjalds bílum. Ég hef ekki séð þennan bíl, en í bæklingi frá umboðinu segir, að JALTA hafi aksturseiginleika, sem séu fyllilega sam- bærilegir við stærri bifreiðar. Allur virðist bíllinn smár, en tekur fjóra í sæti. Vélin er fjögra strokka, loftkæld en gefur aðeins 27 hestöfl við 4000 snúninga. Gírskifting er í gólfi, 4 gírar áfram, en fyrsti gírinn ekki samæfður. Umboðið er Bifreiðar og landbún- aðarvélar og gripurinn á að kosta 100 þúsund. OPEL. Af Opelbílum er mest breyting á Kadett. Hann er allur stærri, viðameiri og rúmbetri, eins og spáð var fyrir honum, þegar hann kom fyrst á markaðinn, því það hefur sýnt sig, að flestir þeirra bíla, sem byrja „litlir“, það er í smábílaklassanum, og eiga að keppa við þá gömlu vinsælu, sem þar hafa bitið sig fasta, stækka áður en langt um líður og fara nær klassanum fyrir ofan. En hvað um það, Kadett hefur náð tölu- verðum vinsældum sem lítill bíll og vafalaust heldur hann áfram að vera vinsæll, þótt hon- um vaxi fiskur um hrygg. Að útliti til minnir hann þó töluvert á gamla Kadettinn, utan hann hefur aftan til við miðju fengið aðkenn- ingu að bjúgnum, sem frændur hans amerísk- ir hafa nú gengið með í meira en ár og smit- að fleiri af. Af myndum að sjá er þetta lag- legasti bíll. Hann hefur lengst um 19 cm, breikkað um 10 cm og lækkað um 1 cm. Þar að auki hefur ann þyngzt um 60 kg. Enda er hann nú tal- inn vel rúmur 5 manna bíll. Vélin hefur ver- ið stækkuð um nær 100 ccm, og hestaorku- tala fjögrastrokka vélarinnar aukin um 8 upp í 56. Þar að auki er hann fáanlegur gegn aukagjaldi með 59 ha vél. Hann á að eyða um 7 1 á hundraðið. Og enn eina nýjung er vert að minnast á: Hann hækkar töluvert frá vegi, en það var öllu til skila haldið með þann gamla, að hann væri ekki of lágur. Sjö gerðir eru til af Kadett; tveggja dyra Framhald á bls. 40. VXKAN 50. tbl. jg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.