Vikan

Útgáva

Vikan - 16.12.1965, Síða 25

Vikan - 16.12.1965, Síða 25
I I Þetta cr fljótleg jólagjöf, cf þið fáið perlurnar. Efni: Þrjár perlustærðir í tveimur litum ásamt 2 stórum endaperlum. Lengd beltisins um 1,40 m. Sterkur nælonþráður til þess að þræða perl- urnar á og er hæfil. að 1 m. af þræði myndi 10 sm. af beltinu. Vegna lengd- ar beltisins verður að skipta þræðin- um og ganga frá endum þegar með þarf. Mynd 1. Dragið á miðjan þráðinn 2 stórar perlur, sína með hvorum lit og 2 jaðarperlur. Hafið hæfilega gróf- ar nálar á báðum endum þráðsins. Mynd 2. Þræðið nú 1 stóra perlu á neðri hluta þráðsins (raðið litum stóru perlanna til skiptis) og dragið hann siðan í gegn um efri perluna sem var á þræðinum og jaðarperluna og herð- ið. Mynd 3. Þræðið nú á annan enda Framhald á bls. 41. J)erlubelii Bréfi svarað Svar við bréfi, undirritað „Karó- lina“, á erindi til margra um jól- in. Hún segir m.a. “ .. . en vanda- mál mitt er hvernig ég á að losna við vax úr útsaumuðum dúk sem ég á og er úr fremur viðkvæmu efni og þolir þvi ekki mjög sterka sápu eins og t.d. grænsápu, og heilræðið með því að strauja blett- inn og hafa dagblað á milli vita allir að er aðeins til að stækka hann og dreifa honum út um allt“. Þarna gætir nokkurs misskilnings, því að ekki á að reyna að strauja vaxbletti úr efnum með dagblöð á milli. Efnið er lagt á strauborðið og þerripappír settur undir bolt- ann og pappírinn látinn draga í sig vaxið. Það þarf að skipta um stað á þerriblaðinu mjög ört, eða um leið og myndast hefur á hann vaxblettur, og sé bletturinn stór, getur þurft fleiri arkir af þerri- pappír, því að aðferðin byggist á því, að vaxið sogist upp í pappír- inn, en sé blettur í honum, sem þegar er orðinn vaxborinn, sýgur hann auðvitað ekki meira í sig, og sé straujað yfir vaxblett á papp- írnum verður það frekar til að breiða blettinn út, eins og reynsla Karólínu af dagblöðunum styður. Hvort sem þessi aðferð er notuð eða önnur, verður auðvitað að skafa eða mylja það mesta af vax- inu burt áður. Þau efni, sem not- Framhald á bls. 41. Kortahengi í það fer: 1 herðatré, 3 m. mjótt silkiband, 3 m. breitt silkiband, grenigreinar, litlar jólatréskúlur, 9 litlar bjöllur, klemmur, glært límband. 1. Vefjið herðatréð með mjóu, rauðu silkibandi eða lituðu límbandi — einnig má mála það. 2. Klippið 3 ræmur af breiða bandinu, 1 m. hver, og brjótið neðri hornin 1 þríhyrning. 3. Saumið bjöllurnar á endana, eða aðrar kúlur til að endarnir hangi beinir. 4. Saumið endana á þverslána á herðatrénu með jöfnu millibili (1 í miðju og 2 til enda). 5. Skreytið herðatréð með greni og kúlum og festið með litlum slaufum. 6. Hengið á vegg og festið kortin með klemmum. ^óladúkur Þetta er fljótgerður jóladúkur. Efnið er rautt og kögrið má kaupa tilbúið, en þannig kögur fást oft. Það er haft hvítt og má auðvitað líka búa það til úr hvítu garni, úr nælon eða bómull.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.