Vikan - 16.12.1965, Síða 33
credit", sem raunverulega þýðir að
við fáum peningana um það leyti
sem skipið kemur til hafnar í Frakk-
landi. Hérna f Bretlandi er einung-
is staðgreiðsla á öllum svona hlut-
um og fer hún fram þannig að
kaupandi sendir ávísun í pósti eða
greiðir í gegn um banka, við mót-
töku pappíra. Hér þekkist það ekki
að greiða með víxlum eins og nú
tíðkast mjög í viðskiptum á íslandi.
Og það er aðdáunarvert, hversu
orðheldnir menn eru í viðskiptum;
munnlegir samningar standa alltaf
eins og stafur á bók.
— Og þið seljið fiskinn einhvers-
konar heildsölum?
— Við seljum hann innflutnings-
og dreifingarfyrirtækjum, sem síðan
selja fisksölum og steikurum, því
alþekkta fyrirbrigði, sem er víst ein-
stakt fyrir Bretland. Það má segja
að allt að 30 aðilar kaupi af okkur
fiskinn, aðallega í 7 eða 14 punda
blokkum og meðal þeirra og ekki
síður meðal steikaranna, sem eru
afar vandlátir kaupendur, hefur
tekizt að koma því orði á að „Sam-
band" sé gott merki.
— En mér hefur skilizt, að smá-
ar neytendapakkn-ingar séu von-
laust mál.
— í fisksölunni eru tveir mögu-
leikar; það sem ég hef nefnt áður:
til fisksala eða steikara þeirra sem
búa til „fish and chips" og svo í
neytendapakkningum beint í búðir
og súpermarkaði. En ástæðan fyrir
því að það er ekki hægt, er sú,
að framleiðslugeta er ekki fyrir
hendi í frystihúsunum á íslandi og
ekki síður hitt, að mikill vandi
mundi mæta okkur í þvf að selja
og dreifa fiski í þesskonar pakkn-
ingum í Bretlandi. Á síðustu árum
hefur sala og dreifing á fiski og
frystum neytendavörum færst á æ
færri hendur, svo að þar eru fá
merki alls ráðandi. Fyrirtæki, sem
voru fyrir nokkrum árum að dreifa
fiski í neytendapakkningum, réðu
ekki við það vegna kostnaðar og
sáu, að þau urðu að spjara sig með
því að hafa fleiri tegundir með
höndum, grænmeti og kjúklinga svo
eitthvað sé nefnt. Ef við ætluðum
að fara að banka uppá hjá ein-
hverjum smásala og segja honum,
að fiskurinn frá íslandi sé afskap-
lega góður, — og kannske mundi
hann kaupa af okkur, — en þá
kæmu stóru dreifingarfyrirtækin með
þumalskrúfuna á smásalann og
spyrðu hann, hversvegna hann
keypti þá ekki grænmeti og kjúkl-
inga frá íslandi Ifka.
— Hvað gera þeir við fiskimjöl-
ið, sem þið seljið?
— Það fer til skepnufóðurs, í
svín og kjúklinga.
— Og hrognin?
— Kaupendur að þorskhrognum
í Bretlandi og Frakklandi, reykja
þau yfirleitt en markaðurinn hefur
af ýmsum ástæðum verið erfiður
að undanförnu. Hluti af hrogna-
framleiðslunni — þau hrogn sem
ekki eru nægilega heil — hafa ver-
ið seld sem iðnaðarhrogn til Nor-
egs og Danmerkur. Þar eru þau
knúsuð og sett í dósir og seld síð-
an aftur til Bretlands. Aukið fram-
boð á dósahrognum hefur síðan
með öðru átt þátt í að minnka
eftirspurn eftir frystu hrógnunum.
Grásleppukavíarinn er mest seldur
til Frakklands,- Fransmenn eru mik-
ið fyrir kavíar. í ár verða líklega
seld um 100 tonn af humri til Bret-
lands og nokkuð til Italíu. Hann
er fluttur út frosinn í pappaöskjum
og kaupendur hér í Bretlandi taka
hann úr skelinni með þrýstilofti.
Þeir sérfrysta síðan humarinn og
setja hann í áprentaða plastpoka,
sem síðan eru seldir til verzlana,
veitingahúsa og stofnana. Bretar
djúpsteikja humarinn líkt og fs-
lenzkar húsmæður kleinur.
Svo má ekki gleyma flatfiskin-
um, sem er þýðingarmikill hluti af
framleiðslu Sambands-frystihús-
anna; fiskur eins og skarkoli,
þykkvalúra, langlúra og stórkjafta.
Megnið af þessum fiski kemur heil-
fryst til Bretlands, þ.e. hann er
slægður og sfðan frystur heill með
haus og hala. Bretar þýða megnið
af flatfiskinum upp og flaka hann
og selja mikið veitingahúsum og
stofnunum og einnig fisksölum um
land allt. Á íslandi skortir vinnu-
afl til að flaka kolann og flokka
flökin eftir únzum, en það er gert
í vélum í Bretlandi.
— Þarftu oft að ferðast til að
tala við fiskkaupendur?
— Ég fer um það bil einu sinni
í mánuði til Grimsby eða Hull og
stundum yfir til Frakklands. Einnig
eru kaupendur í London, sem ýmist
koma á skrifstofuna til okkar, eða
ég heimsæki þá, en það er nauð-
synlegt að hitta þessa menn oft og
halda við þá góðu sambandi.
— Eru samningar gerðir bréflega
eða með þvf að hittast?
— Yfirleitt eru meiriháttar samn-
ingar gerðist augliti til auglitis, með
persónulegu sambandi. Einnig er
síminn notaður mikið en mér finnst
erfitt að þurfa að selja manni f
gegn um síma, ef ég hef ekki áður
haft tækifæri til að kynnast hon-
um.
— Er föst venja að borða lunch
saman, þegar menn ræða samn-
inga?
— Kannski ekki föst venja, en
því er ekki að neita, að Ðretar
gera afar mikið af því að fara út
f mat í sambandi við samninga og
ég hef að sjálfsögðu orðið að gera
það Ifka. Mér þykir slæmt, hvað
fer stundum mikill tími í þesskonar
borðhald, þvf að verkefnin safnast
fyrir á skrifborðinu hjá manni á
meðan. En allt viðskiptasiðferði eða
bísnismórall er framúrskarandi eft-
ir því sem ég hef kynnzt því og
margt í sambandi við viðskipti er
„gentlemans agreement" og orsak-
ar yfirleitt hvorki árekstra né vand-
ræði. Að vera stundvfs, orðheldinn
og ábyggilegur yfirleitt er hátt
skrifað hér í landi. Ef einhver verð-
ur uppvís að því f viðskiptalífinu,
að það sé ekkert að marka hvað
hann segir, þá er hann þar með
útilokaður og vonlaus.
Kostar
aöeins
kr. 12.350,-
Gerið samanburð á verði
og gæðum:
COMPACT
FALLEG
NETT
FULLKOMIN
ÞVOTTAVÉL
S HI-ZONE þvotta-aðferðin tryggir full-
kominn þvott, því hver vatnsdropi, efst
jafnt sem neðst í vélinni, verður virkur
við þvottinn.
C
2,5 KW suðuelement, sem hægt er að
“ hafa í sambandi jafnvel meðan
á þvotti stendur.
^ Stillanleg vinda svo hægt sé að nota
niðurfallsmöguleika, sem eru fyrir
hendi.
Vindukefli, sem snúast áfram eða
afturábak.
Fyrirferðalítil tekur aðeins 51,4x48,9
cm. gólfpláss.
Innbyggt geymslupláss fyrir vindu.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Sl'TtÍ
21240
Jfekla
Laugavcgi
170-172
VIKAN 50. tbl. 23