Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 4

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 4
Brúðhjónin í fullum skrúða. Aðeins nokkur skref frá tyrk- nesku bösurunum í Skoplje, höf- uðborg Makedóníu (júgóslav- neska hlutanum), er borgarhluti Sígaunanna. Þar hafa þeir sitt eigið samfélag, sem fáir gefa gaum, jafnvel ekki túristarnir. Þessi litla borg í borginni er samt sem áður mjög merkileg, því Sígaunarnir hafa sína eigin menningu og eigin siði og hætti. Þessi sérkennilegi þjóðstofn, um hvers uppruna lærdómsmenn eru enn ósammála, á sér engar bókmenntir og hefur því ekki í rituðu máli getað mótmælt þeim lýsingum á sér, sem algengast er að heyra. í þeim er Sígaun- um lýst sem tóngefnum trúðum, þjófum og ræningjum, sem hika jafnvel ekki við að stela börn- um, og konur þeirra kváðu vinna fyrri sér með því að dansa og spá í lófa fyrir hjátrúarfullt fólk. í borgarhluta Sígaunanna, þar sem úir og grúir af börnum, og þrengslin eru óvenju mikil sök- um þess að brúðkaup stendur fyrir dyrum, verður maimi fljótt fyrir að vísa þessum skoð- unum á bug. Komumönnum er þarna tekið af framúrskarandi alúð og gestrisni. Unga fólkið sýnir því eldra virðingu, og þrátt fyrir þrengslin er peningaveskið jafn öruggt í jakkavasanum og í sænskum smábæ. Jafnvel betl- arar sjást ekki, en dyr allra hinna smáu húsa opnast fyrir okkur, og allt er eins hreint og fágað og hægt er að ætlast til í hverfi, þar sem sorprennan er í miðri götu, og gatan úr harðtroðnum leir. Okkur er boðið inn á heimili brúðarinnar, þótt það sé gagn- stætt öllum siðareglum. Það er nefnilega talið óviðeigandi að hafa brúðina til sýnis. Sígaun- arnir, sem hvorki hafa presta eða hringjara og játa engin á- kveðin trúarbrögð, heldur hafa vinsað það bezta úr þeim öll- um — það segja þeir að minnsta kosti sjálfir — hafa tekið það upp úr íslam, að brúð- iu-in eigi að vera hulin slæðu og að aðeins konur megi um- gangast hana á brúðkaupsdag- inn. En það er strax gerð undan- tekning á þessari reglu okkar vegna, og við stígum inn í brúð- arherbergið, þar sem ekkert hús- gagn er. Motta þekur gólfið, og í einu horninu stendur Jasa Latíf, ein hin fegursta brúður, sem hægt er að hugsa sér, stolt og grönn og beinvaxin, klædd fallegum, hvítum brúðarkjól og með gagnsæja slæðu íyrir and- litinu. Á enni hennar og kinnar hefur verið klínt nokkrum glitr- andi dýramyndum, og bendir það til að Sígaunar hafi ein- hverntíma iðkað húðflúr. Frá hárinu og niður kjólinn liggja tvö glitrandi bönd úr sama efni og við notum til að skreyta meS jólatré. Utan yfir hvítum hanzka ber hún stóran, skrautlegan hring. Allt þetta glingur ber brúðurin án þess að virðast hið minnsta spaugileg, heldur hefur hún yfir sér reisn höfðingskonu og stelur alveg senunni af brúð- gumanum, sem er í bláum jakka- fötum og hrágúmmískóm. Hon- um virðist leiðast og hann hverf- ur á brott við fyrsta tækifæri til að taka þátt í langdansinum, sem stiginn er á götunni fyrir utan. Brúðurin verður hinsvegar að vera um kyrrt inni á mottunni og lofa kvenfólkinu að horfa á sig. Það er leiðinlegt fyrir hana, því úti er líf og fjör. Þetta verð- ur svakaball, og stórir og smáir, ^ VIKAN 18. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.