Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 44
^A\<£ASTER RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi áburður bætir húðina starx eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúSin, Mirra, Orion, Skemmuglugginn, Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan. Útsölustaðir úti á landi: Drífa, Akureyri. Verzlunin Ása, Keflavík. Verzl. Ó. Jóhannsson, Patreksfirði. Skúlagötu 26, Reykjavík. Sími 2167*. - Halló? — Það er ég, Willie. Ertu í auka- símanum? — Halló Prinsessa. Rödd hans var hlý og glaðleg. — Nei ég er í aðal- símanum, í rúminu. Aukasímarnir eru allir lokaðir. — Nokkur hjó þér? — Jó. Þó enginn sem máli skipt- ir. Aðeins dægradvöl. — Ég er viss, um að hún verð- ur hrifin af þessu! Hann heyrði hláturinn í rödd hennar. — Allt í lagi. Ég skal tala og þú segir til. Samþykkt? — Auðvitað Prinsessa, byrjaðu bara. Hún talaði hratt í nokkrar mfn- útur, og hann hlustaði með öllum líkamanum. Hver sá, sem hefði heyrt til þeirra, hefði haldið, að hún væri að tala dulmál, en í eyr- um Willie Garvins var þýðing hverr- ar setningar Ijós og glögg. Einu sinni blístraði hann lágt og brosti við, án þess að það væri nokkur kátína í brosinu. — Vona, að þú hafir rétt fyrir þér, Prinsessa. Ég hefði ekkert á móti því, að hitta þann fugl í fjöru. Ég hef aldrei getað kingt því, hvernig við urðum að lúffa fyrir honum hérna í eina tið. Og síðar sagði hann: — Auðvitað. Komdu með hann um áttaleytið. Hvernig á ég að leika það? Hann hlustaði aftur og hló svo góðlátlega. — Allt í lagi, Prinsessa. Nei, þú truflaðir mig ekkert. Bless, þá. Hann lagði tólið á og lagðist á bakið með hendurnar undir hnakk- anum og brosti upp í loftið í sælli ánægju. Það var þegar hann seild- ist eftir sígarettunum á náttborð- inu, að hann fann að eitthvað var horfið. Hugur hans flaug til baka yfir þessar síðustu mínútur og skynjaði hljóð og hreyfingar, sem varla höfðu komizt inn í meðvitund hans — hreyfingar í rúminu fyrir aftan hann, skrjáf í sokkum og undirföt- um,- þyt og muldur, skell í tösku- læsingu og síðan hurðarskell og loks fótatak, sem fjarlægðist eftir ganginum. Willie Garvin settist snöggt upp í rúminu og litaðist um í auðu her- berginu í sárri undrun. — Carol, sagði hann hneykslað- ur. — Carrol! 6. Leigubíll Tarrants renndi upp að blokkinni, þar sem Modesty Blaise átti heima, en nam staðar fyrir aftan opinn Rolls Royce, bláan, tvf- litan, Mulliner-Park Ward. Einkenn- isklæddur ökumaður sat vlð stýr- ið. — Láttu mælinn ganga, sagði Tarrant við leigubflstjórann. — Ég efast um, að við þurfum að bfða meira en mínútu eða svo. Um leið og hann steig út úr leigubílnum, kom Modesty Blaise niður þrepin frá dyrunum. Hún var í pilsi og blússu úr hreinu silki- jersey, stálbláu á litinn, pilsið þröngt en blússan víð og pokaði f hálsinn, með hettulaga hálsmáli. Hanzkarnir hennar voru úr hvftu geitarskinni, sömuleiðis veskið, og hún hafði engan hatt. Tarrant, sem hafði vit á skart- gripum, verðlagði einföldu perlu- festina um háls hennar á sjö þús- und pund. Hún var mjög fögur, og hann fann til innilegs dapur- leika í sambandi við þá vitund, að hann var að tefla henni í voða. Hún heilsaði honum brosar.di og sagði: — Við þurfum ekki leigubfl. Weng mun aka okkur. Tarrant leit á Rolsinn. Nú sá hann að bílstjórinn var ungur Asíu- maður, um bað bil nftján ára að aldri; hann sat við stýrið með kross- lagðar hendur og endurspeglaði þóttalega sjálfsvitund. — Hafðu engar áhyggjur, sagði Modesty. — Weng hefur tekið meira- próf og er mjög fær. — Ég er fullur trúnaðartrausts. Tarrant borgaði leigubílinn. — En ég er ekki vanur svona höfðingleg- um farartækjum. — Ég keypti hann að vísu f brjál- æðiskasti, játaði hún, meðan Tarr- ant opnaði fyrir henni dyrnar og hjálpaði henni að stíga inn, — en Weng er ástfanginn af honum og hann hentar vel við þetta tækifæri. Þegar maður fer til fundar við sjeik, verður maður að gera það • samræmi við heiður hans. Tarrant 'eit snöggt á hana um leið og hann settist, og sá, að hún var fullkomiega alvarleg. — Ég er þér þakklátur fyrir að benda mér á þetta, sagði hann. — Mér hafði ekki flogið það f hug. Rolsinn rann hljóðlega inn f um- ferðarstrauminn, í áttina til Park Lane. — Hefurðu frétt nokkuð af Gabrí- el? spurði Modesty. — Lftið, en við eigum von á fleiri skýrslum í kvöld. Ég skal fara yfir það með þér heima hjá Willie Gar- vin. Tarrant litaðist um og lyfti augabrúnunum. — Ratar hinn færi bílstjóri okkar til Ritz? — Já. En ég þarf aðeins að koma við á einum stað fyrst. Það tekur okkur ekki meira en tv«r mfnútur. Weng vatt bílnum fimlega um öngstrætin norður af Oxfordstreet og nam staðar við stutta búðaröð. Modesty flýtti sér út og fór inn f eina búðina. Forhliðin var mjó og hrörleg. Yfir dyrunum greindi Tarr- ant aðeins orðið „Antique'' með fölnuðum stöfum. Weng sté út, stóð við bílinn og beið. innan tveggja mínútna var Mod- esty komin aftur. Weng opnaði fyr- ir henni dyrnar og fór sfðan aftur f sæti sitt. Svo sem hundrað metr- um lengra urðu þau að bíða vegna umferðarinnar. Tarrant kaus helzt að arka í gegnum lífið svo lítið bæri á, og fannst mjög óþægilegt að vita af augnaráðunum, sem bfll- inn dró að þeim, en þó var nokkuð stolt innan um óþægindin, yfir þvf að vera f félagsskap jafn fagurr- ar konu og raun bar vitni. Framhald í næsta blaði. ^ VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.