Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 14
ANDRÉS INDRIÐASON
Byrds. Hann söng áður mcð Chad Mitchell Trio.
Hinar sérkcnnilegu „Pickwick" augnbætur hans eru
orðnar nokkurs konar tákn fyrir hljómsvcitina.
Þetta eru Thc Byrds. Frá vinstri: Jim McGuinn, Mikc Clark, David
Crosby, Chriss Hilman og Gene Clark.
Bandarísku
goöin the Byrds
Þeir eru fimm saman og kalla sig The Byrds. Síðhærðir
náungar og mjög brezkir í útliti en samt sem áður banda-
rískir. Þeir vöktu fyrst á sér athygli með laginu „Mr.
Tambourine Man“, sem Bob Dylan hafði samið og raunar
sungið sjálfur inn á hljómplötu. Nú er hljómsveit þeirra
ein hin vinsælasta í Englandi og Bandaríkjunum.
Þeir eru fimm saman og leika á 13 hljóðfæri. Allir
geta þeir líka sungið. Áður en þeir stofnuðu hljómsveit
sína, höfðu þeir allir góða reynslu að baki.
Tökum sem dæmi fyrirliðann, Jim McGuinn — þennan
með frumlegu augnbæturnar, sem sitja eins og litlir
gluggar á nefbroddinum! Hann söng áður með hinu
heimsfræga Chad Mitchell þjóðlagatríói. Hann leikur á
12 strengja sólógítar með The Byrds. Ennfremur leikur
hann á banjó og syngur.
Gene Clark söng með þjóð-
lagasöngflokknum „The New
Christy Minstrels" um eins árs
skeið. Hann slær aðallega í tam-
borínu en leikur auk þess á gítar
og munnhörpu — og syngur auð-
vitað líka.
David Crosby var þjóðlaga-
söngvari, — hann leikur á
rhythmagítar, Chris Hilman,
bassaleikarinn, var fyrirliði
„blues“ hljómsveitar og tromm-
arinn, Mike Clarke, lék áður fyrr
rokk og roll.
Þegar lagið „Mr. Tambourine
Man“ komst í efsta sæti vin-
sældalistans í Englandi, var þeim
óðara boðið í hljómleikaferð
þangað. Þeir þáðu boðið og á 16
dögum komu þeir fram 32 sinn-
um. Ferðalag þeirra í Englandi
vakti nokkurt umtal. Þeir þóttu
nokkuð kærulausir og helzt til
óheflaðir í framkomu sinni við
blaðamenn. Það þótti tíðindum
sæta, ef hljómleikar þeirra hóf-
ust á réttum tíma. f nokkrum til-
vikum varð að aflýsa hljómleik-
um þeirra, sökum þess að þeir
mættu ekki. í eitt skipti, þegar
þeir komu einni og hálfri klukku-
stund of sei,nt, var afsökunin
þessi: „Jim McGuinn var að
snæða kvöldverð með Paul Mc-
Cartney“.
Meðan á Englandsdvöl þeirra
stóð, sendu þeir frá sér aðra
hljómplötu sína: All I really
want to do“. Þetta lag var eins og
Framhald á bls. 48.
Kvikmyndarinnar Hjálp, sem Tónabíó tekur til sýningar, hefur ver-
ið beðið með talsverðri eftirvæntingu. Þessi kvikmynd bítlanna er
að því leyti frábrugðin hinni fyrri, „Hard Day‘s Night“, að hún er í
litum og atburðarásin er hraðari. Sumir segja, að enginn þráður sé
í myndinni, en aðrir þykjast þó hafa komið auga á einhvern þráð.
Talsvert hefur verið rætt og ritað um þessa mynd, og eflaust vita
flestir, að hún gerist á Bahama-eyjum og í Austurríki. Myndataka
hefur heppnazt mjög vel að allra dómi, en Bítlarnir eru sannarlega
í essinu sínu eins og fyrri daginn, þótt brandararnir séu sumir dá-
lítið fjarstæðukenndir. Ringó er aðalhetjan í myndinni.
Ringó
Hjálp? Mér fannst ég þurfa á
hjálp að halda meðan á kvik-
myndatökunni stóð á Bahama-
eyjum. í einu atriðinu, þar sem
ég var á báti úti á sjó, varð ég
að stökkva fyrir borð, — og ég
var satt bezt að segja dálítið
skelkaður.
Ég hef ekkert á móti því að
svamla í sundlaug, — að synda
nokkra metra milli bakkanna, en
að stökkva í hafið.... það er
allt annar handleggur! Vel að
merkja — eitt sinn vann ég
fyrstu verðlaun fyrir þolsund;
það voru víst 25 jardar.
Fyrsta stökkið mistókst hjá
mér, svo að ég varð að endur-
taka þetta atriði. í rauninni var
ég steinhissa á hugrekki mínu.
Hvað um það, þarna voru um
15 náungar til þess að bjarga mér,
ef eitthvað færi úr skorðum.
Yfirleitt skemmtum við okkur
hið bezta, meðan myndatakan
stóð yfir — þótt stundum hafi
verið næstum óþolandi á Ba-
hama-eyjunum, þegar forvitnir
ferðamenn voru með nefið niðri í
hverjum koppi. Við fengum aldr-
ei frið fyrir þeim. í miðjum upp-
tökum komu þeir stundum storm-
andi til okkar til þess að biðja
um eiginhandaráritanir. Út af
þessu spannst allt þetta fjaðra-
fok í blöðunum, þar sem sagt var
að við værum ókurteisir og ó-
heflaðir. Þannig komust slúður-
sögurnar á kreik og fólk lét ljót
orð falla í okkar garð, eins og
til dæmis: „Þessir Bítlar eru
ekkert annað en rígmontin
merkikerti".
Ég gæti hugsað mér að gerast
kvikmyndal eikari, þótt ég hati
Framhald á bls. 48.
VIKAN 18. tbl.