Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 7
87/—, 139/75 og 124/— mörk. Ég fullyrði að sambærilegir kjóiar væru í það minnsta þrisvar sinnum dýrari hér heima, jafn- vel þótt keypt væri efni og lát- ið sauma þá hjá saumakonu, en það er stundum heldur ódýrara, og þar sem ég gaf samtals um 4 þúsund krónur fyrir þessa kjóla tel ég mig hafa hagnazt um 8 þúsund krónur á kaupunum, ég eyði aðeins % af mínum gjald- eyri í þessi kjólakaup en hagn- aðurinn gerir meira en að borga 16 daga ferðalag með Gullfossi til þriggja landa. Ég vil einnig taka það fram að fatnaður er dýrari í Þýzkalandi en í Skot- landi. Ég hef farið með Gull- fossi til Skotlands á þriðja far- rými og dvalið í Edinborg á með- an Gullfoss fer til Danmerkur, það er ótrúlega mikið sem hægt er að fá fyrir 100 £. Ég hef ferðazt um hálendi Skotlands í heilan dag og ferðin kostaði að- eins 1 £ og tvær góðar máltíðir sem við keyptum á hótelum þar sem bílarnir stönzuðu kostuðu báðar annað £ til. Ég er ekki í vafa um að ég hef haft mjög góðan hagnað af þess- um ferðum mínum, einnig hvíld- ina og skemmtunina við að ferð- ast, fyrir utan þá notakennd sem því fylgir að þurfa ekki að láta féfletta sig. Eftirleiðis býst ég við að þurfa að borga 90% toll af tæpum helming af þeim vörum, sem ég fæ fyrir minn gjaldeyri, en samt held ég því fram að það borgi sig að fara út til þess að kaupa fatn- að, ef maður notar ódýrari ferð- ir og sneiðir hjá dýrum hótelum. Ég hef borgað 21 shilling fyr- ir rúm og morgunmat, aðrar mál- tíðir hef ég keypt á matstofum stóru magasínanna, t.d. Wool- worth í Edinborg og Karstadt i Hamborg. Ef til vill getur það orðið til þess að innflytjendur athugi bet- ur innkaup og álagningu ef fólk heldur áfram að skreppa yfir pollinn og kaupa sína vöru þar, sem hagkvæmast er. Húsmóðir í Hafnarfirði. VILL EKKI GRÆNLAND. Háttvirti Póstur! Ég sá bréf í síðasta pósti frá manni sem vill að við reynum að fá yfirráð yfir Grænlandi. Ég vildi nú bara segja að þessi mað- ur vissi ekki hvað hann væri að biðja um. Ég held að hann ætti að kynna sér hvað Danir tapa á því að halda Grænlandi. Það eru margar milljónir (d.kr.), og ég held að viðættumfrekaraðstyðja lönd í að öðlast sjálfstæði en að reyna að ná yfirráðum yfir þeim. Eiríkur Græni. HLYNNTUR BJÓRNUM. f 13. tbl. Vikunnar sá ég í Póst- inum, hótun frá G.B. á þá heið- ursmenn er standa að bjórfrum- varpinu. f greininni segist G.B. ekki kjósa þá eða flokk þeirra við næstu kosningar. Ég er ansi viss um að það væri meiri hluti sem kysi þá ef þeir kæmu bjórn- um á og það mikill meirihluti. Svo talar G.B. um hina indælu íslenzku æsku sem myndi hætta við gosdrykkina og fara að drekka bjórinn, þvílíkt vantraust sem þessi G.B. sínir okkar indælu æsku, það er hrein skömm að þessu. Með þökk fyrir birtinguna. G.Ó. BLÖM VIKBNNAB BLÓM VIKUNNAR. Sumir segja að frystihúsaeig- endum í Vestmannaeyjum þyki vænna um aurana sína en öðrum mönnum. Að minnsta kosti þyk- ir þeim mjög vænt um þá. Einu sinni fór einn þeirra að klífa f jöll, sem er stórum áhættusamara en að reka frystihús. Enda varð manninum fótaskortur, hann fór á hausinn — ekki fjárhagslega, heldur steyptist hann fram af klettum og var nægilega lengi í hrapinu til þess að geta beðið bænirnar sínar á leiðinni. Hann gerðist meira að segja höfðing- legur og sagði: „Elsku guð, nú skal ég gefa þér allar eigur mín- ar ef ég slepp lifandi, frystihús- ið og allt heila klabbið". i sama bili hafnar hann í skriðu neðan við klettana, sumir segja á syllu, — og stóð upp ómeiddur. Þá varð forstjóranum að orði: „Hu — aldrei má maður segja neitt að gamni sínu“. Einn úr Eyjum, sem ekki vill láta nafns síns getið. BAHCO 'bankett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hressandil Það er gaman að matreiða { nýtizku cldhúsi, þar sem loftið cr hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og lircingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið þér raunverulcga loftræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlllega og hcilnæma endurnýjun andrúmsloftsins f eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna lieyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er scnnilega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á síum! Athugið sérstaklcga, að Bahco Bankett þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum. sem dofna mcð tímanum. Bahco Bank- ctt hcfur engar slíkar, cn heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fifusíur úr ryðfríu stóli! Balico Bankett hcfur hins vcgar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli. sem ekki cinungis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar cru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar. Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir cidavélina. Innbyggt ijós vcitir þægilega lýsingu og rofarnir fyrir ijós og viftu eru vel og fallcga staðsettir. Falleg, stilhrein og vönduð — fer alls staðar vel! Bahco Bankctt er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bcrnadotte, cins og mörg fallegustu hcimilistækin 1 dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu, rcyndustu og nýtfzkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRI. Það er einróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannarikjanna, að útblástursviftur cinar veiti raunverulega loftræstingu. Hagsýoir húsbyggjendur gera þvf ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfl. Þeir, sem endurnýja eldri cldhús, brjóta einfaldlega gat á útvegg cða ónotaðan reyliháf. 8Ú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðsfokkar. Við liöfum nú á boðstólum létta og sterka, hvlta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulcga loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðariaust. Veljið BAHCO BANKETT. • • Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og grefðbfuskilmála. SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVfK. ~ •- * .jm> s\ Sen'díð undirrít. Öahfeo Efeúfk'ettt myrtdalista m'eð ðllum uppfýslngufrt: Nbfn:.............................................................................. HéimifTsfáriö:...............r a. ........................................ Til Fönix s.f., p'ósthölf 1421, Rfeykfavík. V-16 1 VIKAN 18. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.