Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 17
— Og nú hafið Þér lagt Þetta allt undir riki skelfingarinnar. — Verið ekki svona tilfinninganæm. Þessir vanþróuðu Grikkir verða að Þjóna einhverjum tilgangi. — Er Það þessvegna, sem Þér slítið kornabörnin úr örmum mæðra sinna? — Þau myndu bara sálast úr hungri á þessari hrjóstrugu eyju. — Og hvað um vesalings gömlu mennina, sem voru svo veikburða, að þeir gátu varla klöngrazt um borð? — Það er annað með þá. Ég geri þeim greiða með því að taka þá til mín. — Auðvitað! sagði hún kaldhæðnislega. — Já, auðvitað. Þér vitið kannske ekki, að á Þeos er það venja, að þegar maður verður sextugur að aldri, eitra hinir íbúarnir fyrir hann eða reka hann í útlegð. Þeir vilja ekki gamalmenni á þessum slóðum. Hann virti hana fyrir sér og brosti lítilsháttar: — Þér eigið eftir að læra margt um Miðjarðarhafið, fagra dís. Þræll einn kom til hans með tyrkneska vatnspípu. Hann hallaði sér aftur á bak og tók að totta hana. — Sjáið hve himinninn er stjörnubjartur. 1 fyrramálið, I dögun, leggjf um við af stað til Kyouros, þar undir eikunum liggur guðinn Marz og sefur og hinir innfæddu hafa enn ekki mulið hann í kalk. 1 hvert skipti sem ég fer þangað, fer ég til fundar við hann. Eruð þér hrifin af myndastyttum? —- Já. 1 Versölum voru garðar konungsins fullir af þeim. Hofið gnæfði upp úr mistrinu, sem færði sig upp á eyjuna fyrir neðan það, og till að sjá var eins og það flyti á skýi. Angelique hvíslaði: — Guðirnir eru dauðir. — En ekki gyðjurnar. Markgreifinn starði á hana milli hálfluktra augna. —Þessi kjóil fer yður mjög vel, þegar allt er tekið með í reikninginn. Hann hylur nóg til að koma ímyndunaraflinu af stað. Angelique lét sem hún hefði ekki heyrt til hans. Hún tók að borða því hún gat ekki iengur varizt þeim kröfum, sem maginn gerði til hennar, og ilmur fæðunnar var lokkandi. — Erum við langt frá Krít? spurði hún. — Ekki mjög. Við værum komin þangað núna, ef þessi andskotans apótekari hefði ekki lokkað mig til að eyða tímanum í að skjökta milli þessara eyja. En hverju skiptir það? Ein er sú gleði austursins, að sóa timanum án þess að vita af því. Hann blés út úr sér langri reykjar- súlu. — Liggur yður mjög á að komast til Krítar? — Mér liggur mjög á því að komast að því, hvaða örlög bíða mín. Ætlið þér raunverulega að selja mig sem ambátt? — Hversvegna haldið þér, að ég hafi yður hér? — Heyrið, sagði hún með skyndilegum vonarneista, — ef það eru peningar, sem þér viljið þá get ég borgað lausnargjald. Ég er mjög auðug í Frakklandi. Hann hristi höfuðið — Nei, ég vil ekki eiga nein viðskipti við Frakka. Þeir eru of svikulir. Til þess að nálgast peningana yrði ég að koma til Marseilles. Það væri hættulegt — og það myndi taka langan tíma. Ég get ekki beðið svo lengi. Ég þarf að kaupa nýtt skip. Hafið þér næga peninga til þess? — Ef til vill. Svo minntist hún þess hve aumlega málum hennar var komið þegar hún lagði af stað. Hún hafði orðið að veðsetja skipið sitt og hinn væntanlega farm þess, til að standa straum af þeim skuldum, sem hún hafði hleypt sér í við hirðina. Þar að auki var staða hennar í Frakklandi, nú þegar konungurinn var henni reiður, mjög vafasöm. Hún beit örvæntingarfull á vörina. — Þarna sjáið þér, sagði hann. — Þér eruð að fullu og öllu á mínu valdi. Ég er húsbóndi yðar og get gert við yður hvað sem mér sýnist. Á hverju kvöldi eftir þetta bauð d’Escrainville markgreifi henni að borða með sér. Hann var eins kurteis og hann gat, og það var vafa- laust Coriano, sem hafði haldið yfir honum fyrirlestra, en stundum náði eðli hans yfirhöndinni og hann gætti ekki tungu sinnar í návist hennar. I önnur skipti mundi hann eftir sinni fyrri samkvæmisþjálfun og skemmti henni með samræðulist. Hún uppgötvaði, að hann var mjög vel lesinn, að hann kunni fjöldan allan af tungumálum og gat lesið klassiska grisku. Þegar allt var saman talið, var hann mjög ein- kennilega samansettur. Hann leyfði henni að fara i land i eyjunni, þar sem Savary var að safna saman kvoðu og seyði, sem hann sór og sárt við lagði, að væri gífurlegt verðmæti. Jörðin var þakin af sætum ilmjurtum, og þungur þefurinn af þeim steig henni til höfuðs og sólin yljaði henni, og að lok- um fann hún hversu gott það var að vera á lífi. Einu sinni fann hún ekki betur, en að einhver starði á hana, og leit upp. Þá sá hún, hvar d’Escrainville stóð og virti hana fyrir sér, þar sem hún hallaði sér upp að hvitri súlu og þrýsti vörum sínum að ang- andi blómi. Af augnaráði hans fannst henni hún mega ráða, að hann myndi enda með þvi að drepa hana; hún var of kvenleg fyrir hann, of lokkandi. Honum var ljóst, að hann myndi aldrei geta átt hana. Ef til vill var það þessvegna, sem hann reykti ópíumið sitt. Aðeins I draumunum, sem það færði honum, gat hann notið hennar til fulls. Hún hörfaði skelfd. — Komið, sagði hann með valdsmanslegri hreyfingu. Hún gekk í áttina til hans, án þess að hafa augun af ósléttum slóð- anum, sem meiddu fætur hennar í gegnum þunna ilskóna. Hún sá út- undan sér, hve fallega lagaðir og sólbrúnir kálfar hans voru undir silfursylgjunum, sem héldu buxum hans saman fyrir neðan hnén. D’Escrainville tók í handlegg hennar. — Horfið ekki á mig, eins og ég ætli að fara að borða yður. Haldið þér, að ég sé ófreskja? — Nei, ég veit hvað þér eruð. — Og það er? — Skelfing Miðjarðarhafsins. Hann slakaði takið á handlegg hennar og virtist ánægður með svarið. Þau gengu áfram, þar til Þau komu upp á háeyjuna, og Hermes var aðeins eins og leikfangaskip á asúrbláum flóanum, langt fyrir neðan þau. — Lokið augunum, sagði d’Escrainville. Það fór hrollur um Angelique. Hvaða óþokkabragð ætlaði hann nú að leika? Hann hló þegar hann sá áhyggjusvipinn á andliti hennar. — Lokið augunum, þrákálfur. Þegar hann var alveg viss um, að hún sæi ekkert, lagði hann hönd- ina yfir augu hennar og leiddi hana áfram niður eftir stígnum og hélt henni fast að sér. Hann sleppti hendinni af mitti hennar, og hún fann hana gæla við kinn sér. — Sjáið! sagði hann. — Ó! Þau voru komin fram á einskonar pall, og uppi á honum risu hof- rústir. Blóm gægðust fram undan marmarahellunum, og staðurinn var umkringdur villtum jarðarberjum og gulum og bleikum lárviði. Tvær langar raðir af óskemmdum styttum, stóðu í steingerðum dansi, glamp- andi hvítar móti skærum bláma himinsins. — Gyðjurnar. Hann leiddi hana niður ganginn milli styttanna, sem brostu sinni þöglu gleði og teygðu þokkafulla arma sína til himins, með dapur- leik gleymdra guða, sem enginn tignar lengur, nema ilmþrungnar jurt- ir, og enginn syngur sálma nema særinn í fjarska. Hún var svo himinfallin, að hún tók ekki eftir því hvernig hand- leggur hans spenntist utan um hana. Við enda miðskipsins stóð altari, og á því nakið barn — sigri hrós- andi smáguð — með spenntan boga. — Eros! — Ó, hvað hann er fallegur, andvarpaði Angelique. — Hann er guð ástarinnar, er ekki svo? — Hafið þér aldrei fundið örvar hans? Hún vildi ekki svara honum, en vék sér til hliðar til að virða fyrir sér lostafagra Afródítu, sem var ofurlítið til hliðar, og Þar sem skugga bar á. — Þér gætuð verið jafn fögur og hún, ef þér væruð aðeins ofur- lítið ástúðlegri, sagði hann við hana eftir langa þögn. Hún sá ekki í augu hans að þessu sinni, meðan hann leit á víxl á styttu gyðjunnar og hana, en hún fann, að honum leið illa. Hvað myndi hann nú gera? — Haldið þér að þér hafið haft áhrif á mig með hrokafullri fram- komu yðar og það sé þessvegna, sem ég meðhöndla yður ekki eins og þér verðskuldið á nóttinni? spurði hann. — Þér eruð nógu stór upp á yður til að halda það, það veit ég, en kastið ekki ryki í augu sjálfrar yðar, því sú er ekki ástæðan. Sá þræll er ekki til, sem I jafn ríkum mæli og þér getið haft áhrif á Skelfingu Miðjarðarhafsins. Þó hef ég fengið nóg af haturshrópum og hvassbrýndum klóm. Einu sinni er nóg; það kryddar ofurlítið ævintýrið, en þegar fram í sækir, verður það leiði- gjarnt. Gætuð þér ekki hugsað yður að vera svolítið viðmótsþýðari? Hún leit kuldalega á hann, en hann sá hana ekki, því hann var tek- inn að æða um, og járnaðir hælar hans skullu á marmarastéttinni, svo að hávaðinn yfirgnæfði tístið í engisprettunni. — Þér eruð svo fögur, þegar þér elskið, endurtók hann; — Þegar eins og gerðist eina nóttina, þér sneruð andlitinu móti mér og augu yðar voru lokuð, og milli húlfopinna vara önduðuð þér orðunum: ■— Ástin min; Svo sá hann undrunarsvipinn á andliti hennar, og hélt áfram: ■— Þér munið það ekki? Þér voruð veik, ef til vill með óráði, en ég mun aldrei gleyma því. Hversu hrifandi fögur mynduð þér ekki vera í örmum þess manns sem Þér elskið! Hann nam staðar og lyfti augum móti litla guðinum Eros, snjóhvit- um og gullnum: — Ég vildi vera sá maður, sagði hann ofsafenginn: — Ég vil að þér elskið mig.... Þetta var næstum bæn, en Angelique gat ekkl lofað honum að ljúka við hana: — Elska yður! hrópaði hún. — ySurf Henni fannst allt i einu, að allt væri svo fáránlegt, að hún gat ekki á sér setið að reka upp háan, gjallandi hlátur. Var honum ekki ljóst, hvílík andstyggðarskepna hann var í hennar augum? Hjartalaus, sálar- laus, pyndingameistari. Lét hann sér detta í hug, að hún myndi nokk- urntiman elska hann? Hlátur hennar rauf þögn þessa yfirgefna staðar og barst aftur eins og skerandi, ertnislegt bergmál, sem vindurinn margfaldaði og magnaði: — Elska yður? ySwrf D’Escrainville varð eins hvitur og marmarastytturnar umhverfis hann. Hann hljóp til Angelique og sló hana tvívegis með handarbakinu. Hún fann blóðbragð uppi í sér. Hann sló hana einu sinni enn og hún féll að fótum hans og blóðið vætlaði úr öðru munnviki hennar. —Þessi hlátur! öskraði hann. Hann opnaði munninn eins og að hann væri að reyna að ná andanum. — Hóra! Hverlg vogið Þér! Þér eruð verri en allar hinar! Ég skal selja yður! Ég skal selja yður brjáluðum pasja, basarkaupmanni, Mára eða hvaða rudda, sem vill taka að sér að eyðileggja yður! En þér skuluð aldrei geta sýnt öðrum ástarásjónu yðar. Ég banna það! Svona, burt með yður! Farið! Farið burt, áður en ég drep yður! Framhald á bls. 28. VIKAN 18. tbl. YJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.