Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 12
— En þú hjálpar Hal að búa til þáttinn, er það ekki? — Jú, eftir húsverkin fer ég að hjálpa Hal. T.d. gæti komið fyrir að ég færi að svara bréfum, því það berst fjöldi af bréfum úr öllum áttum. Og við reynum að svara þeim flestum. Þessi bréf eru oftast viðvíkjandi sjónvarpsþættinum, sum þeirra mjög hjart- næm og oft með einhverjum fyrirspurnum. — Og eru þið þá fram eftir degi við þessa iðju? — Nei, ekki sleitulaust. Eins og mjög tíðk- ast í Kaliforníu og margir hafa séð af mynd- um, þá eru sundlaugar heima við hús og við höfum eina slíka. Þessi sundlaug okkar er upphituð með jarðgasi og um 11 leytið fáum við okkur ævinlega sundsprett. Þá syndum við í hálftíma og það gerum við til þess að halda okkur í æfingu. Að því búnu fáum við okkur hádegismat en tökum „síestu“, það er við leggjum okkur eftir matinn í klukkutíma eða svo að suðrænum sið. Þegar við komum okkur á kreik að nýju, þá fer Hal að setja saman filmur eða sýsla eitthvað við vinnu sína. Ég fer hinsvegar að baka, hugsa um mat, eða vinna einhver önnur heimilisstörf. — Hvernig hagarðu innkaupum fyrir heimihð? — Innkaup eru aðallega gerð í stórri kjör- búð og einu sinni í viku eins og venja mun nú vera víðast hvar í Bandaríkjunum. — Farið þið þá bæði til að verzla? — Já, við eigum tvo bíla, station útgáfu af Falkon og fjögurra dyra Plymouth. Við förum á öðrum hvorum bílnum og þetta er miklu auðveldara en að standa í þessum daglegu innkaupum. — En Davíð kemur einn heim úr skól- anum? — Já, nema hvað ég verð að fara og ná í hann á strætisvagnastöðina. Þá kem ég kannske við í leiðinni hjá foreldrum mínum sem búa þarna skammt frá. ■O Halla og Davíð. Uppi í fjöllum í Póllandi hittu þau þennan vingjarnlega „björn". VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.