Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 10
í bók sem hún hefur skriíað um sjálfa
sig, kallar hún sig íslenzka œvintýrabrúður.
Þetta heiti sýnir vel hverjnm augum Halla
Linker lítur á feril sinn enda er ekki bein-
línis hægt að segja að lífshlaup hennar hafi
verið rétt eins og gengur og gerist. Þegar
ég hitti hana að máli, þá var það á hóteli
og Halla var að borða, á meðan hún beið
eftir manni sínum Hal Lánker sem var úti
1 einhverjum erindagjörðum. Myndirnar
sem hér fylgja með, ættu að sýna að Halla
er mjðg falleg kona, Ijóshærð, grönn og
lagleg en hinsvegar sýna þær það kannski
ekki, sem þó er staðrejmd, að Halla er ein-
staklega blátt áfram og ég hef sjaldan talað
við elskulegri manneskju. Allt sem hún
gerir og segir er framúrskarandi óþving-
að og frjálst, enda má segja að hún hafi
fengið þjálfun, meiri en í meðallagi, í þeirri
list að umgangast fólk. Með mannfræði og
ættfræðiáhuga fslendinga í huga, spurði ég
Höllu í fyrstu um ætt hennar og uppruna
og hún svaraði:
— Ég er fædd í Reykjavík, en ég var að-
eins sjö ára þegar ég fluttist til Hafnar-
fjarðar og þar átti ég heima allt fram til
þess tima að ég kynntist manninum mínum.
Þá var ég í Menntaskólanum hér í Reykja-
vík. Annars er ég ættuð bæði frá ísafirði
og úr Reykjavík.
— Ég hef heyrt því haldið fram Halla,
að þú sért víðförulust íslendinga um þessar
mundir. Hversu mörg lönd hefur þú gist
núna?
— Við hjónin höfum nú verið í samtals
112 löndum. Mér þykir ekki líklegt, að
nokkur fslendingur hafi fjrrr eða síðar ferð-
art um fleiri lönd. Það en nú orðið svo, að
það er miklu auðveldara að telja upp þau
lönd sem við eigum eftir að koma til.
— Viltu telja upp eitthvað af þeim löndum
sem þú átt eftir að gista?
— Það mundi vera Borneo, Síbería, Afgan-
istan, Albanía, Kína og fran.
— En hvað með öll þessi nýju Afríkuríki,
sem ég kann ekki einu sinni að nefna?
— Við höfum farið um langflest Afríku-
ríkjanna og einnig til Madagaskar. Sömu-
leiðis höfum við komið í öll Suður-Ameríku-
rfldn nema Equador og Paraguay.
— Og er það rétt að Davíð sonur ykkar
hafi alltaf verið með?
— Davíð er fæddur á fslandi og það er
rétt, að við höfum alltaf haft hann með.
Eins og þú kannske veizt, þá eru þessi
ferðalög farin til þess að afla efnis í sjón-
varpsþátt sem nefnist „Undur veraldar" og
við höfum haft með höndum í rúm átta ár.
í þennan þátt höfum við notað svo til ein-
göngu efni, sem við höfum náð í á ferða-
lögum okkar.
— Hversu langur er þessi þáttur?
— Hann er hálftíma að hverju sinni og
það er alveg ótrúlegt hvað hálftíma þáttur
getur gleypt mikið efni. Við sýnum heldur
ekki eitt einasta fet sem við höfum ekki
tekið sjálf.
— Er þessi þáttur einu sinni í viku eða
oftar?
— Já, það má segja að hann sé einu sinni
i viku, það er að segja nýr þáttur þrjátíu
og niu vikur á ári hverju, en þrettán vikur
eða fjórða part ársins eru endurteknir þætt-
ir. Það er að sumrinu.
— Og þá leggið þið land undir fót?
— Já, það eru þessar þrettán vikur ein-
ar, sem við höfum til að ferðast. Það er
bjargræðistlminn, heyannirnar, ef svo mætti
segja. Samkeppnin um sjónvarpsefnið er
geysilega hörð þarna fjn'ir vestan. Ef eitthvert
JQ VXKAN 18. tþl.
Myndln neðst á síðunni: Halla, Hal og Davíð ásamt
kvikmyndatökuvélinni og stórhrikalegum skúlptúr
austur í Cambodíu, sem heitir „Hin fjögur andlit
guðsins Siva“.
o Halla á heimiU sinu í Kaliforniu — þarna er
hún með safn austurlenzkra gripa.
monr i
Kaliforníu
Gísli Sigurðsson ræðir við
Höllu
Linker