Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 18
Þegar Lucy vaknaði um morguninn gat hún ekki með
nokkru móti munað hvort maðurinn sem lá við hlið hennar
var eiginmaður hennar eða hinn maðurinn. Hún lá graf-
kyrr, þorði ekki að hreyfa sig, jafnvel ekki þegar maðurinn
við hliðina á henni bylti sér og lagðist fast upp að henni.
— Ertu vakandi, ástin mín? sagði maðurinn.
Já, svaraði hún og þekkti strax svefndrukkna rödd manns-
ins síns. Henni létti svo mikið að hún fann til í maganum.
Til þess að segja eitthvað sagði hún. — Ég er bara að reyna
að komast yfir andstyggilega martröð.
— Viltu segja mér frá því? spurði han.
— Ég man það ekki lengur, laug hún og hjúfraði sig upp
að honum.
— Þú skelfur, sagði Hal. — Er eitthvað að?
— Ég opnaði gluggann of mikið, áður en við fórum að
sofa.
— Það er að kólna aftur. Veðrið er óstöðugt um þetta
leyti árs.
— Já, sagði hún og var glöð yfir því að geta talað um hvers-
dagslega hluti. Óstöðugt eða ekki, veðrið var alltaf þægi-
legt samtalsefni.
— Veiztu að dagurinn í gær var kaldasti 15. október, sem
skráður hefur verið?
— Er það? Hún lagði ekki beint eyrun að því sem hann
var að segja, en allt í einu fór hún að íhuga þetta og hún
spratt upp. Þetta skýrði auðvitað ekki allt, en hún hugsaði
með sér að þarna væri einhver skýring á því hversvegna
David Tilsey hafði gengið í gegnum drauma hennar þessar
dimmu stundir, eins og draugur gengi yfir gröf.
— Hvað er að, ástin mín?
— Ég mundi allt í einu, sagði hún og sagði auðvitað aðeins
hálfan sannleikann, — að dagurinn í gær var árdagur okkar
Þann dag fyrir fimm árum hittumst við í fyrsta sinn, í boð-
inu hjá Phyllis og Eddie.
— Ertu viss um að það hafi verið 15. október.
—Auðvitað er ég viss um það, alveg hárviss.
— Drottinn minn, þvílíkt minni! Hann var svo upp með sér
yfir því að hún skyldi muna daginn svona vel og brosti út
undir eyru, og það kom henni til að skammast sín fyrir það
að það var alls ekki hann sem hún var að hugsa um í sam-
bandi við þennan dag. Hún fann til sektar þegar hún fór
fram úr rúminu og lokaði glugganum, svo það yrði svolítið
farið að hlýna, þegar hann færi á fætur.
Hún fór í slopp, settist við spegilinn og burstaði hár sitt
í ákafa. Það er ekkert vit í þessu, hugsaði hún, að láta sér
detta í hug að hugsa um mann, sem hún hafði aldrei þekkt.
En eftir á að hyggja, hvað er draumur?
Hal lyfti sér upp á olnbogann og horfði á hana.
— Þegar maður hugsar um Phyllis og Eddie, þá verður
það töluverð breyting að vera án þeirra.
— Hvað áttu við? spurði hún.
— Eddie hefur verið fluttur. Stofnunin sendir hann á aðra
rannsóknastofu.
Lucy fann allt í einu til hræðslu. — Það er ómögulegt, ég
talaði við Phyllis í gær og hún minntist alls ekkert á að þau
færu til Birmingham....
— Hún vissi það ekki sjálf, fyrr en Eddie kom heim í gær-
kvöld. Hvernig vissir þú að þau eiga að fara til Birmingham.
— Varst þú ekki einmitt að segja að hann ætti að vinna
með dr. Miller í Birmingham?
— Ég minntist ekki einu sinni á hann. Sannleikurinn er sá
að ég vissi það ekki fyrr en í gær að það væri til einhver dr.
Miller, sem væri tengdur Tilsey stofnuninni.
Nú varð Lucy alvarlega hrædd, og þótt hún væri búin að
bursta hárið, hélt hún dauðahaldi um hárburstann, rétt eins
og að það væri hann sem héldi á henni, en ekki öfugt. — Þá
hlýt ég að hafa lesið um það í blöðunum. Hvernig ætti ég
annars að vita þetta?
— Það hlýtur að vera, sagði hann eftir stundarkorn. —
Þú gætir ekki vitað það öðruvísi.
Það hlaut að vera rétt, hún gat ekki vitað það öðruvísi.
En samt hafði hún vitað það. Hún hafði vitað nákvæmlega hve
kaldur dagurinn var, vitað um flutning Eddies og doktor
Miller. Og hún hafði vitað það fimm árum áðúr en það skeði.
Það var ekki fyrr en hún missti hárburstann niður á snyrti-
borðið að hún fann að hún var of máttlaus til að halda á
honum. En hvað var smárispa á snyrtiborðinu samanborið
við þetta gínandi gap í tímatalinu. Hún fann hræðsluskjálfta
fara um sig.
— Morgunverðurinn verður tilbúinn, þegar þú ert til, sagði
hún og var undrandi yfir því að rödd hennar hljómaði svo
hversdagslega. Hún sneri sér við í dyrunum og horfði um
stund á manninn sinn. — Ef ég hefði ekki farið í þétta boð,
þá hefði ég aldrei hitt þig.
— Hefirðu nokkurn tíma verið leið yfir því að hitta mig?
— Ekki einn einasta dag, sagði hún innilega. — Ekki einn
einasta klukkutíma.
— Þú hefur ekki dottið í lukkupottinn við að giftast mér,
vina mín. Það verður líklega svolítið meira basl, þegar barn-
ið kemur.
Lucy hristi höfuðið. — Ég er orðin svo kappsöm húsmóðir,
alveg eins og þú.
— Hve lengi hefi ég verið eins og dugleg húsmóðir?
— Það eru allir lífefnafræðingar, svaraði hún. — Það eru
afleiðingar uppeldisins og menntunar ykkar. Þið eruð þjálf-
aðir í því að skrapa saman alla afganga og reynið að gera
ykkur mat úr þeim. Var það ekki þannig sem penisillinið
fannst, í botninum á brauðformi?
Hann hló, mjög ánægður með konu sína. — Það er rétt.
— Þarna sérðu, sagði hún, stolt á svipinn. — Ég er líka
farin að tala eins og konu vísindamanns hæfir. Ég var fædd
til þessa starfs. Ef hún var ennþá hrædd, reyndi hún að minnsta
kosti að láta hann ekki verða varan við það.
En þegar hún var ein í eldhúsinu, fór hún aftur að skjálfa.
Hún neyddist til að hafa stjórn á höndum sínum meðan hún
lagði á borðið, mældi upp kaffið, braut eggin á pönnuna og
gerði þessi venjulegu morgunverk. Og meðan hún gerði þetta
reyndi hún að hafa upp fyrir sjálfri sér, aftur og aftur: Þetta
var bara vondur draumur í yfirfullri neðanjarðarlest á ofsa
lega heitum októberdegi. Svona atvik henda ekki hversdags-
legt fólk eins og mig.
Þegar morgunverðurinn var tilbúinn, hellti hún sjóðandi
heitu kaffi í bolla handa sjálfri sér, settist við borðið ag beið
eftir Hal. Hann gæti haft eitthvað svar við þessu. Hann hafði
yfirleitt alltaf svar á reiðum höndum. En hún gat ekki sagt
honum frá þessu. Það var ómögulegt að skýra svona hugar-
óra fyrir vísindamanni. Meira en það, það var eitthvað rugl-
ingslegt við þessa hugaróra, eitthvað sem gerði það að verk-
um að hún gat ekki talað um nafn mannsins sem var flækt-
ur í þetta með henni.
Það hafði verið andstyggilegt veður þennan októberdag,
þótt það væri hinum megin á hitamælinum. Það hafði
verið ótrúlega heitt og mollulegt. Þegar hún rifjaði þetta upp
nú fannst henni að það hefði verið líkast því að loftið hefði
dáið og dottið niður á göturnar í West End, og beðið þar
eftir miskunnsömum vindblæ, til að feykja sér burt til greftr-
unar. í neðanjarðarlestinni var óþolandi loftlaust. Lucy
minntist þess núna að hún hefði óskað að hún væri í leigu-
bíl, en hún hafði ekki ráð á því.
Pilsið hennar var krumpað og hún reyndi án árangurs að
slétta úr því. Hún myndi mæta í boðinu með úfið hár, sveitt
og með þvalar hendur og svo í þessum þunna, krumpaða kjól
sem hún hafði hrifsað í flýti út úx klæðaskápnum, þegar hit-
inn jókst. Einhverra hluta vegna hlakkaði hún til að sjá von-
brigðin á andliti Phyllis, þegar hún kynnti hana fyrir þessum
Hal og-hvað-hann-nú-hét í eftirnafn. Phyllis var búin að
bíta það í sig að koma henni og þessum Hal, vini Eddies,
Framhald á bls. 30.