Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 49
Vandíátir velja BMW 1800 ------------KLAPPARSTÍG 25-27 KRISTINN GUÐNASON HR S.12314 - 22675 J Hvað kvikmyndina sjálfa snertir, þá get ég kannski ljóstr- að upp leyndarmáli: Við höfum sérstakan gestaleikara í kvik- myndinni, sem leikur sundmann, sem syndir yfir Ermarsundið, en hann er alltaf að villast. Sá heit- ir Malcolm Evans og er annars bílstjóri hjá okkur og burðar- karl. Hann hefur óskaplega slæmt áttaskyn, fyrst skýtur hann upp kollinum á stöðuvatni í Austurríki, síðan kémur hann aftur í ljós á Bahama-eyjum! Það verður sannarlega gaman að fylgjast með Malcolm — ef hann þá kemst nokkru sinni aft- ur til Englands. Ég veit satt að segja ekki, hvernig leikur okkar tekur sig út — ég held, að okkur hafi ekki farið fram sem leikurum, en ég get frætt ykkur á því, að lit- kvikmyndatakan er stórkóstleg. Nú erum við allir farnir að hlakka til að leika í þriðju kvik- myndinni okkar, sem verður tek- in upp á árinu 1966 — sennilega á Spáni. A grænni grein Framhald af bls. 15. Brussell“, segir hann, „en þá var bílgarmurinn alveg að þrotum kominn. Það sem eftir var af hveitibrauðsdögunum bjuggum við í fangelsi! Við höfðum ekki efni á að vera annars staðar". í dag búa Chris og Roswitha ásamt þremur sonum þeirra — Christian, Kurt og Paul (sem auðvitað er skírður eftir Paul McCartney) í litlu húsi í Malden, Surrey. „Nú hefur mér gengið allt í haginn“, segir Chris. „Ég hef fengið eina milljón í höfundar- laun fyrir „Long Live Love“ og tvær milljónir fyrir „Yesterdey Man“. Ég hef einsett mér að fara sparlega með peningana, og ég freistast ekki til að sóa þeim. Ég hef séð of marga glata pen- ingum sínum of fljótt." Þetta segir Chris Andrews, sem sannarlega man tímana tvenna. Nú er hann á grænni grein í lífinu — og hefur þó áreiðanlega ekki sagt sitt síðasta orð. Stiklað á steinum Framhald af bls. 21. hrærist utan við þeirra eigin sér- svið; geta naumast um annað talað ( einkaviðræðum eða samkvæmum og vafalaust snúast draumar þeirra um fagið á næturþeli. Fagidtótism- inn er þó víða kominn í alvarlegra horf en á íslandi; við erum lík- lega vanþróuð þjóð [ þeim sök- um eins og svo mörgum öðrum og bara að það haldist. Er ekki ill- skárra, að til séu samræðuhæfir einstaklingar, sem vita eitthvað undan og ofan af því sem um er að vera í þjóðfélaginu, þó „fram- leiðni" þeirra þurfi að bíða við það einhvern hnekki. En meðal annarra orða; mikið afskaplega er það erfitt að labba heim til sín úr vinnunni, þegar hvergi eru gangstéttir og maður verður einhvernveginn að stikla á steinum og paufast á tuðrunum ut- an við veginn. En vona að þetta verði ekki lagt út sem kosninga- áróður, en staðreynd er það nú samt, þegar tekur til þess hlutar bæjarins sem byggzt hefur síðasta áratuginn. Eg veit að þessar gang- stéttar eru allar til á pappírnum, Geir hefur sýnt mér þær sjálfur. Ég trúi því líka, að einhverntíma verði hægt að komast leiðar sinnar fót- gangandi innanbæjar og mikið hljóta þá að renna upp góðir tím- ar fyrir æðafélagið. Að ekki sé nú minnzt á, hvað það verður miklu fallegra, sem maður upphugsar til að skrifa í blöðin á þessum fallegu göngubrautum, sem enn eru bara til á pappfrnum niðri í Héðinshöfða. ★ Halla Linker Framhald af bls. 13. — Ekki get ég sagt það. Mér finnst í rauninni verst að koma mér af stað. En ferðalög eru mér í blóð borin og eiga vel við mig. Það er að vísu óhemjumikil vinna hjá okkur á þessum ferða- lögum, en við reynum að haga okkur skynsamlega og taka þetta sem vinnu fyrst og fremst og þar af leiðandi látum við nætur- klúbba og skemmtistaði í friði. Þú trúir því kannske ekki, en við erum yfirleitt komin í rúm- ið kl. 8—9 að kvöldi og þessvegna erum við ekki þreytt, þegar við komum heim. — Minnistu einhvers ferðalags sem hefur verið erfiðara en aðr- ar ferðir, sem þú hefur farið? — Já, erfiðasta ferð mín var án efa fyrsta hnattferðin, þá var ég aðeins tuttugu og tveggja ára og drengurinn var ekki al- veg ársgamall. Hann var að sjálf- sögðu með okkur eins og ævin- lega. Ég man það til dæmis hvað fátæktin í Indlandi fékk ákaf- lega á mig. í Kalkútta var t.d. ekki hægt að ganga á gang- stéttunum eftir að dimmt var orðið, því fólkið lá þar og svo þéttskipað að það var varla hægt að stinga niður fæti. Það var ekki gott að vera með smá- barn þar. Svo komum við aftur þarna á sömu slóðir eftir tíu ár og mikið hafði nú breytzt til batnaðar þá. — En hvar hefur þér fundizt þú vera fjærst siðmenningunni? — Án efa í frumskógum Suð- ur-Ameríku. Þar hef ég komizt næst því að sjá fólk sem minn- VIKAN 18. tbl. 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.