Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 6
HVAÐ ER BRONX? Eins manns svefnsófi Stærð: 145x75 cm. Lengist með bakpúðunum í 185 cm. Sængurfatageymsla undir dýnunni. Stólar fást í stíl. wywummau* SHAVE LOT Old Spice Lotion er frlskleg og hressandi. Berið þa3 ó andlit yðar eftir rakstur ó hverjum morgni. — Þannig er bezt a8 byrja daginn. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel að segja mér hvernig hverfi Bronx 63 í New York er, er það fátækra- hverfi? Með fyrirfram þökk Gunna. Bronx er ein af þeim fjórum borgum, sem byggja upp New Yorkborg. Milli Bronx og Man- hattan liggur áin Harlem, og Bronx var hluti af Westchester- sýslu þar til hún var innlimuð í New York árið 1898. Þetta er einkum íbúðahverfi, heldur þokkalegt að því undanskildu, að hluti af árbakkanum er notaður undir bryggjur, vöruhús og iðn- aðarfyrirtæki. fbúatalan er um ein og hálf milljón. Borgarhlut- inn er heitinn eftir fyrsta land- námsmanninum þar, Jónasi Bronx, en hann keypti skikann af Indíánum 163.9. Síðan settust að hjá Jónasi fjölmargir íbúar Nýja-Englands, og síðan hefur allt verið meo kyrrum og nota- legum kjörurn þar; f jölgunin, iðn- aðurinn og verzlunin þróazt jöfn- um og markvissum skrefum fram til þess, að Bronx innlimaðist í New York. Sérkenni á Bronx eru hinir fjöltr.örgu garðar borgar- innar, þeirra á meðal Bronx- garður — Bronx-Park — sem er frægur dýra- og grasgarður. t Bronx er einnig hið fræga Yan- kee Sta.dium og margar mennta- stof.narúr þekktar, svo sem Ford- ham University, Hunter College, Univcrsity Heights Centre of N«w York University og Man- hattan College — þótt Manhattan sé handan við 'ána. Einna þekk- astur íbúi Bronx myndi vera Ed- gar Allan Poe, sem bjó þar ásamt hinni barnunjju konu sinni, Virg- iniu Clemm. —■ Við gerum ráð fyrir, að talan 63, sem þú nefn- ir í tengsluni við Bronx, sé póst- númer einhvers ákveðins hverf- is þar í borginni. FATAKAUP HÉR OG ERLENDIS.. Hr. ritstjóri! Tilefni þess að ég hripa þssar línur eru greinar í 8. og 12. tbl. Vikunnar, þar sem rætt er um verðmun á fatnaði hér og erlend- is og búðarráp íslendinga í er- lendum liorgum. Ég hef töluverða reynslu í þess- um efnu'm. Ég á 5 börn, sem öll eru í skólum, ýmist í gagnfræða-, barna- eða framhaldsskólum. Við höfum það sem kallað er góðar miðlungstekjur, en samt ná endarnir ekki saman hjá okk- ur, að fæða og klæða þessi böm sómasamlega, þó vinna krakkarn- ir á sumrin strax og þau hafa aldur til, dýrasta liðinn tel ég vera fatnaðinn. Ég vinn utan heimilis á kvöld- in til þess að drýgja tekjurnar. Þegar ég fór með aurana mína í búðir hér í Reykjavík, ef stelp- urnar mínar vantaði kjól fyrir árshátíð eða þ.u.l., þá hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu, og mér fannst sárgrætilegt að hugsa um hvað fólk hér verður að vinna margar stundir eða vikur til þess að eignast sæmilegan kjól eða kápu og fór að reyna önnur ráð. Vegna þess að ég var svo hepp- in í æsku að fá að ganga í skóla (sem kallað var) get ég bjargað mér í ensku og norðurlandamál- um. Nú held ég saman aurunum mínum. eins og skollinn sálunum, og fer til Skotlands annað hvert ár og verzla þar með þessi 100 £ sem ferðafólk fær. Ég er búin að fara þrjár ferðir, en núna síðast- liðið haust fórum við hjónin í vetrarferð með Gullfossi, svo þá kynntist ég verðlagi víðar en í Skotlandi. Ég var undrandi þeg- ar ég las í fyrrnefndri Vikugrein að tollur af fatnaði væri ekki meiri en 90%. Ég hélt, eftir verð- lægi hér að dæma, að hann væri mikið hærri, og ef þetta er rétt þá freistast ég til þess að álíta að hér sé um meiri háttar okur að ræða. Ef það kemur fyrir að innt sé eftir því við afgreiðslufólk; hér, að þessi eða hin varan sé nókkuð dýr samanborið við það sem hún kosti úti, eru svörin venjulega þau, að það sé hægt að kaupa nóg rusl fyrir lítinn pening í stóru magasínunum úti þar sé fjöldaframleiðsla og lélegar vör- ur. Ég hef töluvert kynnt mér vöruverð í sérverzlunum úti og þó vörur í sumum þeirra séu lít- ið eitt dýrari en í umræddum magasínum þá eru þær með gjafverði móts við verðlag hér heima. Ég keypti 3 kjóla í sérverzlun í Hamborg í haust, ég á nótumar og get sýnt kjólana, þeir kostuðu g VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.