Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 34
með einrai stroku
Hið nýja Handy Andy hefur gjörbreytt
heimilisstörfunum í hverju því landi, þar
sem húsmæður leggja sérstaka rækt við
hreinlæti heimila sinna. Handy Andy hreins-
ar málaða veggi og vinnur aðrar hreingern-
ingar yðar á augabragði — og árangurinn
er ótrúlegur. Handy Andy er spameytið,
því að það er svo sterkt, að aðeins lítið magn
er notað hverju sinni.
★. Málaðir veggir. Aðeins fáeinar strokur með Handy Andy
— beint úr flöskunni —■ og veggirnir eru hreinir, sem nýir
★_ Baðherbergi. Handy Andy er sjálfkjörið fyrir baðker,
þvottaskálar, veggflísar, krana og glugga ★Eldhús. Handy
Andy hreinsar fituga ofna fljótt og auðveldlega. ★. Gólf.
Handy Andy hreinsar gólfdúka og gólfflísar fljótt og full-
komlega — og á sparneytinn hátt. Og það er óþarfi að skola
gólfið á eftir.
urinn minn, sagði Phyllis, —
sumir eru bara eiginmenn einn-
ar konu, sumir eru það ekki.
En þú hefur án efa lært það
að vera umburðarlynd, svo þér
er kannske alveg sama....
— Phyllis, sagði Lucy ör-
væntingarfull, — ég verð að
hitta þig.
— Heyrðu mig nú, Lucy, sagði
gamla vinkona hennar. — Það
er heil veröld á milli okkar nú.
Síðasta heimsókn mín sýndi það.
Við skulum láta þar við standa.
Lucy öskraði næstum því í
símann. — Phyllis, heyrirðu
það. Ég verð að hitta þig.
— Ég sagði þér það, ég drekk
aldrei. Hún lækkaði röddina og
hélt áfram með erfiðleikum. —
Phyllis, ég verð að hitta þig.
— Mér þykir það leiðinlegt,
sagði Phyllis, — ég hefi ekki
tíma. Næstu viku sé ég ekki upp
úr því sem ég hefi að gera. Eddie
var að koma heim og segja mér
að hann verði fluttur til Birm-
ingham, til að vinna að rann-
sóknum með dr. Miller. Ég verð
að hraða mér við að ganga frá
dótinu okkar....
— Þá það, sagði Lucy von-
svikin. — Þá það, og hún lagði
símann frá sér. Hún gat ekki
snúið sér til neins annars, að-
eins til ókunna mannsins sem
beið hennar í næsta herbergi.
Hvað var það sem hann var að
segja í bílnum? Eitthvað um það
að það hefði verið erfitt að finna
hana. Ef hún hafði hlaupizt á
brott frá honum, varð hún að
fá að vita hversvegna. Við hurð-
ina lá samanbögglaður bréfmiði,
það hlaut að vera þessi miði, sem
hann rétti henni. Hún tók hann
upp. Skriftin var hennar, en
hún kannaðist ekki við orðin.
Kœri David, stóð þar.
Einu sinni spurði ég þig, hvers-
vegna þú hefðir svo marga
Spegía i husum þtnum. Þii svar-
aðir dálítið furðulega. Þú sagðir:
„Ég verð að hafa þessa spegla
til að fullvissa mig um að ég
sé ennþá hér“. Ef til vill hefurðu
þurft á öllum þessum konum að
halda í sama tilgangi. Það hafa
verið nokkur óþœgindi því sam-
fara að vera frú David Tilsey.
Tvennt er þó minnisstœðast:
Annað er undirskriftin sem lög-
fræðingurinn þinn heimtaði af
mér á brúðkaupsdaginn, við-
víkfandi einhverju ákvœði, ef
til skilnaðar kœmi. Hitt var vit-
undin um það að allir vinir þín-
ir álitu mig annaöhvort fífl, eða
rolu. Ég er hvorugt, — ég er bara
óhamingjusöm frá upphafi hjóna-
bandsins. Ég afsála mér öllum
rétti til peninganna, Dave. Mig
langar ékkert til að eiga pen-
inga þína. Mín einasta ósk er
að vera komin aftur í neðan-
jarðarlestina, sem ég hafði svo
mikla andstyggð á. Að fá tœki-
fœri til að byrja að nýju. Ég
vildi óska að ég hefði áldrei hitt
þig■
Undirskriftin var, Lucy.
Þegar hún hafði lesið bréfið,
bögglaði hún það aftur saman
og fleygði því á gólfið. Hana
langaði til að henda því langt
burt. Bréfið lenti við fætur
mannsins sem var að koma inn
úr dyrunum.
— Ég tók heldur ekkert mark
á þessu, sagði David Tilsey. Rödd
hans var blíð, en svolítið þvoglu-
leg. — Þú verður að láta þér
nægja að hafa mig. Hann rétti
henni glas.
— Nei, þakka þér fyrir, sagði
Lucy og fann um leið að það var
kjánalegt að halda því fram að
hún drykki ekki. Hún hafði lík-
lega gert nokkuð mikið af því.
— Kampavín, sagi hann, — til
að halda upp á heimkomu þína
Lucy, ástin mín.
í einum af speglunum sá hún
sjálfa sig rétta út hendina og taka
við glasi. Hún sá að hann beið
eftir því að hún byrjaði að
drekka, áður en hann saup á
sínu glasi. Hún horfði á þau bæði
í speglinum og datt helzt í hug
dádýr og tígrisdýr, sem virtu
hvort annað fyrir sér yfir
straumharða á. Hann er að bíða
eftir því að ég klári úr glasinu,
hugsaði hún.
— Ertu hrædd við mig, spurði
David Tilsey.
— Hversvegna ætti ég að vera
það.
Han hristi sig. — Það er eng-
in ástæða til þess. Komdu út á
svalirnar.
— í þessu veðri. Það varð svo
skyndilega kalt.
—Nei, ekki skyndilega, það
hefur verið kalt alla vikuna.
Lucy langaði til að gráta
vegna þess að hann skildi ekki
hvað hún átti við.
— Handriðið er komið, sagði
hann. — Mig langar til að sýna
þér það.
34 VIKAN 18. tbl.