Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 48

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 48
KAUPIÐ ÞIÐ STÓL, ÞÁ KAUPIÐ GÓÐAN STÖL - NORSKI HVÍLDARSTÓLLINN FRAMLEIÐANDI ÍSLENZK HÚSGÖGN H F. KÓPAVOGI AUÐBREKKU 53 SÍIVII 41690 Bandarísku goöin ... Framhald af bls. 14. hið fyrra eftir Bob Dylan og það sigldi hraðbyri upp eftir vin- sældalistanum bæði í Englandi og í Bandaríkjunum. Þau eru mörg undarleg fyrir- brigðin, sem komið hafa fram í dægurlagamúsikinni á undan- förnum árum, og þar eru The Byrds engin undantekning. Allt, sem þeir syngja og leika, er stæl- ing á brezkum hljómsveitum. Aðrir, sem reynt hafa slíkt, hafa aldrei haldið velli. En The Byrds vegnar vel. Útlit þeirra, sítt hárið og fatn- aðurinn, allt er þetta stælt frá brezkum hljómsveitum. Sömu- leiðis músik þeirra og sviðsfram- koma. Þeir hafa engin sérein- kenni. En hvers vegna vegnar þeim samt svona vel? Eina skýringin hlýtur að vera sú, að þeir hafa meiri hæfileika en títt er. Þeir hafa persónuleika og nógu mikla dirfsku til þess að gera það sem þeir geta. Áður gengu The Byrds undir heitinu ,.The Children“ — börn- in. Nafnið The Byrds grófu þeir upp, þegar hárið var orðið það sítt, að það stóðst samjöfnuð við ensku goðin. Þeir hafa sannarlega ekki farið varhluta af mótmælum frá ýms- um, sem hafa gramizt stælingar þeirra. Meðal annars hafa landar þeirra, The Walker Brothers, sem á sama hátt og The Byrds syngja Rhythm and Blues músik í þjóð- lagastíl, ásakað þá opinberlega fyrir að hafa „stolið“ lögum og ýmsum hugmyndum sínum og að auki stælt sviðframkomu. Hins vegar þykir brezkum hljómsveitum mikið til um The Byrds. Engin þeirra hefur fett fingur út í stælingar hinnar bandarísku hljómsveitar. Það eru hæfileikarnir, sem skipta máli. Hettupeysa Framhald af bls. 47. eftir að jaðrinum að framan. Heklið stk. þar til Það mælir um 25 (27) 29 sm. Heklið hina hlið hettunnar á sama hátt. Saumið hettuna saman að aft- an og ofan. Heklið með mislitu garni allt í kring um peysuna. Ágætt er að hekla 1 fastal. og 1 loftl. til skiptis og hekla síðan aðra umf. með því að hekla fastal. undir loftl. fyrri umferð- ar og má þá um leið staðsetja tvær hneppslur og hekla þær með loftlykkjum, eins mörgum og þörf krefur. Heklið að lokum 2 litlar kúlur og festið sem hnappa gegnt hneppslunum. Ringo Framhald af bls. 14. sjálfan mig alltaf, þegar ég sé mig á tjaldinu — og ég er held- ur ekkert sérstaklega hrifinn af röddinni í mér. Mig langar reglu- lega til þess að verða góður leik- ari —■ og að vera beðinn um að leika í kvikmyndum vegna þess að ég er leikari en ekki aðeins vegna þess að ég er Bítill. (Það er þess vegna vel við- eigandi, að á stóru Bítlahljóm- plötunni Help, syngur Ringó lag í kúrekastíl, þar sem hann lætur í ljós ósk um að verða kvik- myndastjarna. Lagið heitir „Act Naturally“). Ég býst við að Hjálp verði skemmtilegri en fyrsta kvik- myndin okkar, þótt vandi sé að spá nokkru um slíkt á þessu stigi málsins. Ég hef enn aðeins séð úrdrátt úr myndinni og í fyrsta skipti horfir maður aðeins á sjálfan sig. Gallinn er bara sá, að maður tekur svo vel eftir öllu því, sem aflaga hefur farið og þá langar mann til að gera allt á nýjan leik — en ég býst við, að það mundi kosta heil ósköp! PAUL Ég er ánægðastur með það, hversu vel hefur tekizt til með kvikmyndun laganna. Lagið „Ticket to Ride“ er kvikmyndað í Austurríki. Við erum allir svart- klæddir í mótsetningu við hvít- an snjóinn í bakgrunninum. Það tekur sig mjög vel út. Enn sem komið er hef ég að- eins séð óklippt eintak af mynd- inni, og þess vegna er erfitt að dæma um, hver hinn endanlegi árangur verður. En ég er mjög ánægður með söngvana. Það er miklu meiri fjölbreytni hvað þá snertir í þessari kvikmynd en í fyrstu myndinni okkar. Eitt af eftirlætislögunum mín- um er lagið „The night before“. Við vorum ekki allir á eitt sáttir um það, hvort þetta lag eða Tick- et to ride ætti að vera á tveggja laga plötunni okkar, en hið síðar- nefnda varð þó fyrir valinu. En það lag á stóru plötunni, sem ég er ánægðastur með, er lagið Yesterday, en það er ólíkt öllu öðru, sem við höfum áður gert. Ég syng þarna einn og leik undir á gítar, og hef strengja- kvartett til aðstoðar, þrjár fiðl- ur og selló. VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.