Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 43
þaö en auöséö... ötlo\ ®!f ® skilar hvítasta Já, það er auðvelt að sjá að OMO skilar hvítasta þvottinum. Sjáið hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn verður og einnig verða litirnir skærri á litaða þvottinum sé OMO notað. Löðrandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig hvítari. Reynió OMO og þér munuð sannfærast. þvottinum! X-OMO 185/IC-6U8 knattleiksrric anna. ÞaS eina sem vantar eiu fleiri hús og hentugri eins og ég sagði áðan. Okkur vant- ar raunar líka fleiri menn eins og Hallstein Hinriksson þann ágæta brautryð|anda handboltans hér á landi, sem vinnur enn mjög mikið gagn fyrir þessa íþrótt. Okkur vant- ar fleiri menn eins og Karl Bene- diktsson, en hann er mjög snjall þjálfari f handknattleik og það er honum að þakka hve margar nýj- ar leikaðferðir hafa verið teknar upp í handknattleiknum. Þá þarf handknattleikurinn að komast að nokkurnveginn sömu jötu og aðrar íþróttagreinar hvað tekur til ýmissa styrkja. Happdrættisbetlið og aug- lýsingasöfnunin er ekkert annað en betl f svolítið breyttu formi og á ekki að líðast". — Verður ekki mikið gagn af nýju Höllinni í Laugardal, sem þú og félagar þínir unnuð svo mikið að f vetur? „Jú, hún verður mikil lyftistöng fyrir innanhússíþróttirnar, en ég vona bara að borgarstjórn sjái svo um að íþróttasamtökin ein hafi hús- ið til umráða á veturna, en sýn- ingarsamtökin á sumrin. Þetta atriði er algjör nauðsyn fyrir fþróttirnar, ef húsið á að koma að tilætluðum notum. Betra hefði auðvitað ver- ið að fá tvö eða þrjú óbrotnari og ódýrari hús með velli af fullri stærð, en þetta eina, en það er gaman að eiga slíkan dýrgrip og þessa höll". — En hvað heldur þú um at- vinnumennsku? „Atvinnumennskan kemur f ein- hverju formi. Fólk borgar stórfé fyr- ir að sjá leiki. Það er eðlilegt að leikmenn vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig hefur þetta verið er- lendis og þannig verður þetta hér. Meira að segja Danir eru orðnir hálfgerðir atvinnumenn, a.m.k. margir leikmanna þeirra í hand- knattleiknum. Er það þá gjarna f því formi að þeir vinna á vinnustað þar sem þeir geta ráðið sér sjálf- ir og eiga auðvelt með að kom- ast á æfingar og f keppnisferðir. Mér hefur oft dottið f hug hvort þetta sé ekki hægt hér á landi. Nú tala menn um álverksmiðjuna í Straumi. Hversvegna er ekki hægt að semja um að slík verksmiðja hafi á sínum vegum fþróttamenn, sem eiga auðvelt með að komast á æfingar og f ferðalög? Þessu skýt ég nú bara fram sem hugmynd og finnst hún ómaksins verð að at- huga". Það er liðið að nóttu þegar við Gunnlaugur Ijúkum spjalli. Gunn- laugur hefur verið barnfóstra þetta kvöld, börnin tvö Hulda 7 ára og Andrés 5 ára eru löngu sofnuð, og eiginkona Gunnlaugs Guðný Andrés- dóttir er nú komin heim. Hún var handknattleikskona í KR og í Há- logalandi kynntust þau fyrst. Hand- knattleikurinn hefur þvf löngum leikið stórt hlutverk í Iffi Gunnlaugs. „Skilaðu því bara að lokum til fólksins", segir Gunnlaugur við mig þegar við erum komnir út, „að fólkið þarf að hjálpa okkur við að vinna Danina. Það hefur slæm á- hrif á þá að það sé klappað þegar þeir reyna að tefja leik, eða það sé púað. Það kann að vera að þetta sé talið óíþróttamannlegt. En svona eru móttökurnar hart nær undan- tekningarlaust erlendis, — ekki sfzt f Danmörku, þar sem fólkið gerir allt til að setja lið út af laginu. Já, fólkið má sannarlega hjálpa okkur og við kunnum að meta það. Hins- vegar tel ég slæmt ef dómari verð- ur fyrir aðkasti áhorfenda. Það get- ur verið eins og hreinasta eitur". Við skiljum við Gunnlaug f for- sætisráðherrabústað sínum f Kópa- vogi. Fyrirliði Landsliðs íslands hef- ur sagt okkur ýmislegt um þá í- þróttagrein, sem hann hefur ásamt félögum sfnum átt þátt f að hefja til vegs og virðingar. Modesty Blaise Framhald af bls. 23. lega í rólegt flikk-flakk og stóð upp. í huganum yfirfór hún líkamann vandlega, ef ske kynni að hún fyndi einhversstaðar stirðleika eða veikleika, en fann ekkert, og end- aði með því að kinka kolli ánægju- lega framan [ sjálfa sig í spegl- inum. Baðkerið var nú milli hálfs og fulls. Hún skrúfaði fyrir vatnið og renndi sér ofan f, um leið og hún dró sundhettu yfir hárið. Sfmtól stóð f litlu skoti við annan enda baðkersins. Hún lyfti tólinu og valdi sér númer. Willie Garvin tautaði blótsyrði fyrir munni sér, þegar sfminn vildi ekki hætta að hringja. — Láttu hann eiga sig, hvíslaði sú Ijóshærða, lyfti sér upp á ann- an olnbogann og grúfði sig yfir hann með andlitið rétt við hans. — Hann getur ekki hringt að eilifu. Hún drjúpti höfði til að narta f eyrað á honum. Hún talaði hreina sveitamállýzku. Hún var tuttugu og þriggja ára, dóttir gilds bónda og trúlofuð syni annars. Willie vonaði fyrir hans hönd að hann væri ekki mjög mar- sækinn. Þessi stúlka var ekkert nema tennurnar; en samt, ef mað- ur þoldi við meðan hún hitaði sig upp, þá var það þess virði að lok- um. — Bíddu aðeins, Carol, sagði hann, og velti sér á hliðina, svo hann sneri baki við henni, og tók upp sfmann af náttborðinu. VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.