Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 41

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 41
ég mér ekki Ijósa grein fyr- ir fíflsku minni fyrr en eftir ferða- lagið. Ég hefði sannarlega getað komizt á kaldan klaka ef ég hefði hitt virkilega forherta bófa þarna, en einhverjar mannlegar taugar hafa verið í byssumanninum, úr því hann sendi ekki kúlu í gegnum hausinn á mér. Einu sinni fórum við saman á skemmtistað að lokinni keppnisferð. A þessum skemmtistað var asni heldur illræmdur, en skepnan var höfð gestum til ánægju og gátu menn reynt að sitja skepnuna ef þeir fengu skyndilega löngun til þess. Asninn var hinsvegar mjög hrekkjóttur og var oft fljótur að losa sig við knapana. Nú fór það svo að þrái Islendingsins kom upp í hópnum. Asbjörn Sigurjónsson, maður á annað hundrað kíló reyndi fyrst og síðan Hjalti Einarsson, markvörður og báðir fengu flug- ferð af baki asnans. Asbjörn var seigur sem fyrr og hélt sér nokkra stund á baki, en varð um síðir að viðurkenna asnann sem sinn ofjarl. Nú fór Hannes Þ. Sigurðsson vinur minn næstur. Hann reyndi alveg nýja aðferð og heldur spaugilega. Hann settist klofvega á bak asnan- um og spennti fæturna undir kvið hans. Líklega hefur asnann kitlað, a.m.k. tók hann þegar mikinn fjör- kipp, jós og prjónaði á víxl og Hannes varð líka að viðurkenna tap fyrir asnanum, liggjandi á einu borðinu í veitingasalnum. Þannig lauk þessum tilraunum okkar, en það varð óeitanlega huggun að sjá menn af mörgum þjóðernum fara sömu leið þetta kvöld. „Frelsið" margnefnda reyndi ég einu sinni í A-Berlín. Við vorum ný- lentir á Tempelhof-flugvellinum og þegar við stigum á a-þýzka grund tók ég að mynda af miklu kappi flugstöðvarbygginguna og allt sem ég sá í nánd. Ég var ekki lengi búinn að stunda þessa „njósna- starfsemi", þegar heill herflokkur var búinn að umkringja mig. Illúð- ugur foringi hrifsaði af mér mynda- vélina mína. Hann hvæsti einhverj- um orðum að mér. Ég skildi þau ekki en taldi víst að samkvæmt lögum alþýðuríkisins væri ég ber orðinn að njósnum og yrði líklega stillt upp við vegg við fyrsta hana- gal næsta morgun og skotinn. Sá illi fór að fitla við vélina, og nú. opnaði hann belginn á myndavél- inni. En hvað var að sjá? Engin filma í vélinni. Það léttist brúnin á hermönnunum. Málið var ekki af alvarlegu tagi í þetta sinn". — Erum við á réttri leið f hand- knattleik f dag? „Það mundi ég segja. Við höf- um allt til að geta náð afbragðs árangri í handknattleik. Veturinn okkar er langur, þessvegna verður keppnistíminn í handbolta líka lang- ur, því hann er að mestu innan- hússíþrótt hér, en lítið stundaður úti, af hverju sem það nú stafar. Efniviður er hér nægur, og áhug- inn er stórkostlegur bæði hjá æsk- unni og eins ágætri forystu hand- Með fóflaga og innleggi Skóhúsið ALLT TIL VATNAfÞRÖTTAR Margar gerSir af VATNABÁTUM, HRAÐBÁTUM, GÚMMÍBÁTUM, SEGLBÁTUM og HROGNKELSABÁTUM mnnaí SU^ehbbm h.f. Suðwlandsbraut 16 • Reykjavik • Sliwwfni: »Volwr« - Sltni 35200 CORCI TOYSn w TUDI NUI »ICim*IO ■ PRECISION DIE-CAST SCALE MODELS JAMES BOND bíllinn er nú kominn í flestar leikfangaverzlanir. VerS: kr. 138.- Heildsölubirgðir: INGÓLFSHVOLL H.F. LAUGAVEGI 18 A

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.