Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU BROHCO LANDBÚNAÐARBIFREIÐIN MEÐ DRIFI Á ÖLLUM HJÓLUM BÍLLINN SEM BYGGÐUR ER FYRIR ÍSLAND. Hann sameinar sfyrkleika, mýkt og aksturshæfni betur en nokkurt annað farartæki sem flutzt hefur til landsins. Lótið reynzlu annarra verða yðar reynzlu. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SlMI 22466 I VERSTU SAMGÖNGUR Á ÍSLANDI í fyrrasumar kom ég í eina afskekktustu byggð á íslandi öllu, það var vestur á Vestfjörð- um. Þar hafði með ærinni fyrir- höfn og talsverðum tilkostnaði verið lagður vegur um grýttar slóðir yfir hátt fjall til þess að fólkið á bæjunum þarna, samtals tíu manns, gæti komizt leið- ar sinnar ef með þyrfti. Þessi vegur er um það bil tuttugu kílómetra langur og einn bónd- inn þarna í byggðinni tjáði mér, að þegar núlifandi kynslóð félli frá, mundi enginn búa þar meir. Enda hvorki ræktunarskilyrði þar né hlunnindi. Samt var sj álf- sagt að leggja veg þangað, bjarga atkvæðunum og sjá fyrir sam- göngum fyrst fólkið vildi vera þarna. Það er yfirleytt sjálfsagð- ur hlutur að koma upp ein- hverjum vegarnefnum, nema þá ef það væri þar sem þörfin er mest. Því er hægt að slá föstu að verstu samgöngur á íslandi séu milli Kópavogs og Reykjavikur. Þar fara samtals 17—18 þúsund bifreiðar á milli á hverjum sólar- hring og þessa fjölförnustu leið landsins er aðeins um einn veg að ræða. Sá vegur er lítið breið- ari og ótrúlega lítið skárri en vegurinn yfir fjallið í byggðina afskekktu sem ég gat um fyrr. Stundum mun vera hægt að kom- ast á jeppum einhverja aðra leið upp úr Blesugróf og þaðan í Kópavog, en sú leið hefur verið langtímum saman grafin í sund- ur. Á Kópavogsleiðinni hefur hver sínar eigin reglur; fjós- haugsvagnar og þungavinnuvél- ar aka þar með 19—25 krn. hraða- Þesskonar umferð mundi í ölluna menningarlöndum látin fara frarn að næturlagi. Ég veit um fólk, sem hefur hreinlega gefizt upp á að búa í Kópavogi eða Garða- hreppi einungis vegna þess að það taldi það óviðunandi að aka þennan veg daglega. Nú er nýlega út komin glæsileg bók um skipulag Reykjavíkur langt fram í tímann. í þessari bók má sjá uppdrætti af fram- tíðar-gatnakerfi borgarinnar; hraðbrautum, tengibrautum og safnbrautum. Kannski er það einhver huggun að sjá, að þetta eigi einhverntíma að lagast oi að lausnin skuli þó vera til á pappírnum. Sú huggun er þó aðallega fyrir stjórnmálamenn. Sá fjöldi vegfarenda sem fet þarna á degi hverjum í I7_i8 þúsund bílum, krefst þess, að bundinn verði endir á ofremdar- ástandið þegar í ár. Gg. 2 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.