Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 13
•O I'ótt margt sé óvenjulegra muna, segist Halla vera
venjuleg húsmóSir í heimili sinu og gerir öil húsverk
sjálf og bakar meira aS segja á hverjum degi.
Að ofan til vinstri: Hér er HaUa heima hjá sér og horfir
á kínverskan veggskjöld, einn af mörgum dýrgripum,
scm þau hafa haft heim mcð sér.
Ég er ennþá
útlendíngur
i Kalífforniu
Ú Fyrir nokkrum árum voru þau á ferð £ Abbysinfu
og hittu þá keisarann Ilalc Selasie.
Var ég búin að segja þér frá stóra varð-
hundinum okkar, hann heitir Útgarða-Loki.
Við keyptum hann upphaflega til að vera
drengnum til skemmtunar en ekki vegna
þess að það þurfti að hafa varðhund þarna.
— Þessir amerísku gangsterar vaða sem-
sagt ekki uppi þarna?
— Nei, þetta er eins og hvert annað ró-
legt einbýlishúsahverfi.
— Hvenær hefurðu svo kvöldmatinn?
— Kvöldmatartími hjá okkur er kl. 6 og
það er um leið aðalmáltíð dagsins.
— Hvernig er það með ykkur, sem vinnið
svona mikið fyrir sjónvarpið, fylgizt þið ekki
afar náið eð því, sem fram fer í sjónvarp-
inu yfirleitt?
Nei, það ótrúlega er, að sjónvarpið
tekur mjög lítið af okkar tíma. Við horf-
um að vísu á fréttirnar í sjónvarpinu, en
látum hitt að mestu leyti eiga sig.
— Hvað hafið þið þá aðallega fyrir stafni
á kvöldin?
— Maðurinn minn er mjög vinnusamur og
vinnur mikið á kvöldin. Við lesum líka mikið
og hlustum á músík. Það fer heldur pkkí hjá
því að einhver tími fer í það, að hjálpa
drengnum við námið og það kemur í minn
hlut. Ég hlýði honum yfir, en honum geng-
ur frábærlega vel við nám og er oftast efst-
ur í sínum bekk. Hann var í ríkisskóla,
en okkur líkaði ekki kennslan þar og nú
er hann í einkaskóla. Hann er líka að læra
á fiðlu og af því að ég spila á píanó, þá
spilum við stundum saman.
— Margir íslendingar hafa þá hugmynd
að Ameríkumenn líggi öllum stundum fram-
an við sjónvarpstækið og jótri tuggugúmmí.
Eg veit ekki hvort það kann að vera
til, en það á a.m.k. ekki við okkur.
Verður ekki óhjákvæmilega talsvert
skemmtanalíf í sambandi við þennan sjón-
varpsþátt ykkar?
, Ekki þarf það að vera. Við förum mjög
sjaldan út, aðeins einstaka sinum á bíó.
En fólk heimsækir kunningja sína vita-
skuld líkt og tíðkast t.d. hér?
‘ en fólk fer ekki til kunningja sinna
seint á kvöldin eins og hér, heldur er venju-
lega um að ræða kvöldverðar- eða hádeg-
ísverðarboð. Borgin er svo stór að það er
on svo langt að fara. Það þykir ekki taka
Þvi að bjóða fólki í kvöldkaffi, þegar það
þarf að fara langar vegalengdir, svo þá er því
heldur boðið í mat, svo meira verði úr tím-
anum.
Hafið þið oft boð inni?
— Það kemur fyrir svo sem einu sinni
í mánuði, að við höfum boð fyrir þrenn eða
fern hjón og ef til vill tvisvar á ári höfum
við fjölmennara boð og bjóðum þá heim
allt að fimmtíu manns.
— Tekur þú þá einhverjar eldabuskur á
leigu til þess að sjá um matseldina?
— Nei, í þeim tilfellum bý ég til allan mat
sjalf og fæ enga hjálp við það. Við erum
að sjálfsögðu orðin leið á því að borða á
veitingahúsum eftir öll þessi ferðalög og
okkur þykir eins gaman að taka á móti
gestum heima hjá okkur og okkur þykir
litið gaman að því að fara út að borða.
— Eru ekki starfandi einhver leikhús
þarna í Los Angeles?
• T Jú’ og 5aunar förum við oft í leikhús.
I nýrn og stórglæsilegri byggingu, sem köll-
uð er Music Center, er mjög glæsilegt leik-
hus og þar er oft hægt að sjá afbragðs leik-
húsverk.
Finnst þér þú vera algjörlega rót-
gróin í Californíu?
Nei, síður en svo. Mér finnst ég vera
útlendingur í Californíu, ég er ekki alveg
viss um í hverju það liggur. Þó gæti það verið
það, að ég hugsa öðruvísi en innfætt fólk þar
um slóðir; það mætti kannski segja að ég
sé ekki eins framhleypin og gengur og ger-
ist um fólk þar og ég mundi segja, að það
ætti við Hal líka. Ameríkanar hafa afskaplega
stórt hjarta. Þða sannast bezt á konunni
hans Osvalds, þess er myrti Kennedy for-
seta. Henni var næsum vorkennt eins mik-
ið og ekkju forsetans og það rigndi yfir hana
peningagjöfum. Venjuleg amerísk kona, sem
er í sæmilegum efnum, er bókstaflega á
kafi í allskonar góðgerðarstarfsemi. Og það
er ótrúlegt hvað þær leggja á sig; ég kann-
ast t.d. við eina forrika konu, móður eins
af bekkjarfélögum Davíðs. Hún leggur það
á sig að vinna kauplaust tvo daga í viku í
góðgerðarskyni.
— Ber yfirleitt lítið á fátækt, þar sem
þú þekkir til í Californí(u?
— Það ber a.m.k. margfalt meira á auð-
legð fólks en fátækt. Ef fólk verður illilega
fyrir barðinu á tilverunm; kona missir svip-
lega fyrirvinnu frá mörgum börnum svo
dæmi sé tekið, þá er ausið yfir þetta fólk
peningagjöfum, svo framarlega sem minnzt
er á það í blöðunum. En ef það kemur ekki
í fréttum dagblaðanna, þá vita svo fáir hvað
gerzt hefur.
— Ertu ekki þreytt og slæpt þegar þú
kemur heim úr þessum löngu ferðalögum?
Framhald á bls. 49.
VIKAN 18. tbl. Jg