Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 28
Útvarpserindi Hannesar Jónssonar félagsfræðings um fjöl- skyldu- og hjúskaparmál fást nú í bókarformi, ásamt ýmsum viðbótum, undir nafninu Samskipti karls og konu Þetta er heilbrigð, heillandi og þörf bók, sem á erindi til karla og kvenna á öllum aldri. Foreldrum, unglingum og trúlofuðu og nýgiftu fólki er sérstaklega bent á bókina. Einnig vekjum við athygli á bókinni FJÖLSKYLDUÁÆTL- ANIR og SIÐFRÆÐI KYNLÍFS en hún fjallar á heilbrigðan og hispurslausan hátt um fjölskylduáætlanir, frjóvgunar- varnir og siðfræði kynlífs. 60 skýringarmyndir. Af öðrum bókum í bókasafni bendum við sérstaklega á úrvalsbókina „Kjósandi, stjórnmálin og valdið" sem er tvímælalaust merkasta rit sinnar tegundar, er út hefur komið á Islandi. Bækurnar fást hjá bóksölum og beint frá aðalumboðinu. BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR. Aðalumboð: BÓKABÚÐ NORÐRA Hafnarstræti 4, Pósthólf 73. Reykjavík. Sími 14281. ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Framhald af bls. 17. Angelique fór i land til að teygja úr sér. Á göngu sinni kom hún að leikvangi, sem var skreyttur með steingerðum dönsurum. Á jörð- inni var allt krökt af handleggjum og fingrum, sem höfðu verið brotn- ir af styttunum. Angelique reyndi að lyfta þokkafullum handlegg af löngu dánum unglingi, en hann var of þungur fyrir hana. Hann virtist hafa í sér allan þunga aldanna, sem hann hafði séð líða. Hún lagðist í grasið undir styttu af kringlukastara. Höggin, sem hún hafði hlotið, UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ö A . HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? l»að er alltaf saml leiktirinn í henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar i hlaðinu or hcitir góðum verðlaunum handa l»eim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætlsgcrð- in Nói. Nafn Heimili Örkin er á bls. •• Siðast er dregið var hiaut verðlaunin: Guðbjörg Sigurðardóttir, Engjaveg 7, Selfossi. Vinninganna má vitja í skrlfstofu Vikunnar. 18. tbl. ollu henni ennþá óþægindum, og hún var yfirkomin af sorg. Henni datt í hug að reyna að flýja inn á eyjuna, en hrjóstrugt landslagið dró úr henni kjarkinn. Allt í einu heyrði hún í sauðabjöllu, og niður eftir gangstígnum kom Savary ásamt hinum óumflýjanlegu geitum, en úr hári þeirra fékk hann kvoðuna, sem hann notaði sem uppistöðu í ilmvötnin, sem hann lét d’Escrainville hafa. Að þessu sinni var hann með Grikkja með sér, og talaði alúðlega við hann. — Leyfið mér að kynna Vassos Mikoles, Madame, sagði hann og andlit hans Ijómaði: — Hvernig lizt yður á þennan fallega dreng? Af kurteisi leyndi Angelique undrun sinni; hún hafði oft dáðst að fegurð grísku karlmannanna, sem enn bjuggu yfir þokka og afli á sama hátt og unglingarnir, sem dönsuðu hér í marmara, en þetta eintak var að öllu leyti frábrugðið þeim. 1 raun og veru fannst henni hann sérstaklega óaðlaðandi og klunnalegur. Dökkt andlit hans var um- kringt tjásulegu, brúnu skeggi, og magur, innfallinn líkami hans gerði hann likan Savary. Augu Angelique hvörfluðu frá einum á annan. — Ó, já, sagði Savary ánægður, — þér sjáið það. Hann er sonur minn. — Sonur yðar, Maitre Savary? Eigið þér börn? — Ja, svona eitt og eitt viö Miðjarðarhafið, sagði gamli maðurinn og bandaði út hendinni. — Hvað haldið þér? Eg var yngri og frískari heldur en ég er í dag, þegar ég setti í fyrsta skipti fótinn á Þeru, fyrir um það bil þrjátíu árum. Ég var aðeins lítill Frakki, eins og allir hinir, fátækur, riddaralegur. Hann hélt áfram og sagði henni, að þegar hann átti leið þarna um, eitthvað um fimmtán árum seinna, hefði hann séð sér til gleði, að það sem hann hefði skilið eftir til minningar um sig, var orðið að fyrsta flokks fiskimanni. Og í þeirri ferð hafði hann skilið eftir hjá Mikoles- fjölskyldunni, sem leit á hann sem ferðamann af jafn háum toga og sjálfan Odysseif, heila flösku af steinefnamaumie, sem hann hafði haft með sér frá Persiu, og lagt lífið að veði fyrir. — Hugsið yður bara hvað það þýðir, Madame! Heil flaska! Nú er okkur borgið! Angelique var ekki alveg ljóst, hvernig þetta afsprengi apótekarans frá Parfe gat orðið þeim til mikillar hjálpar gegn heilli áhöfn sjóræn- ingja, en Savary var fullur trúnaðartrausts. Hann hafði komizt í sam- bandi við sína aðstoðarmenn. Vassos og frændur hans myndu koma til fundar við Þau á Krít, með flöskuna góðu. 12 KAFLX Tveim dögum síðar varpaði skipið akkerum við strendur Þeru. D’Esc- rainville markgreifi kom út úr klefa sínum, þar sem hann hafði legið síðustu tvo sólarhringana í ópíumdvala. 1 nokkrar klukkustundir hafði Hermes legið við akkeri á höfninni í Candia, höfuðborg eyjarinnar Kritar. Dagsbirtan var á förum og rauð sólin litaði steinana í bryggjunni eins og þeir hefðu verið roðnir blóði. Krit, sem áður hafði verið kristið svæði, var nýlega gengin Múhameðs- trúarmönnum á hönd. Hinir nýju húsbændur gerðu ljósa nærveru slna með hvítum kertislíkum minarettum, sem risu upp yfir þyrna kirkn- anna. Um leið og þau komu, stefndi d’Escrainville til strandarinnar í lang- báti. Angelique stóð á þilfarinu og horfði til borgarinnar og beið eftir að sjá, hvernig þetta brjálæðislega ferðalag hennar myndi enda. Af hinni fornu Krit, heimkynni Minótárusins og hins fræga völundar- húss, var aðeins Candía eftir, ágjörn og ofsafenginn, og í sjálfu sér nýtízkulegt völundarhús, þar sem saman var blandað öllum kynþátt- um jarðarinnar, því hún var I milli stranda Asíu, Afríku og EVrópu og tengdi saman allar þessar þrjár álfur í Gordionshnút . En Tyrkirnir létu ekki mikið á sér bera. Það var nóg fyrir freigátur sjóræningja að bera grænt og hvítt flagg hertogans af Toskaníu til þess að rauða, tyrkneska flaggið með hvíta hálfmánanum, gæfi sam- þykki sitt úr turni hafnarvirkisins til að freigátan sigldi inn í höfn- ina. Tuttugu galeiður og herskip og nokkur hundruð annarra farkosta, lágu við akkeri á skipalæginu eða meðfram hafnarbakkanum. Angelique sá þarna laglegt barkskip með tíu nýfægðum fallbyssum: — Er þetta ekki franskt skip? spurði hún skyndilegi full vonar. Savary, sem sat skammt frá henni, með regnhlífina s»ia milli hnjánna, leit áhyggjufullur upp: — Þetta er galeiða frá Möltu. Sjáðu rauða flaggið með hvíta krossinum. Möltuflotinn er sá glæsilegasti á öllu Miðjarðar- hafinu, því riddarar Krists eru mjög auðugir. Og hvers gætuð Þér svo sem, fanginn sjálfur, vænzt af Frökkum í Candia. Hann útskýrði fyrir henni, að hvort sem Candia væri frönsk, fen- eysk eða tyrknesk, yrði hún um aldir eins og hún hafði verið fram að þessu — athvarð fyrir kristna sjóræningja á sama hátt og Alexandría var fyrir tyrkneska, eða Alsír fyrir Berba. Angelique virti fyrir sér dótið, sem hafði verið raðað upp á hafnar- bakkann; strangar af efni, tunnur með oliu og hrúgur af vatnsmelónum, en magnið og fjölbreytnin var ekki I neinu hlutfalli við hinn mikla fjölda farkosta. — Þetta eru aðallega herskip, sagði hún. — Hvað eru þau að gera hér? — Ja, hvað erum við að gera hér? spurði Savary og dró annað augað í pung. — Lítið á þessi skip. Lestarlúgurnar eru lokaðar, þar sem venjulegt kaupfar með löglegan farm myndi hafa þær opnar I höfn. Sjáið bara byssustingi varðmannanna á þilförunum. Hvers eru þeir að gæta? Dýrmætustu verzlunarvörunnar. Angelique réði ekki við hrollinn, sem um hana fór. — Þrælar? Eru þetta þrælasalar? Savary svaraði ekki. Hrörlegur bátur var að þokast í áttina til Hermesar. Evrópumaður með fjaðraprýddan hatt, en að öðru leyti klæddur í tötra, stóð í stafni og veifaði flaggi, sem var ekki stærra en vasaklútur, en á því voru gullnar liljur á silfurfeldi. — Frakki, hrópaði Angeliq'ue. Þrátt fyrir kaldhæðnislegar athuga- semdir visindamannsins, hélt hún áfram að svipast um eftir lands- mönnum sem myndu geta hjálpað henni. Maðurinn i bátnum heyrði til hennar og eftir stundarhik veifaði hann hattinum. — Er d’Escrainville um borð? hrópaði hann. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris Framh. í nœsta blaJSi. 2g VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.