Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 30
Draumur og veruleiki
Framhald af bls. 18.
saman. En það yrði trúlega ár-
angurslaust, það voru þessháttar
áform venjulega.
Lestin stanzaði með rykk við
Green Park, og hélt svo öskr-
andi áfram. Feit kona sem
flæddi út í næsta sæti við hana
var að skoða auglýsingar um
loðkápur. Lucy gat ekki kom-
izt hjá því að sjá þær líka. Stór-
kostlegur pastel minkur. Það
fylgdi mynd til að sanna það.
Hún þurfti aðeins að rétta út
höndina til að snerta hann, en
hún átti ekki blaðið, ekki frek-
ar en hún gæti nokkurn tíma
gert sér vonir um að eignast
þvílíka flík. Hitabylgjan gengi
yfir, veturinn var að koma og
þá myndi eflaust einhver vefja
þessari dýrð um sig. Hugsið um
mink! stóð í auglýsingunni. Lucy
gerði það oft, en það var bara út
í bláinn.
Hún leit hugsandi á blaðið í
höndum konunnar, en þar var
ekkert markvert að sjá, aðein
mánaðardagurinn, 15. október, og
svo ártalið.
— Afsakið, heyrði hún karl-
mannsrödd segja við hliðina á
sér, — hve margar stoppstöðv-
ar eru til Knightsbridge?
Lucy leit við. Það var drembi-
legur frekjusvipur á andliti
mannsins sem beindi þessari
spurningu til hennar, en á ein-
hvern hátt prýddi það frekar en
hitt, laglegan þrjóskusvipinn á
þrjóskulegu andliti hans. Hvítan
í augunum og tennurnar lýstu
í sólbrenndu andlitinu. Hann var
alveg furðulega karlmannlegur
og hún saup hveljur, ekki vegna
þess heldur vegna þess að hún
kannaðist við manninn. Þetta
var David Tilsey. Henni gat ekki
skjátlazt, hún hafði svo oft séð
myndir af honum í blöðunum.
Lestin staðnæmdist aftur við
Hyde Park hornið. Meðan nokkr-
ir farþegar olnboguðu sig út og
aðrir inn, endurtók David Tilsey
spurninguna: — Er Knights-
bridge næsta stöð?
— Já. hún tók andann á lofti.
— Það er alveg rétt.
Löngu seinna mundi Lucy eftir
því að dyrnar höfðu lokazt, rétt
eftir að hún svaraði honum. Nú
komst enginn út fyrr en við
næsta stopp. Lestin hélt áfram,
en allt í einu varð aldimmt í
klefanum. Almenn vandlæting-
arandvörp heyrðust og sumir
reyndu að skýra þetta fyrirbrigði.
Myrkrið gaf Lucy tækifæri til að
hugsa um manninn sem sat við
hlið hennar. Hún gat ekki hugs-
að um hann sem algerlega ó-
kunnugan mann, fólkið í frétt-
unum er það ekki fyrir þeim,
sem lesa um það í blöðunum.
Lucy hafði oft lesið um David
Tilsey. Hann var stórauðugur
og það var styrkur frá honum,
sem rak tilraunastofnunina, sem
Eddie og Hal hvað-sem-hann-nú
hét-í-eftirnafn unnu við. Millj-
ónir hans héldu líka meðal ann-
ars gangandi dýragarði, lista-
safni og jarðfræðileiðöngrum. Og
í hvert sinn sem hann skrifaði
ávísun til þessara stofnana, þá
passaði hann það alltaf að blaða-
Ijósmyndari væri viðstaddur, til
þess að vera öruggur um að frétt-
in kæmi í blöðunum.
— Hann hefir líklega hugsað
sér að taka með sér úrklippu-
bók til Himnaríkis, hafði Eddie
sagt einu sinni, í þeirri von að
það hjálpi honum til að komast
í gegnum gullna hliðið.
— Og ef það dugar ekki, hafði
Phyllis bætt við, — þá reynir
hann eflaust að kaupa hliðið.
Þessi ungi erfingi Tilsey millj-
ónanna sá blöðunum líka fjrrir
talsverðu af öðru efni. Slúður-
dálkarnir voru alltaf fullir af
sögum um hann, mest voru það
kvennafarssögur.
Lucy undraðist með sjálfri
sér að hitta hann í neðanjarðar-
lest. Hvað gat hann verið að
gera þar? Ef hún væri ekki
neydd til að nota það farar-
tæki, væri enginn mannlegur
máttur sem fengi hana til þess.
Hún skyldi klæðast mink, aka í
leigubíl og sanna það í eitt
skipti fyrir öll að það bezta sem
þú getur öðlazt í lífinu er það
sem þú hefur ekki ráð á að eign-
ast. Það sá enginn til hennar
vegna þess að það var ennþá
dimmt í lestinni, svo hún sveifl-
aði um sig með handleggjunum
og lét eins og hún væri að sveipa
sig í þessa hlýju dýrð. Hún í-
myndaði sér þetta svo ljóslega
að hún fann jafnvel fyrir mýkt
skinnsins.
Þegar ljósið kom aftur varð
Lucy þess vör, sér til skelfingar,
að hún var 1 loðkápunni, ná-
kvæmlega þeirri sömu sem hún
hafði séð í auglýsingunni.
Hjarta hennar barðist svo
hratt að hún fann til sársauka
innvortis. Aðeins andartaki áður
hafði hana hungrað eftir hlut-
um sem hún hélt að hún myndi
aldrei eignast. Nú þegar hún
hafði fengið ósk sína uppfyllta,
hefði hún átt að vera ánægð.
En þess í stað fann hún til sjúk-
legrar vanlíðunar. — Þetta er
hitinn, reyndi hún að telja
sjálfri sér trú um, en þungi loð-
kápunnar og stór kraginn gerðu
þetta allt svo raunverulegt, þetta
sem var svo óraunverulegt. Það
sem þó var undarlegast, var að
henni fannst þægilega svallt, og
það sannaði að hér var um of-
skynjanir að ræða. Það gat ekki
verið að nokkur manneskja væri
í loðkápu í þessum hita og fyndi
samt fyrir svala.
— Þetta er met, sagði David
Tilsey. — Þetta er kaldasti októ-
berdagur í áttatíu ár.
Hann er brjálaður, hugsaði
Lucy og færði sig frá honum.
Han er jafnvel brjálaðri en ég
er á þessu augnabliki. Þá tók
hún eftir því, sér til mikilla ó-
nota, að allir í vagninum voru
í yfirhöfnum. Feita konan með
dagblaðið var farin, en í hennar
stað var kominn sjómaður, sem
líka var að lesa dagblað. Hún
leit á blaðið, það var líka dag-
sett 15. október. En ártalið! Það
hafði sannarlega tekið breyting-
um, ekki síður en veðrið. Það
hafði stokkið fimm ár fram í
tímann.
Lucy stökk upp úr sætinu, eins
og skotin af rakettu, og reyndi
að komast í burtu frá þessum
litlu svörtu tölustöfum, sem röð-
uðu sér saman til að skapa þessa
martröð.
— Lucy, setztu niður, sagði
David Tilsey, lágt en skipandi.
— Við erum ekki ennþá kom-
in að Knightsbridge. Hún hlýddi
og smeygði sér aftur niður í
sætið. Það var þegar hún heyrði
nafn sitt af vörum hans að hún
fann til máttleysis í fótunum.
— Góð stúlka, sagði hann, eins
og að hann væri að tala við
óþekkt barn. Hann hélt í hönd
hennar, rétt eins og hann væri að
gleypa hana og þetta virtist ó-
sköp eðlilegt fyrir hann, en hún
horfði undrandi á hina höndina.
Hún var vel snyrt og á baug-
fingri var stór einbaugur úr
gulli.
Það ískraði í lestinni, þegar
hún kom út úr jarðgöngunum og
rann inn á stöðina. Og það ískr-
aði í taugum hennar sjálfrar
af ótta. En um það bil sem lest-
in nam staðar, var eins og ótt-
inn fjaraði út. Þó ótrúlegt megi
virðast var hún farin að sætta
sig við þetta ástand. Einhvers-
staðar milli Green Park og
Knightsbridge hafði hún glatað
fimm árum ævi sinnar og fengið
í staðinn minkakápu og David
Tilsey fyrir eiginmann; guð einn
vissi svo hvað við tæki.
— Komdu, sagði hann, — við
förum úr hér. Hann sagði þetta
lágt, en hann virtist vera vanur
að gefa skipanir, án þess að
hækka róminn.
Hún gekk við hlið hans eftir
brautarpallinum og að renni-
stiganum. Á leiðinni tók hún eftir
auglýsingum um hluti, sem voru
algerlega framandi, sömuleiðis
tízkumyndir sem henni fannst
koma sér einkennilega fyrir
sjónir. Pilsin voru svo stutt. Hún
fór að athuga sín eigin föt. ■—
Hversvegna komum við í neðan-
jarðarlestinni? spurði hún og
nam staðar. — Þurftum við að
gera það?
— Ég hélt, sagði hann þurr-
lega, — að það myndi vekja hjá
þér einhverja viðkvæmni að
minna þig á hvar við hittumst
fyrst. Veiztu að það var í fyrsta
sinn sem ég notaði neðanjarðar-
lestina. Það var svo heitt þenn-
an dag og ég gat ekki náð í
leigubíl....
Það voru engin vandræði að ná
í leigubíl nú, það beið einn við
útgöngudyrnar. Hann sagði bíl-
stjóranum hvert skyldi aka og
settist við hlið hennar, hallaði
sér aftur á bak og virti hana
fyrir sér.
— Það var ekki erfiðislaust
að finna þig, sagði hann. — Ég
býzt við að þú sért hreykin af
sjálfri þér.
— Ég veit ekki hvað þú ert
að tala um, sagði hún í einlægni.
— Hvernig datt þér í hug að
fara inn á slíkt hótel? sagði hann
ergilegur. — Ég hélt að konan
mfn ætti að vera farin að venj-
ast einhverju betra.
— Heyrðu, sagði hún og var
að því komin að ávarpa hann
sem herra Tilsey, en ef hún var
í raun og veru konan hans, var
það hlægilegt. Það var líka eitt-
hvað fjarstæðukennt við allt
þetta ástand. Hún varð að segja
honum það, láta hann hjálpa sér
ef hann gæti. Hún byrjaði á því
að segja: — Hlustaðu á mig, ég
þarf að segja þér nokkuð....
Hann tók fram í fyrir henni.
— Ekki hérna. Hann talaði svo
lágt að hún varð að halla sér
að honum til að heyra. — Það er
ekki nauðsynlegt að tala um
einkamál okkar í leigubíl. Og
svo lokaði hann augunum og
sagði ekki meir, og þau óku á-
3Q VIKAN 18. tbl.