Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 39
var að lesa í. Yfir auglýsingunni var dagsetningin, 15. október. Ártalið var það sama og þegar hún lagði af stað í þunna kjóln- um, til að fara í venjulegt boð. — Ég var að spyrja hvort lestin stoppaði næst í Knights- bridge? endurtók David Tilsey og horfði beint á hana. Lucy horfði á opnar dyrnar. Nokkrir farþeganna olnboguðu sig inn og aðrir út. Hún sagði: — Mér þykir það leiðinlegt, ég er að fara út hérna, þér verðið að spyrja einhvern annan. Hurðin hafði næstum lokast á hana, en hún náði því samt að troða sér út. Hún stóð á brautar- pallinum og horfði á hann þegar lestin ók af stað. Henni fannst hann hálf óánægjulegur á svip- inn. Svo sneri hún sér við og hljóp upp rennistigann. Hún var létt í spori í þetta sinn og á- kvað að vera eyðslusöm og fá sér leigubíl. Það var alltof heitt til að ganga. Hal hvað-sem-hann-nú-hét-í eftirnafn er ábyggilega mjög elskulegur ég er viss um það. Hann var það líka. Þegar á kvöldið leið hvessti og regnið steyptist niður og flæddi um göt- urnar. Hann hafði fylgt henni heim, í regnkápu sem hún fékk lánaða hjá Phyllis, þegar veizlan var búin. Það var byrjunin. Hún kláraði úr kaffibollanum og leit á klukkuna. Hal var að verða of seinn. Hún heyrði að hann opnaði útidyrnar, eins og hann var vanur og kom svo inn með blaðið, sem hann las í á leiðinni. — Ég hefi bara tíma til að fá mér bolla af kaffi. . . . — Það er annað sinn þessa viku, sagði hún, dálítið æst, og hellti of hratt í bollann. — Fyrirgefðu, sagði hann, svo flautaði hann allt í einu. — Hvað er að? — David Tilsey er dauður . .. Hönd hennar skalf, þegar hún rétti honum bollann. — Hveriær, spurði hún og röddin var óstyrk. — í gærkvöld. Það var slys. Hann virðist hafa hallað sér að handriði, sem ekki var fest nógu vel. Hann datt af tuttugustu hæð. Það er hræðilegt. Lucy tók andann á lofti. — Hvar var konan hans? Hal horfði undrandi á hana. — Hann var ógiftur. Ég hélt þú vissir það. Hann hvolfdi í sig kaffinu, kyssti hana létt og hljóp út. — Ég kem heim um sexleitið, kallaði hann. Svo heyrði hún úti- dyrnar opnast og lokast aftur. Hún reyndi að fullvissa sjálfa sig um að þetta hefði aðeins verið vondur draumur, í yfirfullri lest á óþolandi heitum degi. En hvernig gat hún vitað að hann félli niður af tuttugustu hæð, niður á götu í London, og í of- análag vegna þess að handrið- ið var illa fest? Hvað sem hefur komið fyrir hann í gærkvöldi, kemur mér ekkert við. . . . En að vita um þetta svona löngu fyrirfram, kom henni til að hugleiða hvort raunveruleik- inn væri aðeins það sem við sjáum og finnum. Hún sá myndina af David Tils- ey á forsíðu blaðsins. Hún horfði á myndina og henni fannst hún heyra hann segja: Ef ég ætti að deyja, mundir þú vilja gráta yfir mér, Lucy? Ég þekki engan annan sem myndi vilja gera það.... Og þar sem hún var ein og enginn gat séð til hennar, hall- aði Lucy sér fram á borðið og grét yfir ókunna manninum, sem hafði séð hann aðeins einu sinni í neðanjarðarjárnbrautarlest. ☆ Við leikum ekki lengur frumstæðan handbolta Framhald af bls. 27. handknattleiks hlægilega tíkarleg. T.d. má nefna það að strákar og stelpur eru send út í heim, alla leið til Tokyo, eða eins langt og hægt er að komast frá þessu ey- landi, bara til að synda eitt eða tvö sund, og vitað er fyrirfram að það verður ekki nema einn sprett- ur og þá verður Islendingurinn úr leik. I þetta er peningum kastað. En handknattleikslandslið á leið [ heimsmeistararkeppni þarf kannski að banka upp á hvers manns dyr til að reyna að koma út happdrætt- ismiðunum sínum, og þegar ( harð- bakka slær verður að setja allt sitt traust á góðhjartaðan banka- stjóra. Þannig getur það verið æði erfitt að berjast unidir merkjum landsins í hvítbláa búningnum". — Hvers vegna fórstu að stunda handknattleik, Gunnlaugur? Ég spyr eiginlega vegna þess að fyr- ir framan mig er hlaði af úrklipp- um um leiki Gunnlaugs og ef dæma má eftir fyrirsögnunum, GUNN- LAUGUR VANN LEIKINN Á EIGIN SPÝTUR o.s.frv., má ætla að hann hafi lent á réttri hillu. ,Einhvernveginn álpaðist ég á æf- ingar hjá Víking og fór að keppa með þeim. Þjálfarinn þar var eng- inn annar en Hannes vinur minn Sigurðsson svo undirstaðan var ekki sem verst eins og þú skilur. Ég fór síðqr í Val sem raunar var mitt félag því þar voru allir fé- lagarnir úr fótboltanum. Valsvistin varð styttri en við mátti búast. Við fórum í ferðalag upp á Akranes og ein flaska af víni, sem ég ætl- aði að fela fyrir félaga minn varð ADVOKAT VPíDLAR - ^IÁYIADLAR Advokat vindill :Þessi vind- 111 er þægilega oddmjór; þó hann hafi öll bragðein- kenni góðs vindils, er hann ekki of sterkur. Lengd: 112 mm. Advokat smávindill: Gæð- in hafa gert Advokat einn útbreiddasta smávindil Danmerkur.Lengd: 95 mm. SS5ÍSÍ SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI Leverandor til Det kongelige danske Ho£ VIKAN 18. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.