Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 33
— Ég drekk aldrei vín, sagði hún. Hann brosti að þessu, eins og að hún væri að segja eitthvað fyndið, svo gekk hann burt og skildi kápuna eftir á gólfinu. Þegar hún tók hana upp varð hún undrandi yfir því hve þung hún var. Hún hafði aldrei haldið að minkakápa gæti verið svo þung. Svefnherbergið var hinum megin við anddyxið, það mundi hún frá sjónvarpinu, svo hún var ekki í neinum vandræðum með að finna það. Hún þreifaði fyrir sér til að finna rofann. Sem betur fór voru engir skríkjandi fuglar þarna. Gífurlega stórt rúm hálffyllti herbergið. Veggirnir voru fóðr- aðir með flaueli. Á einum veggn- um var innrömmuð mynd af David Tilsey, standandi hjá sportbíl og með verðlaunabikar í hendinni. En það sem vakti mesta athygli hennar var gullið snyrtiborð. Hún ýtti á hnapp, sem kveikti á ótal perum sem um- kringdu spegilinn og horfði fast í hann. Ég hefi breytzt, hugsaði hún. Hár hennar var aðeins dekkra, en snilldarlega vel litað. Það voru líka aðrar breytingar, sem voru ekki eins gleðilegar, smá- hrukkur um augun og munn- inn. Hún strauk þessar hrukkur með skjálfandi höndum og furð- aði sig á því hvernig á þeim stæði. Augu hennar sögðu ekki neitt. Þau voru skær af æsingi, en um leið tóm. Hún fékk enga skýringu þar. Tveir af innbyggðu skápunum voru sýnilega hennar skápar. Þeir voru fullir af mjúkum silkikjólum, þungum brókaði kjólum og herðaslám úr herme- líni og refaskinni. Gamla löng- unin til að eiga fín föt, helltist yfir hana. Andartak gleymdi hún öllu öðru. Hún þreif gylltan kjól af silkifóðruðu herðatré, hélt honum að sér og þeyttist um gólfið. Með andköfum stanzaði hún fyrir framan stóran spegil. Glæsileiki kjólsins sló eiginlega út litaskrúð fuglanna. Þá mundi hún svipinn á David Tilsey, þeg- ar hann sagði. — Einn góðan veðurdag hengi ég þá alla. Hún missti allan áhuga á kjólnum, henti honum á rúmið. Svo greip hún fílabeinssímann sem stóð á náttborðinu. Hún valdi númerið hjá Phyllis. Phyllis hafði verið vinkona hennar. Þær höfðu sagt hvor annarri frá draumum sínum og leyndar- málum. Hún hafði verið að fara í boð til Phyllis, þegar David Tilsey sagði í lestinni forðum: — Afsakið, hve margar stopp- stöðvar eru til Knightsbridge? — Halló? Sagði Phyllis og Lucy var svo yfir sig hrifin að heyra rödd hennar að hún varð hálf mállaus sjálf. Sá möguleiki að vinkona hennar væri flutt hafði ekki hvarflað að henni. Feginleikatár komu í augu henn- ar og hún deplaði þeim burt. — Halló? sagði Phyllis aftur. — Hver er þetta? — Það er ég, sagði Lucy loks- ins. — Lucy.... — Drottinn minn, hvernig líð- ur þér? Ég er meir en hissa! Það var einhver broddur í röddinni. Þessi rödd tilheyrði þeirri Phyllis sem var að hefða sig fyrir ó- kunnugum. Þetta var rödd, sem var ætluð ókunnugum, en ekki vinum hennar. — Það er langt síðan ég hefi séð þig, sagði Phyllis, — það eru meir en tvö ár síðan ég kom í heimsókn til þín. — Það er nú það, sagði Lucy, — ég get ekki munað það. — Ég er ekkert hissa á því. Þú varst svolítið utan við þig. — Meinarðu að ég hafi verið undir áhrifum, sagði Lucy með vantrúarhreim í röddinni. — Þú veizt að ég drekk aldrei. — Ó, hættu nú Lucy, sagði Phyllis og nú þekkti Lucy rödd- ina. — Þú varst blindfull og þú veizt vel. Það var líklega þessvegna sem þú rakst mig út. En við skulum láta gleymt vera gleymt. Ég reikna ekki með að þú hafir tíma til að sinna göml- um vinum núorðið. Ég er ekk- ert að finna að því, þetta er bara staðreynd. — Það er einmitt, sagði Lucy æðislega. Ef Phyllis gat ekki hjálpað henni, gat það enginn. — Phyllis, ég man ekki hvernig lífi ég hef lifað. Ég man ekki neitt. — Þessi tilvera þín er auð- vitað langt fyrir ofan það, sem við töluðum um í kaffitímunum á skrifstofunni forðum. Hugsa sér að þú skulir eiga skemmti- snekkju. — Phyllis....! — Ég sá mynd af þér í blöð- unum fyrir nokkru. Þar varstu hjá gosbrunninum við villuna þína á Ítalíu. Lucy heyrði hana andvarpa. — Stundum hef ég öfundað þig, Lucy. Lucy var að því komin að segja: — Þú skalt ekki öfunda mig. Ég hefi misst minnið. Ég man ekki neitt, aðeins hvað ég var fyrir nokkrum árum.... En hún var aðeins búin að segja. — Þú skalt ekki.... þegar Phyll- is tók fram í fyrir henni. — Ég sagði stundum. Ef ég á að vera heiðarleg, þá get ég sagt þér að ég hefi aldrei öfundað þig. Þegar maður les slúðurdálk- ana og heyrir allt kjaftæðið um David Tilsey, þá. . .. Lucy stirðnaði upp. Hún fann ti leinhverrar hollustu við þenn- an mann sem var þó eiginmaður hennar, þótt hún þekkti hann ekki neitt, henni fannst hún skulda honum það. — Hvaða kjaftasögur? spurði hún kulda- lega. — Eddie minn er aðeins mað- Hin fullkomnu Imperial sjónvarps- tæki ávallt fyrirliggj- andi <5 VerS kr. 24.200. RADIOVER S.F. Skólavörðustíg 8 — Reykjavík - Sími 18525. VIKAN 18. tbi. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.