Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 21
Njáli og Snorra goða. Ég sé ekki, að það þurfi neina viðreisn á Þing- völlum aðra en þá að koma þar upp frambærilegri aðstöðu til að taka á móti innlendum og útlendum ferðamönnum. Osnortin náttúra stað- arins er sjálft blómið í hnappagati hans, en hinu er ekki að neita að Þingvellir ættu skilið glæsilegra veitingahús eða hótel en Valhöll er. Helgi bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi hélt erindi í út- varpið á dögunum og kom fram með þá skoðun, sem raunar er ekki ný, að Lögberg hefði verið á rimanum milli Flosagjár og Nikulásargjár skammt frá þeim stað sem brúin er yfir Peningagjá. Hann kvað það verk þessarar aldar að finna Lögbergi stað á gjárbarminum, þar sem almennt er nú talið, að það hafi verið. Hann fann því margt til stuðn- ings úr fornum bókum, að Lögberg hafi verið á rimanum milli gjánna, en furðulegt má það teljast, ef þessi merkasti sögustaður þjóðarinnar hefur týnzt. Það er kunnugra en að frá þurfi að segja, að ómerkileg örnefni haldast og geymast kynslóð fram af kynslóð og jafnvel þó verði ábúendaskipti á jörðum. En um sjálft Lögberg verður að viðhafa getgátur einar. Mér finnst tilgátan um rimann milli gjánna heldur ó- líkleg, en þó þori ég ekki að rengja hana. Mér finnst trúlegt að mönn- um hefði þá einhverntíma verið fleygt ( gjárnar, þegar átök urðu á Alþingi, en ég man ekki til þess að um það sé getið ( (slendingasögum. En ég get ekki annað en dáðst að því, hvað Helgi á Hrafnkelsstöð- um hefur lesið sér nákvæmlega til um þetta mál. Og ekki aðeins það; hann hefur um áraraðir haldið fram ákveðnum kenningum um höfund Njálu og stutt það margvíslegum rökum, sem byggjast á eigin athug- unum hans. Mér finnst merkilegt, að maður úr bændastétt skuli hafa tíma til að koma fram með rökstuddar kenningar um sagnfræði. Hvar annarsstaðar í heiminum en á íslandi gæti það gerzt? Þarna höfum við enn leifarnar af þeirri traustu bændamenningu, þegar bóndinn var allt í senn: vinnumaður, bústólpi, höfðingi og fræðimaður. Ég hef einhverntíma heyrt það sagt í spaugi, að munurinn á íslenzkum og dönskum bændum væri sá, að danskir vissu allt um landbúnað en held- ur ekki neitt þar fyrir utan. íslenzkir bændur hefðu takmarkaða þekk- ingu á landbúnaði en furðu víðtæka þekkingu á öllum sköpuðum hlut- um þar fyrir utan. Þetta er vitaskuld ýkt, en þó mun vera ( þv( sann- leikskorn. En mér er sem ég sæi sumar hvítflibbastéttir standa sig í (slenzkum fræðum á borð við einstaka bændur. Annar íslenzkur fræðimaður, sem meiri part ævinnar hefur verið bóndi, Benedikt frá Hofteigi, hefur unnið mikið starf við rannsóknir á fornum fræðum. Hann hefur haldið fram kenningum um það, að Norð- menn hafi komið hér að fullbyggðu landi og styður hann það marg- víslegum rökum, studdum á eigin athugunum. Benedikt heldur því fram, að rannsóknir á (slenzkum fræðum hafi gersamlega legið ( lág- inni í marga áratugi. í útvarpsviðtali við Benedikt, virtist mér spyrj- andinn vera allt að því hneykslaður á þv(, að bóndi án akademtskrar menntunar leyfði sér að vefengja söguskoðun Sigurðar Nordals. Vakn- ar ( tilefni af því sú spurning, hvort einhver eða einhverjir hafi einka- rétt á (slenzkum fræðum. Nú vill svo til, að þetta verður ekki rannsak- að nema með því að lesa bækur, sem tilkvæmilegar eru öllum. Að ná einhverjum árangri á þessu sviði útheimtir enga titla, en góðan tíma, gífurlegan lestur og skarpa athygli. Á síðustu tímum hafa menn orðið ósáttir nokkuð um heimildagildi og sannfræði (slendingasagna. Mér virðist svo sem eldri kynslóðin hafi fremur trú á því en sú yngri, að sögurnar eigi við raunveruleikann að styðjast. Það er allt að því guðlast ( eyrum sumra eldri manna, þegar innt er að því, að [slendingasögurnar séu líklega að mestu skáldverk. Halldór Laxness gerir þetta að umræðuefni ( síðustu bók sinni, Upp- haf mannúðarstefnu. Hann segir meðal annars svo: „Aðalleiksvið Njálu, Bergþórshvoll þar sem Njálsbrenna gerist, liggur á svæði, Landeyjum, sem svo er flatlent að annar eins vaturpassi er ekki til ( Danmörku. Til að gera lesaranum trúlegan þann samdrátt liðs sem nauðsynlegur var áður Njálsbrenna yrði framin, þá var töfraður fram hóll uppúr flatlendinu bakvið bæinn, og síðan hvilft í hólinn þar sem lið Flosa gæti falið sig unz skyggir kvöld, en hefur þó ferðazt um hábjartan dag langa leið um breiða byggð alla leið útað Bergþórshvoli. Það væri eins líklegt að ekki aðeins skynsemdarmenn sem fást við forn- sögurannsóknir, heldur einnig innanhéraðsmenn í Landeyjum freist- uðust til að ímynda sér að Njálssaga hefði verið samin handa útlend- ingum eða að minnsta kosti Norðlendingum". Ég man ekki betur en einhver uppgröftur hafi átt sér stað á Berg- þórshvoli, væntanlega til að sanna eitthvað af eða á um Njálsbrennu, en uppúr því hafðist ekkert annað en einhver stórgripabein og allir eru víst jafnnær um Njál og syni hans fyrir þeim. Síðar ( sömu grein sem fjallar um fornsögur og rannsóknir þeirra, talar Halldór um þann tíma, sem leið frá þv( er sögurnar gerðust og þar til þær voru skráðar: „Hversu margir greindarmenn hafa ekki talið það liggja ( augum uppi að rithöfundur sá sem samdi Eglu ( kríngum árið 1230 hafi ekki aðeins verið málkunnugur frændum Egils, heldur einnig Agli sjálfum, og verið íhjá þegar hann var að yrkja og meira að segja heyrt afa hans tala ( öðru landi og sett á sig málfar hans. Samt liggja að minnsta- kosti sjö kynslóðir milli Egils sjálfs og þess manns sem samdi sögu af honum". í öðrum kafla bókarinnar er Egla enn á dagskrá og Halldór segir: „Við skulum biðja og vona að saga Egils Skallagrímssonar sé lýgi frá rót- um. Að minnsta kosti verður ekki betur séð en hún sé það ( þeim grein- um sem rannsakaðar verða með raunvísindlegri aðferð. Sagan er samin 250—300 árum eftir að Egill var uppi og bókmenntaleg hefð skipaði svo fyrir að einmitt í þessa veru skyldi lýst görpum úr heiðni. Ýmislegt styður þá skoðun að kvæði Eglu hafi ekki verið ort fyren alllöngu eftir að sagan var samin; ekkert ætti þó að vera þvf til fyrir- stöðu að þau gætu verið ort nokkrum ættliðum áður en hún var sam- in". Um sannfræði íslendingasagna verða menn ugglaust aldrei á einu máli enda fátt sem hægt er að gera, úr því sem komið er til sönn- unar eða afsönnur. Þó kynni að vera, að þær fornminjar ættu eftir að grafast úr jörð, sem vörpuðu skýru Ijósi á eitthvert atriði úr sögun- um, svo ekki yrði um villzt. En hingað til hafa fornminjar naumast orðið til þess að taka af allan vafa um það, hvort farið sé rétt með afrek og æviatriði frægra persóna úr íslendingasögum. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að það sé ekki æskilegt frá þjóðhags- legu sjónarmiði, að bændur eða aðrar vinnustéttir, séu að gutla við fræðaiðkanir. Fremur ættu þeir og aðrir að auka „framleiðnina" eins og stjórnmálamennirnir segja. Nú er svo mikið upp úr því lagt að vera sérmenntaður: Helzt ættu menn að verja hálfri ævinni í sérfræði- nám til þess að spjara sig, þegar út ( lífsbaráttuna kemur. En þv( mið- ur er þv( oft þannig farið, að menntun sérfræðinga verður um leið framleiðsla á fagidjótum. Sumir ágætir sérfræðingar eru bagalega ómenntaðir almennt. Þeir hafa varla hugmynd um eitt eða neitt sem Framhald á bls. 49. i VIKAN 18. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.