Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 11
■O Skrifstofa húsbóndans er eins og minjasafn úr öllum heiminum. Þarna eru sklldlr og spjót vilii- manna, dýrafeldir og lagsvcrS. o Nokkurra ára mynd af fjölskyldunni: Halla, Davíð og Hal. efni líkar ekki, þá er svo auðvelt að snúa takkanum og velja eitthvað annað. Og sjón- varpið fylgist vel með því hvort þættirnir eru vinsælir. í Kaliforníu er hægt að velja um tíu sjónvarpsstöðvar og hver stöð hefur fjölbreytt efni. — Er mikil vinna að undirbúa svona þátt? — Það er óhemju mikil vinna. Hal var áður vanur að sýna ferðamyndir og þá talaði hann jafnframt á sýningum og fékk góða æfingu. Hann er mjög lipur ræðumaður. Nú er þetta auðvitað allt orðið miklu auð- veldara en það var fyrst hjá okkur. Það gerir áralöng æfing. — Og komið þið alltaf fram sjálf í mynd- inni? — Já, við segjum æfinlega nokkur orð á undan sjálfri myndinni. — Og þið eigið heima í Los Angeles? — Já, nánar tiltekið við Don Diablo Drive. — Viltu segja mér eitthvað um húsið ykk- ar? — Ja, hvað skal segja, það er 240 fer- metrar að flatarmáli og allir veggir eru þakt- ir með ýmiskonar gripum sem við höfum safnað á ferðum okkar víðsvegar um heim. — Húsið er þá orðið hálfgildings safn? — Já, og það er orðið of lítið. Nú ætl- um við að fara að byggja stærra hús. Ég vona að það verði eitthvað farið að gerast í því um það leyti sem þetta kemur í Vik- unni. — Vinnur þú eitthvað sjálf að heimilis- störfum? — Ó já, reyndar geri ég öll húsverkin sjálf. Ég elda t.d. allan mat og þó að það kunni að hljóma ótrúlega, þá baka ég á hverjum degi, nostra meira að segja við það og prófa ýmislegt nýtt. Hinsvegar hefi ég stúlku, sem kemur einu sinni í viku til að skúra gólf og vinna þessháttar störf fyrir mig. — Hvernig gengur dagurinn fyrir sig hjá þér, þegar þú ert heima? — Ef ég ætti að lýsa ofur venjulegum degi þá mundi ég segja, að hann byrjar með því að ég fer á fætur, kortér fyrir sjö, nema um helgar. Ég byrja á því að búa til morgunverð því ég legg áherzlu á það að drengurinn byrji daginn með því að borða vel. Tuttugu mínútum fyrir átta ek ég svo Davíð í skólann, en það er um það bil 10—11 km. Hann er búinn í skólanum um kl. 4 síðdegis og kemur heim með strætisvagni. — En hvað svo, þegar þú ert búin að koma Davíð í skólann? — Þegar heim kemur, þá byrja ég á því að lesa blöðin og fá mér kaffi. Um það leyti er klukkan orðin 9. Þá fer ég að laga til í húsinu, en Hal er farinn að vinna, hann byrjar að jafnaði kl. hálf 9 og er búinn að koma einhverju í verk kl. 9, þegar síminn byrjar að hringja. VIKAN 18. thl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.