Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 5
Um langa hríð gengur dansinn í öldum um allar götur . . . ungir og gamlir, karlar og kon- ur dansa eftir ástríðuþrunginni músíkinni og hreyfa sig tryllings- lega eftir ofsafengnum rytman- um. Langar keðjur eru myndað- ar, og karlar og konur dansa — hvort kynið út af fyrir sig — í keðjum, sem tengjast saman, og er dansstjóri fyrir hverri keðju. Flestar konurnar, sem þátt taka í dansinum, eru mjög fallegar og klæddar skrautlegum buxnakjól- um með tyrknesku sniði, hengd- ar utan skartgripum og allar „húðflúraðar". Svörtu augun tindra af lífsgleði. Neðan við buxnakjólana sjást litlir, smekk- lega gerðir skór. Klæðnaður karlmannanna er hinsvegar dá- lítið handahófskenndur. Sumir eru í jakkafötum, en flestir á skyrtunni og dansa berfættir. Hljóðfæraslátturinn lokkar jafn- vel fram hóp eldri manna. Þeir dansa í keðju sér eftir eigin hljómsveit, sem trumbuslagari stjórnar, og hann herðir á hljóð- fallinu unz fætur karlanna hreyf- ast eins hratt og trommupinnar. Um langa hríð gengur dansinn í öldum um allar götur. Brúð- guminn er einn sá fjörugasti. Hann hefur líka ástæðu til þess. Brúður hans er fögur eins og gyðja, og góðir vinir safna pen- ingum fyrir sameiginlegri brúð- kaupsgjöf, meðan dansinn er stiginn. Börnin hlaupa fram og aftur milli fóta hinna fullorðnu. Einnig þau hreyfa sig eftir hljóð- fallinu, altekin af tónlistinni. Myrkrið hnígur yfir sígauna- hverfið, en hlj óðfæraleikararnir linna ekki látum og það er dansað langt fram yfir miðnætti. Þetta er hátíðleg veizlunótt, sem við gleymum seint — nótt ósvikins sígaunabrúðkaups. Trumbiislagari stjórnar hljómsveit- inni, sem leikur íyr- ir dansi eldri mann- anna. Hljóðfæraleikararn- ir linna ekki látum .. Karlar og konur dansa í keðjum, hvort kynið út af fyrir sig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.