Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 16
[FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGANNE GOLON — Hver veit? spurOi Savary dularfullur. — Madame, það getur verið, að tað sé ekki viðeigandi, en úr því við erum nú svona illa á okkur komin saman, er ég viss um að Þér takið það ekki illa upp, þótt gamall vinur leggi fyrir yður nokkrar spurningar. Hversvegna til dæmis lögð- uð þér nokkurntima af stað, alein, í þessa háskasamlegu ferð? Angelique andvarpaði. Hún hikaði eitt andartak, en ákvað síðan að trúa gamla vísindamanninum fyrir öllu og hún sagði honum hvernig, eftir að hafa álitið árum saman, að greifinn af Toulouse hefði verið tekinn af lifi, hún hefði fengið óhyggjandi sannanir þess, að hann hefði komizt undan refsingu sinni, og hvernig, eftir að hafa lagt saman allar þær vísbendingar, sem hún hafði fengið, hún hefði lagt af stað til Krítar, þar sem hún átti veika von um að finna eitthvað meira um hann. Savary klóraði sér í skegginu en sagði ekkert. — Haldið þér að ég sé vitlaus? spurði Angelique. — Já. En það er fyrirgefanlegt. Ég er bjáni sjálfur. Ég hef yfirgefið allt, til að gefa mig á vald ófyrirsjáanlegum hættum. 1 leit minni að þekkingu, fylgi ég draumum minum á sama hátt og þér, vegna Þess að i djúpum sálna okkar er eldurinn, sem ekki verður slökktur — í yðar tilfeUi ástin, sem lýsir yður eins og stjarna í eyðimörkinni. Erum við I raun og veru svo miklir bjánar? Ég efast um það. E’ðlishvöt okk- ar er sterkari skynseminni og leiðbeinir okkur, jafnvel þótt hætturnar séu margar. Það er eins og hinn heilagi viðarteinungur, sem segir okkur hvar vatn er fólgið undir. — Hafið þér nokkurn tíman heyrt um griskan eld? spurði hann svo og skipti um umræðuefni. — Á dögum hinnar fornu Bysants var til vitur ætt, sem geymdi leyndarmálið um hann. Hvaðan kom það? Rannsóknir mínar benda til þess, að þar hafi verið um að ræða elds- dýrkendur, fylgjendur Zaraþústra, og þeir hafi komið frá héruðunum umhverfis Persepólis á landamærum Persíu og Indlands. Það var þetta leyndarmál, sem gerði Bysants ósigrandi, meðan bysantiskir visinda- menn geymdu leyndarmálið um hann óslökkvandi eld. Þvi miður voru visindin eyðilögð, þegar krossfararnir réðust inn í Bysants í kringum árið 1202. Ég er nú viss um, að leyndarmálið er fólgið í steinefna- moumie, sem logar að eilífu, og þegar það er rétt meðhöndlað, gefur það frá sér loftkennt gas, sem er mjög eldfimt, og getur næstum valdið sprengingu. Það var einmitt það, sem ég var að gera tilraunir með í morgun, og þó notaði ég aðeins óendanlega litið magn, svo þér sjáið, að ég hef endurfundið leyndarmálið um griska eldinn! 1 æsingu sinni hafði hann hækkað röddina, og Angelique varð að minna hann á, að Þau voru aðeins aumir þrælar í höndum miskunnar- lauss húsbónda. — Óttastu ekkert, fullvissaði Savary hana. — Þegar ég segi þér um uppgötvanir minar, er það ekki vegna þess, að ég hafi gleymt mér 1 visindastarfi mínu, heldur er það vegna þess, að Það mun hjálpa okkur til að fá frelsið aftur. Ég hef mínar áætlanlr, og ég heiti þér því, að þær munu standast, aðeins ef við komumst til eyjarinnar Þeru, sem er hérna fyrir sunnan okkur I Eyjahafinu, í þessum sömu Tylftareyjum. — Hversvegna Þeru? ■— Ég skal segja þér það, þegar þar að kemur. Þegar leið á kvöldið, fylltist skipið af nýjum hljóðum. Óp kvenna rufu loftið og samanvið blönduðust raddir karlmanna og formælingar. Það heyrðust skeUir þegar likamir féllu og fótatak naktra fóta, sem hentust fram og aftur um skiplð, síðan hávær grátur og skelfingar- öskur, og innan um allt þetta blönduðust djúpar raddir sjóræningjanna og klúr hlátur þeirra. Angelique leit út um kýraugað. Sjóræningjarnir voru að koma með nýja hópa af þrælum og meta Þá fyrir markaðsgildi. Ef konurnar voru fagrar, voru þær settar til hliðar, haldið til haga, væntanlegum hús- bændum til yndisauka. En töluverður hópur var rekinn saman í stíu til að selja sem vinnudýr. Mennirnir þukluðu og þrýstu um kvið hverrar Jg VIKAN 18. tbl. og einnar til að komast að þvi, hvort hún væri ófrisk, því kona með barni gekk hærra verði, þar sem kaupandinn fékk þá tvo Þræla fyrir einn. Angeiique setti hendur yfir eyrun og hrópaði að hún hefði fengið nóg af þessari villimennsku, og vildi komast út. Er Coriano kom með tvo svertingjadrengi og færði henni bakka, hlaðinn matvælum, hellti hún yfir hann skömmunum og neitaði að borða minnsta bita. — En þú verður að éta, hrópaði eineygði undirforinginn. —- Þú ert ekkert nema skinnið og beinin. — Láttu þá hætta að misþyrma þessum konum. Hún sparkaði I bakkann, svo að allir diskarnir fóru um koll. — Þaggaðu niður þessi hróp! Coriano hvarf burt eins hratt og stuttir fæturnir gátu borið hann. Svo heyrði hún d’Escrainville þruma: — Svo hún heldur að hún geti sagt okkur fyrir verkum? Jæja, ég vona að þú hafir fengið það, sem þú vilt. Ef áhöfn mín getur ekki notið svolítillar kvennaskemmtunar á sínu eigin skipi.... Hann kom skálmandi i vondu skapi inn í klefann. — Mér er sagt, að þér neitið að éta? — Haldið þér að svallið I ykkur sé lystaukandi? Hún var svo mögur, og fötin héngu svo lufsulega utan á henni, að hún var eins og þvermóðskufullur unglingur, og sjóræninginn gat ekki varizt brosi. — Allt I lagi! Ég skal skipa svo fyrir, ef þér reynið þá að koma til móts við mig. Madame du Plessis-Belliére, viljið þér gera mér þann heiður að borða með mér? Sessur höfðu verið lagðar umhverfis lágt borð. Litlar silfurskálar voru bornar um, fullar af þykkum, súrum rjóma og kjötbollum vöfðum inn I ilmandi vínviðarlauf. Borðið svignaði undan allskonar krásum og mismunandi sósum: Lauk, pimentu, papriku, saffrani —og allt þetta var eins og grænir, rauðir og gulir blettir á hvítum borðdúknum. — Smakkaðu þetta, sagði Coriano og jós á diskinn hennar. — Ef þér þóknast það ekki, getum við náð I fisk handa Þér. Sjóræningjaforinginn leit hörkulega á undirmann sinn: — Þú værir góð barnfóstra. Það er vafalaust Það, sem þú ert fæddur til að vera. Coriano brást reiður við þessari stríðni: — Einhver verður að bæta fyrir þann skaða, sem unninn hefur verið, þrumaði hann. — Það er hreinasta hundaheppni, að hún skuli ekki vera dauð. Ef hún dæi núna, myndi ég hafa Það klingjandi I eyrunum, Það sem eftir væri. Nú var markgreifinn orðinn reiður: — Hvað viltu, að ég geri? spurði hann. — Ég hef leyft henni að ganga óhindraöri um og anda að sér fersku lofti. Ég bauð henni að éta með okkur, eins kurteislega eins og ég gat. Við höfum allir læðzt um á tánum til að trufla hana ekki, meðan hún svaf. Mennirnir mínir verða að haga sér eins og kórdrengir og fara I rúmið klukkan átta.... Angelique rak upp hlátur. Sjóræningjarnir tveir litu á hana með opinmynntri undrun. — Hún er að hlæja! Loðið fésið á Coriano iýsti upp, eins og kviknað hefði á peru innan I kollinum á honum. — Madonna! Ef hún aðeins gæti hlegið svona á uppoðspallinum, myndu fást tuttugu þúsund pjöstrum meira fyrir hana. — Fifl! sagði d’EscrainviUe. — Hve margar hefurðu séð hlægja á uppboðspallinum ? Þar að auki er þetta ekki hennar vandi. Við getum prísað okkur sæla ef hún bara heldur sér saman. Af hverju eruð þér að hlægja? — Ég get ekki alltaf grátið, sagði Angelique. Hún lét undan töfrum þess kyrra, bláa kvölds. Litla eyjan fyrir framan þau flaut I léttu mistri, eins og bátur I draumi, og hofið var baðað i silfurgeislum rísandi tungls. D’Escrainville markgreifi fylgdi augum hennar. — Einu sinni voru sex Appolloklaustur þarna og á hverjum degi tignuðu þeir fegurð hans í dansi og söng.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.