Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 40
IBiIBllf •: .• •:• íííSSÍÍÍ ■■"í ■ wmí ■H .... Hvert er förinni heitið? Faxárnir rata England, Skotland, Danmörk, Noregur, Færeyjar... Fiugfélagíð sér yður fyrir fari á í s I a n d i og um víða veröld FLUGFELAG ISLANDS ICELANDAIR okkur Val að vinslitum. Einn pilt- anna í hópnum ætlaði að verða eftir hjó vinafólki sínu og hafði með sér flösku af einhverju gutli. Nú var fólkið ekki heima og hann ætlaði heim aftur með hópnum, en einhvern veginn fór það nú svo .að vandræði hlutust af flöskunni, sem alls ekki mótti koma fyrir augu þjálfarans og unglingaleið- togans. Eg reyndi að fela hana ( pússi mínu, en þar fannst hún og fyrir hana var ég „hengdur". Þá var ég fullra 17 ára gamall". „Næst reyndi ég hjá IR og hitti þar fyrir sanna vini. Það gekk allt í haginn hjá okkur bæði í 2. flokki og eins eftir að ég fór að keppa með meistaraflokki, eða allt þar til við misstum nokkuð marga leik- menn á sama ári. Margir strákanna voru námsmenn og fóru eða urðu að hætta af öðrum ástæðum. Þor- leifur Einarsson fór utan til náms í jarðfræði, Þorgeir Þorgeirsson fór að nema læknisfræði, Gunnar Bjarnason fór að stunda leiktjalda- málun og er nú aðalleiktjaldamál- ari Þjóðleikhússins og Pétur Sig- urðsson sá snjalli línuspilari fór ut- an til náms. Þar kom að við féllum í 2. deild með 7 stig úr deildinni. — Þá tók Fram við? „Já, þá tók Fram við og þar vann ég mitt fyrsta mót í meistara- flokki í vetur, Reykjavíkurmótið. Vitanlega langar mig til að kom- ast einhvern tíma í tæri við Is- landsbikarinn, en það virðist ætla að verða erfitt og eru það Hafnar- fjarðarliðin tvö, sem aðallega standa í veginum fyrir okkur um þessar mundir". — En svo við snúum okkur að landsliðsmálefnum. Hafa ekki orð- ið miklar breytingar á þeim 8 ár- um, sem þú hefur verið ( landsliði? „Geysilegar breytingar. Það hef- ur verið hamrað á því í dönskum málgögnum að við leikum „prími- tívan" handknattleik. Það getur ver- ið að leikur okkar hafi verið það 1958, en hann er það ekki leng- ur. Danir skrifa illa um okkur af hreinni öfund og minnimáttarkennd, því þeir eru lélegir íþróttamenn, sem kunna hvorki að vinna leik né tapa. Síðan 1958 hefur fslenzk- ur handbolti gjörbreytzt. Þá var valið í landslið eftir skothörkunni einni saman. Eg man bara eftir einum manni, — einum einasta manni — sem ekki var skotmaður í því liði og var það Bergþór Jóns- son. Engin furða þótt við værum kallaðir „íslenzku sprengjuvarpar- arnir" í blöðunum. Síðan hefur línuspilið verið tekið upp f æ rík- ara mæli og ýmsar leikaðferðir og leikfléttur eru nú komnar með [ leikinn bæði hjá landsliðinu og flestum félagsliðum. Handboltinn nú og þá er gjörólíkur, enda hef- ur verið vel á þessum málum hald- ið". — Þú hefur Ifklega upplifað sitt af hverju í mörgum ferðum þínum með íþróttahópum? „Já, ég gæti sagt þér margar sögur af því. Nú, ég get t.d. sagt þér frá einni ferðinni, líklega þeirri beztu, sem ég hef farið, það var ferð með b-landsliði íslands í knatt- spyrnu. Eg varð einu sinni svo frægur að fara sem varamaður til írlands með a-landsliðinu að meira segja. Fararstjórarnir tveir, Ragnar Lárusson og Alfreð Alfreðsson frá ísafirði gerðu sitt til að ferðin heppnaðist með ágætum og hinar hjartanlegu móttökur Færeyinga voru með eindæmum. Það sem ég minnist alltaf er þó það, þegar Ragnar fór inn í hringdansinn með þeim „frændum vorum". Ragnar var fljótur að finna hljómfallið og þarna þrammaði hann hring eftir hring og losnaði ekki úr dansin- um þótt hann væri eflaust orðinn yfir sig þreyttur. í sex klukkutíma dönsuðu Færeyingarnir og sungu vísur sfnar, — f sex klukkutíma þrammaði Ragnar, og sá til þess að í þetta sinn vann (sland bæði lands- leikinn og dansleikinn, en yfirleitt hefur aðeins það síðarnefnda unn- izt. Það sem mér er þó alltaf minn- isstæðast er það þegar við fórum til Þýzkalands félagarnir úr ÍR. Við vorum búnir að vera á erlendri grund í 4 klukkutíma, þegar við vor- um búnir að koma upp um skart- gripaþjófa og flæma þá burtu af staðnum. Við vorum í Köln á leið til smáborgar sem heitir Hassloch. Þegar við gengum þarna í kvöld- húminu eftir allstórri götu heyrðum við brothljóð. Innarlega í dimmri og heldur þröngri hliðargötu sáum við að bíl hafði verið bakkað að búðarglugga. Við vorum forvitnir íslenzkir unglingar og tókum á rás til að sjá hverju fram yndi. Eg setti hendurnar upp að munni mér á hlaupunum og vældi eins og sf- rena f lögreglubfl gerir heima á Fróni og áður en varði var ég kom- inn á staðinn rétt á undan hinum strákunum. Nú varð mér litið bak við bflinn og horfði inn f fskalt byssuhlaup. Náunginn bak við byssuna skipaði mér fyrir á þýzku, en ég lét mér ekki segjast og hélt áfram för og reyndi að koma mér úr hættu. Félagarnir voru komnir á staðinn og fólk fór að þyrpast að en náunginn hélt öllu f skefjum með byssunni. Félagar hans voru nú búnir að „hreinsa" gluggann og nú var svarti Jagúarinn, sem nátt- úrlega var Ifka stolinn, ræstur og bensínið var gefið í botn. Við vor- um í klfpu, ungu íslendingarnir á erlendri grund. Við vorum allt f einu orðnir persónur í sakamáli. Sem betur fer gat Þorleifur Einars- son, sem var þá við nám í Köln, gengið f ábyrgð fyrir okkur og ferð- in hélt áfram til Hassloch, og síðan til Wiesbaden. Fyrsta daginn f Wies- baden var aðalfrétt blaðanna þar: SKARTGRIPAÞJÓFARNIR HAND- TEKNIR f WIESBADEN í NÓTT. Þeir höfðu þá fundizt í sömu borg og við og þótti okkur það allsmellin tilviljun. Þjófnaður þessi var talinn hinn stærsti f fjölda ár f Þýzkalandi og vakti mikla athygli. Sjálfur gerði VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.