Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 9

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 9
HEILSAN FYRIR ÖLLU! SMJÖRLÍKI SMíörUK« FinCRH FITI „Feeling pieces". Það er enska heitið á hlutum, sem fólk hefur á milli handanna bara til að hafa eitthvað á milli handanna. Eitt mesta vandamál leikara er sagt vera, hvað þeir eigi að gera af höndunum á sér. Þegar fólk kemst í geðshræringu, nýr það saman höndum eða klemmir þær saman. En strax og það nær tökum á einhverjum hlut, þá verður því rórra. Það er engu líkara en æsinginn leiði þá út úr líkamanum. Mörg dæmi slíks blasa við hvarvetna í hinu dag- lega lífi. Mörgum verður fyrir að hnuðla hattinn sinn, þegar þeim verður órótt. Vindill Churehills kom honum að svip- uðu gagni, svo og eplið Newton, fiðlan Einstein og sverðið Karli tólfta. Napóleon mikli stakk hendinni inn undir vestið í stíl við Talma, einn frægasta þá- verandi leikara Frakka. Hvað stórmenni þessi snerti, virðist svo sem nefndir uppá- haldshlutir hafi ekki einungis verið þeim til hugarhægðar, heldur hafi það að þukla þá, gert þeim fært að einbeita sér. Margt fleira má tína til um hina geysilegu þörf mannsins fyrir að hafa eitthvað til að þreifa á. Smábörn kreista bangs- ana sína, kaþólikkinn fingrar við talnabandið og finnur þar kraft- birtingu guðdómsins, bílstjórinn klemmir fingurna utan um stýr- ishjólið, bófinn strýkur skamm- byssuna sína og svona mætti lengi telja. Við getum jafnvel gengið svo langt að nefna lampa Aladdíns og hauskúpu Hamlets; hvað voru þessir frægu hlutir annað en „feeling pieces“? Þörf- in fyrir slíka hluti er jafnmikil á öllu skeiðinu frá vöggu til grafar. Nú á dögum er mikið talað um stress, hið sívaxandi álag á taugar mannsins, sem hraðinn í hringekju nútímalífsins hefur í för með sér. „Feeling pieces“ eru smávegis öryggisventill gagn- vart stressinu. Hæpið er þó að gera sér vonir um, að hægt sé að losa mannkynið við, allan þess taugatitring með því einu að fá hverri manneskju einhvern lempilegan hlut að þukla á. En þótt þetta tækist í bráðina, sem raunar er varla hugsanlegt, þá liði varla á löngu áður en þessir þægilegheitahlutir færu sjálfir að verða orsök að stressi. Menn færu þá að keppast um að eiga sem fínastan „feeling piece“, líkt og nú um bíla eða mublur, og innan skamms sætum við í sama feninu og í upphafi. Nei, það er hægara sagt en gert að hafa upp á einhverju krafta- verkameðali, sem læknaði hið sístressaða taugakerfi mannsins í eitt skipti fyrir öll, en huggun má hitt vera, að alltaf verða fyrir höndunum einhverjir smáhlutir til að þukla og draga úr mestu spennunni. ☆ Hin fiölhæfa 8-11 verkefna trésmiiðavél: Bandsög, rennibekkur, hjólsög, frœsari, band- slípa, diskslípa, smergel- skífa og útsögunarsög. Fóanlegir fylgihlutir: Afréttari þykktarhefill og borbarki. Fulikomnasta trésmíðaverkstæðið á minsta góltfleti fyrir heimili, skóla og verkstœði EMCO MAXIMAT AL- HLIDA RENNIBEKKUR. verkfœri & járnvörur h.f. Tryggvagötu 10. — Símar 15815 og 23185. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.