Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 7
JWURINN G.S., „Með leyfi til að drepa“. *“ Pistill þessi fjallar um James Bond og hans líka og er í sama dúr og reiðilestur þess ágæta klerks Árelíusar í útvarpinu á dögunum. Að vísu bregður fyrir meinloku í pistli G.S., þar sem hann lætur „Manninn frá Istan- bul“ koma frá Singapore, en það skiftir svo sem ekki máli. Það sem ég vildi sagt hafa er þetta: Bæði klerkurinn og G.S. taka fyrirbrigðið James Bond alltof hátíðlega. „His cruel mouth“ og önnur grimmdarsymból eru ekk- ert einsdæmi nú á okkar stríðs- öld, allir tímar hafa átt hliðstæð- ur. Við getum til dæmis rifað upp hetjusögur fyrri alda, þar sem ofurmenn réðu niðurlögum dreka og illvætta, sá er helztur munurinn nú að unglingar vorra daga trúa ekki lengur á óvættir nema þær séu útskýrðar með ein- hverri tækni og hún kemur ekki af sjálfu sér, þess vegna verða vondir menn að standa á bak við hana og hafa stjórn hennar með höndum. Eða lítum til dæmis á þessi litlu sætu ævintýri, sem okkur voru sögð í bernsku, um Hans og Grétu, sem vond kerling úti í skógi ætlaði að steikja og éta (hafði hún kannski ekki „cruel mouth“, að ætla að gapa yfir vesalings sakleysingjun- um?), eða vondu drottninguna í Mjallhvit, sem hafði eiturmorð fyrir sérgrein, nú eða þá úlfur- inn í Rauðhettu, sem gleypti allt kvikt, sem hann komst yfir, var hans „mouth“ ekki „cruel“? En eins og í James Bond sögum nú- tímans sigrar hið góða venju- !ega, þótt meðulin séu ekki beint úr guðsorðabókum, ég er að vísu tekinn að ryðga í barnaævintýr- unum, en ég man ekki betur en vondu kerlingunni í Hansi og Grétu hafi verið hrundið í þann steikarofn, sem hún ætlaði að matreiða bömin í, að vondu kerl- ingunni í Mjallhvítarævintýrinu hafi verið þvælt fyrir björg og framin seigdrepandi kviðrista á úlfinum í Rauðhettu. Hvort sem við erum ritstjórar eða prestar verðum við að minn- ast þess, að hverjir tim- ar hafa sin sérkenni, og ævintýri og sögur mótast af tíðaranda og skilningi hverju sinni. Það er þó áminning í rétta átt, að 007 þarf að hafa leyfi til að drepa, hér áður fyrr drápu söguhetjurnar þá og það sem þeim sýndist án allr- ar heimildar af hálfu stjórnar- valda, aðeins ef sagan krafðist þess. Annars er gaman að svona prédikunum, þrátt fyrir allt er maður svo gamaldags að vera þeim sammála í aðra röndina. Með beztu kveðju Halldór Guðjónsson (en það er ekki rétt nafn). ViS höfum ekkert við þessa gagn- rýni að athuga, annað en að undir- strika það, sem keonur glöggt fram í umræddum pistli, að drápsaðferðir Bonds og Co eru iðulega seindrepandi og kvala- fullar, og það er það versta við þær. Annars væri gaman að heyra fleiri raddir um þetta mál — og þær mættu gjarnan vera undirritaðar með réttum nöfnum. VAR HÚN KLIPPT? Pósturinn, Vikunni! Geturðu sagt mér, hvort sænska myndin, sem sýnd var í Hafnar- firði fyrir skemmstu, var klippt? Ég var búinn að heyra að í henni væru sérstaklega „djörf“ atriði, þannig að hún færi fram úr öllu, sem til þessa hefði sézt á hvíta tjaldinu, jafnvel því svæsnasta frá Bergman. En svo þegar ég sá hana, var þetta svo sem ekki neitt, til dæmis ekkert á móti dönsku myndinni, sem sýnd var í Firðinum samtímis. En ef þessi sænska mynd — 491 heitir hún — hefur verið klippt, þá finnst mér það svívirðilegt skemmdarverk. Mér finnst að myndirnar eigi að koma heilar og óklipptar til áhorfenda eða þá að það eigi bara alls ekki að sýna þær. Bíógestur. Eftir því sem við höfum fregn- að, klippti hérlent kvikmynda- eftirlit ekkert úr myndinni, en það mun hinsvegar hafa verið gert í Svíþjóð, áður en myndinni var sleppt þar út á markaðinn. Atriðið, sem út var klippt, hefur sjálfsagt verið þó nokkuð svæs- ið, því sænska kvikmyndaeftirlit- ið ætti að vera hætt að kippa sér upp við smámuni. ^bankett Hreint og hressandi! Það er gaman að matreiða i nýtizku eldhúsi, þar sem loftið er hreint og ícrskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndafiugið — og matarlykt og gufa sctjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ckki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið þér raunverulega loftræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um cðlilcga og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins i eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggctuna heyrist varla í viftunni. Balico Bankett er sennílega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun ó síum! Athugið sérstaklcga, að Bahco Bankctt þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Balico Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusiur úr ryðfríu stóli! Balico Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, sem ekki einungis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum siurnar. Fitusiurnar cru losaðar með einu handtaki og cinfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétf vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós vcitir þægilega Iýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu cru vcl og fallcga staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduð — fel a!ls staðar vel! Bahco Bankctt er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframleiösla frá einum stærstu, reyndustu og nýtízkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. _______________ ____________ BAHCO ER BETRI. Það er einróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunverulega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja cldri eldhús, brjóta einfaldlega gat á útvegg cða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. mS*' ' ' '' sa__, ..._, Veljið BAHCO BANKETT. • • Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fóið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVÍK. Sendið undirrit. Bahco Bankett -myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: ............... ............................................... Heimilisfang-......................................................... Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavlk. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.