Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 14
omxð saman í leyndarhúsinu eftir hálftíma, segir einhver einkaritarinn í bandaríska sendiráðinu í Moskvu og lítur á klukkvma. Með þessu er ekki átt við að hittast á salerninu, heldur er „leyndarhúsið" sérstakt smáherbergi sem er hægt að setja saman í flýti og taka þá sérstakir kunnáttu- menn hlutana í það út úr geymsluhólfum sendiráðsins. „Herbergið" rúmast inni í einni af viðræðustofum sendiherrans, og þegar búið er að setja það saman, fjóra veggi, hólf og gólf, heyrist ekkert, hvorki inn í það né út úr því, því að hljóðeinangrunin er í bezta lagi. Ennfremur eru í þessum útveggj- um sérstök millilög, sem varna því að út- varpsöldur komist í gegn. Með þeirri rafeindatækni sem nú ríkir er varla nokkur sá staður sem menn geti tal- azt við án þess að eiga á hættu að tal þeirra sé hlerað nema í „leyndarhúsinu“. Það eru engar ýkjur að við séum óðum að nálgast það stig tækninnar, sem eitt sinn var sett fram sem martröð framtíðarinnar af Ge- orge Orwell í sögunni „1984“, en þar var alræðisherrann Stóri Bróðir látinn geta séð og heyrt hvað sem hann vildi með leyni- hljóðnemum og sjónvarpsmyndavélum. „Kalda stríðið" hefur hraðað þessari fram- þróun. „Ófögnuðurinn“ — en það er sam- heiti sem menn nota um öll hin tæknilegu hjálpargögn við þessar aðferðir — hefur dreifzt um allan jarðarhnöttinn. Það er orðið mikið um ófögnuð í stjórnmálum — eða öllu heldur óþrif. Orðið sem notað er um þetta er enska orðið um veggjalús — bögg. Það er „böggurinn" í sínum marg- víslegu og marghundraðföldu gerðum sem snuðrararnir hagnýta sér út í yztu æsar bæði fyrir austan og vestan. Það má líklega segja að Bandaríkin séu þarna nokkuð á undan Rússum, því að í Bandaríkjunum er rafeinda- tæknin komin lengst. RÚSSNESKI ÖRNINN Fyrir fimmtán árum var annað uppi á ten- ingnum. Þá komust Bandaríkjamenn í kynni við það sem nægði þeim í bili. Sendiráð þeirra í Moskvu hafði fengið að stríði loknu árið 1945 gjöf frá samherjunum, sem var örninn í ameríska skjaldarmerkinu, útskor- inn í tré. Örninn hékk uppi í einkaskrif- stofu sendiherrans sjálfs — í sjö ár. Þrír sendiherrar, sem tóku hver við af öðrum, hættu aldrei að undrast það þennan tíma, hvað Stalín gat fylgzt vel með hverju því sem stjórnmálamönnum þótti máli skipta. Einhverntíma voru tveir amerískir gagn- njósnarar að aka um götur Moskvu í bíl sínum. í bílnum vor opið útvarpstæki. Þeir óku framhjá ameríska sendiráðinu. ... og skyndilega heyrðist rödd sendiherrans í út- varpinu! Líklega hefur húsrannsóknin sem þeir gerðu hjá sér á eftir verið hin nákvæm- asta sem gerð hefur verið nokkru sinni. Hverjum smáhlut var snúið við eða tek- inn í sundur. En aftan á erninum rússneska fundu þeir málmþynnu sem var næm fyrir hljóðöldum og bærðist eftir því sem talað var þarna inni. Rússneskir tæknimenn í næsta húsi beindu rafhlöðum að erninum velheyrandi og þannig gat málmþynnan orð- ið að hljóðnema. Síðan var örninn með málmþynnu-hljóð- nemann sýndur í Öryggisráði SÞ, og gerði það hinn bandaríski sendiherra Cabot Lodge. En hann hafði ekki hátt um vandlætingu sína. Þegar njósnir eru annars vegar, leyfa stórveldin sér sitt af hverju og þykir ekki tiltökumál. Hinsvegar var arnarmálinu ó- spart haldið á loft í áróðursskyni á móti 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.