Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 19
hvernlg næturgalarnir hættu aS syngja, þegar ský lagðist fyrir nýja tunglið, hvernig Craig kom í Ijós fyrir aftan handsprengjuliðann, greip í stálhjólminn og sneri upp á hann eins og stýrishjól, þar til hálsinn brotnaði, og sleppti honum svo og fór að hjálpa litla, dökka manninum að drepa Þjóðverja. Þeir gerðu það eins og rottuhundar drepa rottur, síðan sprengdu þeir sig inn í fangelsið, þótt viðvörun- arbjöllurnar samhringdu og flug- eldur klauf loftið og sprakk i dökk- um, mjúkum himninum. Þeir höfðu fundið Andreou og báru hann út — vinstri fótur hans var brotinn — meðan Serafin og hinir héldu bar- daganum áfram og bilfarmar af handsprengjuliðum komu til hjálp- ar. Stavros dáði Andreou. Kennarinn hafði sagt honum svo margt, hvatt hann til að trúa þvf, að honum væri ekki aðeins mögulegt að verða læknir, heldur nauðsynlegt, þar til Stavros var farinn að trúa því og lærði allt, sem kennarinn gat kennt honum. Án Andreou var hann ekk- ert, og þessa nótt horfði hann á ókunnuga menn bera út manninn, sem hann dáði. Stavros minntist þess, að þeir báru hann gætilega, en tilfinningalaust, eins og gildi hans gætu orðið að engu hvenær sem var. Þýzki liðsaukinn var kom- inn á vettvang og faðir Stavrosar og hinir Andrakimennirnir neyddust til að láta undan síga. Stavros stóð þar sem hann var og starði á And- reou og orrustugnýrinn varð hávær- ari. Stavros heyrði hann ekki. Það eina, sem hann heyrði^ var And- reou, sem spurði: — Getið þið slopp- ið í gegn með mig? Craig sagði eithvað við litla, dökka manninn og hann fikraði sig, varlega eins og refur í áttina að skothvellunum og gaf Craig síðan merki. Þá leit Craig á Andreou og hristi höfuðið. Andreou andvarpaði, Stavros myndi aldrei á ævinni heyra jafn hjartaskerandi andvarp og það: — Það er víst betra, að þið drep- ið mig þá, sagði hann. Craig leit aftur á Rutter og litli maðurinn gaf merki á ný, ákafari en fyrr. — Drottinn minn, þú ert karl- menni, sagði Craig, og meðan Stav- ros æpti upphátt, skaut hann And- reou milli augnanna. Svo gekk hann yfir til Stavrosar og ýtti hon- um á undan sér aftur til föður síns, nam staðar við og við til að hjálpa litla manninum að drepa fleiri Þjóðverja. Stavros var aldrei fyllilega Ijóst, hvort hann hataði Craig eða dáði hann ... Craig leit upp á lágvaxinn, gljá- andi manninn. Hann var í svölu herbergi, þar sem var lágt undir loft og í maganum og höfðinu var daufur sársauki. Maðurinn ( her- berginu hjá honum varð fyrst að lækni, siðan Stavrosi. Allt f einu mundi Craig allt; hann hafði sent eftir Stavrosi. Hann mundi hvers- vegna. — Hvernig er Serafin? spurði hann. — Hann lifir, svaraði Stavros. — Hann verður ekki að miklu gagni framar — en hann lifir. — Er það svo slæmt? — Brotinn handleggur,'brotin rif- bein, lungnabólga og allur blámar- inn, svaraði Stavros. — Fyrir tíu ár- um hefði hann komizt yfir það. Nú er hann of gamall. — Ég hefði ekki átt að skilja hann eftir, sagði Craig. Stavros taldi æðaslögin og hlust- aði á hjartasláttinn. — Ekki í dag, sagði hann. — Á morgun geturðu sagt mér það. Þegar Craig sagði honum það, hlustaði hann án þess að láta sér bregða, hlustaði til enda. Og þá: — Þú gerðir mun meira en ég hef rétt til að fara fram á, sagði hann. — Án þín væri faðir minn dauður. Nei . . . Þegar Craig reyndi að grípa fram í. — Hann var þver- lynt gamalmenni. Án þín hefði hann samt farið og hann væri dauð- ur. Ur þvf, sem komið er, er hann fáviti — en það er ekki þin sök, Craig. Þú gerðir allt, sem ég — eða hann — gátum ætlazt til. Hann fór fram til að tala við Maríu, og gamla konan kom inn, lagðist upp að bringu Craigs og grét. — Uss, móðir, sagði Craig. — Ég á þetta ekki skilið. — Hann hefði dáið, kjökraði María. — Þú færðir mér hann aft- ur. Stavros þurrkaði sér um hend- urnar á mjög hvítum vasaklút og strengdi þess heit, að Craig skyldi verða góður aftur, meira en jafn- góður, án tillits til þess hve lengi hann þyrfti að vera ( burtu frá Aþenu. Hann gat aldrei gert sér grein fyrir þvf, hvort hann dáði Craig eða hataði hann. Þegar Craig fór að skríða sam- an, stýrði Stavros endurþjálfun hans og beið eftir deginum, þegar hann gæti séð Serafin, og fylgdi honum inn, sýndi honum gamlan, gamlan mann, sem bar svipmót Serafins, en vöðvarnir voru mjúkir og slakir, augun heimskuleg og ó- skýr, og hann eyddi öllum deginum í að leggja Xeri, einfaldan og heimskulegan spilakapal, eða tálga viðarkubb, hægt og vandlega, linnulaust tálgandi kubbinn niður ( flísar með litlum, mjög fallegum hníf. Craig átti hníf líka, jafn falleg- an og Serafins. Hann hafði tekið hann af Þjóðverjanum Bauer. Hann leit á gamla manninn og talaði til hans lágt og blíðlega. Serafin tók þegar f stað að biðja um eitt og annað; nokkrar drökmur, vasa- klút, appelsínu, áfengi, krafðist eins og barn áþreifanlegrar sönnunar um ást. Craig gaf honum peninga og afhýddi appelsínu handa hon- um og horfði á meðan gamli mað- urinn át hana, sóðalega, slokandi, sýndi þannig þakklæti sitt og ánægjan klakaði ( gömlu röddinni. Craig fór út úr herberginu og Stav- ros ‘á eftir honum. — Hver gerði þetta? spurði Craig. — Stóri maðurinn, sagði Stavros. — Hann hlýtur að vera viðbjóðs- legur. — Hann er það, svaraði Craig. — Það tók hann ekki nema fá- einar sekúndur, svaraði Stavros, — að breyta honum úr því, sem hann var, í þetta. Hann kinkaði kolli í áttina að herbergi -Ssrafins. — Hversvegna? spurði Craig. — Hversvegna gerði hann það? — Málhreinuir þinn er ekki eins og föður þíns né heldur litarraft, svaraði Stavros. — Hann trúði því ekki, að þú værir sonur hans. Hann spurði föður minn, og hann hélt þvi fram að þú værir það — jafnvel meðan stóri maðurinn gerði þetta við hann, sagði hann ekki sann- leikann? Stavros þagði um hrið og horfði á hann. — í fyrstu held ég, að það hafi verið vegna þess að þú sagðir það; þú vildir láta álíta þig son hans, og þvi sagði hann að þú værir það Hann sagði þeim, að þú hefðir unnið um hrfð á Kýpur — þar hefði málhreimurinn breyzt. Það var áður en stóri mað- urinn skipti skapi. — Og á eftir? —■ Hann trúir því, svaraði Stavros. — Héðan í frá, þar til hann deyr, ertu sonur hans. Hann hefur skuldað þér nokkuð ( tuttugu ár — hann hefur skuldað þér líf mitt. Myndurðu segja, að hann hefði goldið skuld sfna nú? — Allt í lagi, sagði Craig. — Allt ( lagi. Ég ætla að hitta stóra manninn aftur. — Og hvað ætlarðu að gera? Drepa hann? — Kannske, svaraði Craig. — Þú hefur drepið fyrir fjöl- skyldu okkar áður, sagði Stavros. — Ég vona, að við höfum verið nægilega þakklát. — Faðir þinn var það, svaraði Craig og Stavros roðnaði. — Hvað get ég þá gert? spurði Stavros. — Kennt þér meiri dráps- tækni? — Það er mögulegt, sagði Craig. — Þú getur kennt mér að fara með hníf. — Til hvers? spurði Stavros. — Þú ert nógu fær til að drepa nú. — Þjóðverji gerði mér þetta, sagði Craig og snerti sárið. — Ég vil ekki, að það gerist aftur. — Ég hef ekki notað hníf í ára- raðir, sagði Stavros. — Þú varst sá bezti, sem ég hef séð, sagði Craig. Stavros andvarpaði: — Allt í lagi þá, sagði hann. — Ég skal kenna þér. Craig leit í augu hans og skynj- aði æðandi reiðina á bak við þau, sem Stavros barðist við að dylja vegna föður síns. Stavros var reiðu- búinn að hata hann, en það hat- ur gæti verið ávinningur. Stavros bjó yfir hæfileikum, sem gætu ver- ið nauðsynlegir, ef hann ætti að fara aftur og leita að stóra Eng- lendingnum. Þeir æfðu saman á hverjum degi, lengur og lengur, eftir því sem Craig jókst þol á ný, og að lokum var hann ánægður. Hann var listamaður, fljótur og öruggur, bjó yfir hraða og dómgreind einvígis- mannsins og jafnvel Stavros átti erfitt með að hafa við honum. Hann gat haldið hnífi eins og sverði, höggvið og stungið með geigvæn- legum hraða og meðan hann barð- ist með hnffnum ( hægri hendi, vann vinstri höndin Ifka fyrir hann. Harður handarjaðarinn, sem gat slegið eins og hamar, marið hold, brotið bein; drepið, ef hann mið- aði rétt, jafnhratt og hnffurinn. Dag nokkurn börðust þeir und- ir berum himni, niðri á ströndinni, og notuðu litlu tréhnffana, sem Stavros hafði gert til að æfa sig með, og hópur Andrakimanna fylgdist með; hver um sig lifði sig nákvæmlega inn í hreyfingar fóta og handleggja. Að lokum stakk Stavros og Craig vatt sér of seint undan, hann fann tréhnífinn við hjartastað, en jafnvel þótt líkami hans væri enn út úr jafnvægi, eftir tilraunina að vfkja sér undan, renndi hann hnffnum að rifjum Stavrosar. Læknirinn hló. — Þú getur ekki að því gert, sagði hann. — Jafnvel þótt þú sért deyjandi — heldurðu áfram að drepa. Það var engin gleði í hlátri hans. — Ég get ekki kennt þér meira, sagði Stavros. — Þú ert jafngóður og ég. Ef þú villt verða betri — þá verðurðu að ávinna það sjálf- ur. Hann kastaði tréhnffnum f sand- inn og barn kom hlaupandi til að taka hann og hjó út f loftið móti ímynduðum óvini. Maður kom til þeirra og veifaði símskeyti. Stavros leit á það og rétti Craig. — Dyton-Blease er líkast til á förum, sagði hann. — Ætlaðirðu að heimsækja hann? spurði Craig. — Án mfn? — Mig langaði að hitta hann, svaraði Stavros. — Mig langaði að vita hversvegna. — Þig langaði að drepa hann. — Ef til vill, svaraði Stavros. — Ég gat ekki vitað það, fyrr en ég hefði hitt hann. En þú virðist ekki í neinum vafa. — Ég hef hitt hann, svaraði Craig. — Ferðu nú aftur til Aþenu? — Ég sendi eftir þeytibát á morg- un. — Mig langar að fljóta með, ef ég má, sagði Craig. — Ég þarf að hitta mann þar. Hann færði sig nær Stavrosi: — Ég hef ekki þakkað þér sómasam- lega fyrir allt það, sem þú hefur gert, sagði hann. — Þú ert bróðir minn, sagði Stavros. — Hver þarfnast þakklæt- is bróður síns? Craig hló og sveiflaði Stavrosi upp í fangið; skopstæling á bræðra- faðmlagi. Stavros fann aflið á bak við Framhald á bls. 41. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.