Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 21
Sigurður Karlsson var að setja saman raðsettið í einni af hús- gagnaverzlunum borgarinnar, þegar myndin var tekin. Þama sést hvernig borðplatan fellur á grindina milli sætanna. HOS OG HOS- BÓNAÐOR_ Ný gerð raðhús- gagna vekur athygll Við höfum einhverntíma og jafnvel oftar en einu sinni kvartað yfir því í þessum þætti að fjölbreytnin mætti vera meiri á íslenzk- um húsgagnamarkaði. Þar sést ár eftir ár ekkert annað en sömu tekkhúsgögnin — sem oft eru því miður rándýr, enda þótt þau séu naumast vönduð að neinu leyti. Það hefur tíðkazt og ver- ið látið óátalið að framleiðend- ur flyttu heim með sér stóla frá Norðurlöndum rifu þá í tætlur og framleiddu síðan eftir þeim. Hafa framleiðendur ekki þótzt þurfa að vera háðir þeim hópi manna, sem lagt hefur í að læra húsgagnateikningar eða innan- hússarkitektúr. Þó eru þar vissu- lega nokkrar undantekningar og hafa meðal annars verið á mark- aði á undanförnum árum hús- gögn eftir Svein Kjarval. En varla verður það til að örva unga menn til þess að læra þetta fag, ef framleiðendur hunza þá og telja sér betur borgið með því að stela hugmyndum annara. Þess- vegna ber að fagna því, þegar nýjar hugmyndir koma fram, sem eiga sér íslenzkan uppruna. <5 Sigurður sýnir, hvernig má með einu liandtaki kippa sundur grindinni sem heldur gafli eða hliðarstykki. Uppröðunarmögu- leikarnir eru mjög víðtækir og sundurtekning og samsetning tekur skamman tíma. Sigurður Karlsson, húsgagna- teiknari, sem nú er búsettur í Vestmannaeyjum. hefur vakið at- hygli fyrir að reyna nýjar leiðir og beita hugmyndafluginu í þá átt að búa til húsgögn við hæfi yngri kynslóðarinnar; húsgögn sem eru létt og færanleg og hægt er að breyta eftir þörfum. Nú hefur Sigurður teiknað og hafið framleiðslu á nýrri gerð raðhúsgagna, sem eru í senn falleg og einföld og byggjast á því að staðla nokkrar einingar, sem lagðar eru til grundvallar. Þessi húsgögn er hægt að kaupa í einingum og bæta við eftir hendinni; þau eru líkt og mekk- Hér hefur raðsettinu verið stillt upp í vinkil, en það mætti eins stilla því upp í S eða U. Sófa- borðið er búið til úr samskonar einingum og sófinn og hjóna- rúm eða eins manns rúm er einn- ig hægt að búa til úr þessum ein- ingum. anó, þannig að raðað er saman grind og má síðan raða á grind- ina annaðhvort borðplötum eða svampsessum fyrir sæti. Eins og sést á myndunum eru þarna um sést á myndunum er þarna um sem hægt er að krækja í hliðar- Framhald á bls. 41. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.