Vikan


Vikan - 13.10.1966, Síða 41

Vikan - 13.10.1966, Síða 41
í HÓTEL SÖGU VAR EINGÖNGU NOTAÐ THERMOPANE EINANGRUNARGLER The/imafi ÞÉR FÁIÐ EKKI ANNAÐ BETRA Glaverbel's E2GGEKT KKBSTJAMSSOiW d €0. HF. SÍMI 11400 ið með þá 20 km veg út fyrir borgina. Þar var þeim sleppt — og lögreglan hafði orð Robs fyrir því, að þeir mundu ekki koma aftur fyrir en með morgninum. En það komust þeir, því þeir létu taka sig upp í bíla, stálu reiðhjólum, náðu sér í leigu- bíla og voru allir komnir aftur eftir hálftíma! Svo báru þeir fram ákæru á lögregluna fyrir barnarán, því flestir þeirra voru undir lög- aldri. Saksóknari ríkisins í Amsterdam hefur nú hafið á- kafa gagnrýni á lögregluna. Vel getur farið svo að nýi borgar- stjórinn dragist inn í þetta. Herlögreglan situr fyrir pró- vosum við Leidesplein, með hundum og hestum og með stafi. En próvosarnir gera ekkert af sér, þeir hrópa ekki, brjóta ekki rúður — heldur ganga þeir fram og aftur stilltir og prúðir, stundum safnast þeir í hópa, en þá kemur lögreglan askvaðandi að reka þá burt — óhýr í horn að taka, já hrottaleg og hörð, og þykist vera að taka í taum- ana. — Móti hverju? Sara Stalk kona Robs, ber fram þessa spurn- ingu. Á Leidesplein mætti hún og þrír af félögum hennar lög- regluþjóni með grimman hund í bandi. Hann sigaði hundinum á þau, og hundurinn beit í kjól Söru og reif hann sundur á bak- inu. Hún varð hrædd, og hljóp inn í kaffihús til að fela sig. En svo kom upp í henni móðurinn og hún gekk rakleitt yfir á næstu lögreglustöð til þess að krefj- ast skaðabóta. En hún fékk enga áheyrn, heldur var hlegið að henni. — Við höfum ekki haft í frammi neitt ólöglegt athæfi, sagði hún, en það hefur lögregl- an gert. Við komum hingað ekki til neins nema að horfa á, eins og borgararnir. Oft kemur lögreglan ríðandi á vettvang til að dreifa próvosum, þar sem þeir hafa safnazt saman, með bareflum. Rob segir: — Þeir reyna að reka okkur á undan sér inn í dimm skúma- skot eða afskekkta garða. Þar geta þeir barið okkur að vild sinni án .þess að blaðamenn eða Ijósmyndarar sjái til. Vondir eru þeir, þessir djöflar. Próvos sannaði það fyrir nokkru, að margir þeirra sem ráðnir hafa verið til lögreglu- starfa, hafa haft samstarf með nazistum. Þetta kom illa við ýmsa, en lögreglustjórinn svar- aði þessu til: Þetta eru dugandi lögreglu- þjónar. Við megum ekki missa þá, því þeir eru ágætir að hafa þá til að halda próvosunum í skefjum. Próvos þekkjast ekki frá öðr- um ungmennasamtökum í öðr- um löndum, en þeir hafa aðra stefnu; þeir eru samtök ungra áhugamanna um þjóðfélagsmál, sem vilja bylta þjóðfélagsskip- un Hollands. Þeir eru harðir í horn að taka. ☆ Ný gerð raShúsgagna Framhald af bls. 21. stykkjum frá öllum hliðum. Það er nýstárlegt og athyglisvert við þessi hliðarstykki, að þau eru laus og smellt inn í rammann og ýmist með samskonar áklæði og sófinn sjálfur eða einhverri við- aráferð. Það er meira að segja hægt á nokkrum mínútum að taka öll hliðarstykkin úr og skipta um við. Hægt er að lengja, breikka, hækka og lækka sófaborðið, það er hægt að búa til langan, sam- felldan sófa og það má raða þannig upp, að hvert sæti sé út af fyrir sig og borð á milli. Það er hægt að setja þetta raðsett þannig saman, að það myndi vinkil eða jafnvel U, ef fólk vill það heldur. í horninu er þá haft borð eins og myndin sýnir, en innan skamms mun fáanleg svampsessa fyrir hornið, ef ein- hver kysi það frekar þannig. Bök- in eru krækt í uppistöðurnar á sama hátt og grindin og bakpúð- arnir eru lausir. Sigurður hefur í hyggju að finna markað fyrir þessa gerð húsgagna erlendis, en hingað til hefur hann þó varla haft undan með að framleiða fyrir innanlandssölu. G. Gefizt ekki upp fyrir aldrinum Framhald af bls. 46. of mikið um slíkt. Langar sjúkdóms- sögur og heilsufars-lýsingar ræna gamalt fólk mörgum vinum. Ef roskið fólk umgengst fólk ó öll- um aldri en ekki eingöngu jafn- aldra sfna hættir þvf sfður til að sökkva sér niður í sjúkdómslýsing- ar. Það er aðeins þegar það verður utanveltu við lífið, að það fær þennan alþekkta óhuga ó heilsu- leysi. Gamalt fólk, sem er hraust, hef- ur gott af að stunda einhverja létta atvinnu innan um annað fólk. Það hefur líka gagn og gaman af að ferðast, og ó þessum aldri er oft ekkert sem bindur það heima við, eins og meðan það var yngra. Það eru margir möguleikar til að byrja nýtt lif — ef konan er ung í anda og opin fyrir nýjum óhrifum. ★. í fullri alvöru Framhald af bls. 2. sig hvað eftir annað á, að lögregl- an er svifasein og lítilvirk, er varla nema von að þeir nöldri. Og svo kemur í ljós, að gangur dómsmálanna, eftir að náðst hef- ui í afbrotamennina, er hæg- gengur og slappur. Það er haft á orði, að afbrot séu tíð hér — er það nema von, eins og allt er í pottinn búið? Það hlýtur að vera barnaleikur fyrir þjóð, þar sem yfir 30% allra vinnandi manna eru opinberir starfsmenn, að koma þessum málum í betra lag. S.H. Dey ríkur, dey glaður Framhald af bls. 20. Spiro. — Eg er líka hræddur við hann. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.