Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 15
ÞAÐ GETUR VERIÐ HLJOÐNEMI f KOKKTEIL ÓLÍVUNNI EÐA f MALVERKINU A VEGGNUM EÐA OSTINUM SEM ÞJONNINN LÆTUR Á BORÐIÐ EÐA f BLÖMAVASANUM SEM STÓÐ ÞAR FYRIR MAÐURINN GETUR VERIÐ MEÐ HLUSTUNARTÆKI í SKÖ- HÆLUNUM EÐA HLJÓÐNEMA FALINN f ÚRINU EÐA SJÁLF- BLEKUNGNUM KONAN GETUR VERIÐ MEÐ SENDITÆKI f SOKKABANDABELT- INU OG LOFTNETIÐ SAUMAÐ INN f UNDIRKJÓLINN RAUNVERULEGIR NJÓSNARAR EIGA EITT SAMEIGINLEGT MEÐ JAMES BOND OG HANS LÍKUM - TÆKNIÚTBÚNAÐINN Að ofan: Hljóðkíkir — langdrægur liljóðnemi, sem getur numið tal úr mikilli fjarlægð. Að neðan: Al- gengasta hlerun er í símatækjunum. - _ því hátrompi, sem Rússar höfðu þegar þeir skutu niður og náðu Frances Powers í U-2 flugvélinni. OSTUR OG VARALITUR • Þeir sem nú eru að njósna geta víst ekki annað en brosað að þeim útbúnaði sem áður var notaður. Nú eru aðferðirnar orðnar svo fágaðar, að margur vísindalygahöfund- urinn mætti blikna. Þarna koma ekki sízt til greina hinir svonefndu transistorar, þessi óskabörn tækninnar, sem eru sífellt að verða fullkomnari og nákvæmari. Transistora má nota við allt það sem rafeindahylkin hafa verið höfð við, en þeir eru minni, öruggari og umfram allt næmari. Síðan farið var að búa til þessi litlu raf- eindatæki, sem ganga fyrir sáralitlum straumi, hafa hinir hlerandi njósnarar svo að segja alveg lagt niður hinar vandasömu símahlustanir. í heilli samstæðu af hlerun- artækjum eru vanalega ofurnæmur hljóð- nemi, hljóðmagnari og lítill sendir. Þessi tæki ganga fyrir rafhlöðu, sem er á stærð við verkjatöflu, og kemst alltsaman fyrir í fingurbjörg. Og slíkum smáhlut er auðvitað hægt að koma fyrir hvar sem er, í holum og hólfum eða t.d. í pennasetti eða pappírs- heftara. Það sem þarf að gæta að, þegar slíkum „óþrifum" er komið fyrir, er að tækið sem geymir þau geti gegnt sínu hlut- verki á sama hátt og áður. Eins og er heimi háttað getur enginn opnað munninn án þess að mega eiga von á að á þá sé hlustað af öðrum en til er ætl- azt. Þegar þjónninn lætur ostdisk á borðið, þá er ekki að vita hvað dylst inni í ostinum. Eða máske er það óþarfi, það var þegar bú- ið að koma fyrir hljóðnema í blómavasanum þarna. Eða þegar kona fer að mála á sér varirnar og leggur svo frá sér varalitinn á borðið. Fullgóður útbúnaður með öflugu senditæki getur komizt fyrir inni í hylk- inu, og hvert orð sem af vörum líður er tekið upp á segulband í bíl, sem er úti á götunni. Njósnarar þeir, sem nú eru á ferðinni — og ýmsir aðrir, einkum stjórnmálamenn og stóriðjuhöldar, sem búa yfir eftirsóknar- verðum leyndarmálum, mega búast við að hvað sem þeir láta út úr sér, sé jafnóðum tekið upp á segulbandstæki, sem getur ver- ið á stærð við rakvél. Hljóðneminn, „sem kjaftar frá“ gæti verið innan í símaheyrn- artóli og hlustað bæði þegar talað er í sím- ann og þess á milli. Lítill vandi er að reka „hljóðnemanagla“ í vegg á milli herbergja hinum megin frá. Með loftbyssu má skjóta hlustunartæki upp á vegg á húsi, sem á að fara að njósna um (Þetta var reyndar gert nýlega í mynd þar sem sjónvarpsstjarnan John Drake var söguhetjan). Plasthylkjum má stinga inn í skráargöt, rifur meðfram dyrum eða í sérstaklega boruð göt, sem ekki þurfa að vera stærri en teiknibóla í þver- skurð. Það er talið að farið sé að nota geisla „laserins" við hleranir. Og svo geta líka smágripir sem „gleymast“ eða verða eftir, haft sitthvað að geyma engu síður en „gjaf- ir“. Einkaleynilögreglumaður Harolds Mac- millans, fyrrum forsætisráðherra Breta, William Harwood, var fundvís á ýmislegt smávegis, þegar þeir fóru til Moskvu árið 1959. Naglarnir, sem héldu gólfábreiðunni í fundarherberginu í sendiráðinu höfðu að geyma hljóðnema. Hnappar á rafmagnsofn- um voru hlustunartæki. Það var svo krökkt Framhald á bls. 28. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.