Vikan


Vikan - 13.10.1966, Side 13

Vikan - 13.10.1966, Side 13
ANNAR HELUTI AF ÞREM gaman það gæti verið ef hún yrði skotin í honum, og hve mikill sigur fyrir sig eftir allar auðmýkingarnar, ef hún kæmi til hans sjálfviljug. En aldrei hafði honum dottið í hug að hún kæmi sér meira við en hver önnur kona. Hún var ekki sú skjald- meyjarlega dýrðarvera, sem hann hafði dreymt um. Og ekkert sérlega lagleg. Ekkert fram yfir hið venjulega. Hvernig gat þá staðið á því að hún var allt í einu orðin stúlkan hans á þenn- an undursamlega hátt? Þetta var raunar langt frá því að vera nokkuð sælt, fremur var það þrautafullt. En hann vissi vel hvað af því gat hlotizt. Þetta var alvara og hann fann að líf hans hafði fengið nýja merkingu. Hann langaði ákaft til að mega taka hana í fang sér, kyssa tár- vot augun, láta vel að henni. En hann girntist hana ekki, eins og menn girnast konur, hann langaði til að hugga hana, sjá hana brosa, en það hafði hann aldrei séð, vildi sjá þessi fögru augu full af gleði. í þrjá daga komst hann ekk- ert frá Soisson, og í alla þessa þrjá daga og næturnar líka, vék hún aldrei úr huga hans, né barnið, sem hún gekk með. Eftir þessa þrjá daga komst hann loksins af stað. Hann hugsaði sér að tala við frú Périer svo ekki heyrðu aðrir til, og það tókst honum, því hann mætti henni úti á vegi spölkorn frá bænum. Hún hafði farið að safna eldiviði í skóginum, og var á heimleið með stórt knippi á bakinu. Hann stöðvaði mótor- hjólið. Hann vissi vel að hún hafði ekki á honum aðra ást en matarást, en honum stóð á sama. Honum þótti nóg að geta komið orðum við hana og fá hana til að þiggja gjafir sínar. Hann bað hana að tala við sig, og hún lagði af sér byrðina. Loft var alskýjað, en ekki var kalt. „Ég veit hvernig ástatt er um Annette,“ sagði hann. Hún hröklc við. „Hvernig vitið þér það? Hún vildi ekki að þér vissuð neitt um það.“ „Hún sagði mér það.“ „Það var naumast þér áttuð erindi hingað þetta kvöld.“ „Ég vissi ekkert um þetta, hversvegna var mér ekki sagt frá því?“ Hún fór að segja frá, án beiskju, og án ásakana, eins og hún væri að lýsa slysi sem eng- inn ætti sök á, eins og þegar kýrin fær doða og drepst, eða ávöxtur trjánna eyðileggst í næt- urfrosti, slys, sem ekki verður aftur tekið, og menn hljóta því að reyna að sætta sig við. Eftir þessa skelfingarnótt hafði Ann- ette legið fárveik í marga daga með háan sótthita, og þau ótt- uðust að hún mundi missa vit- ið. Hún lá með hljóðum tím- unum saman. Engan lækni var að fá, því héraðslæknirinn var genginn í herinn, og í Soissons voru ekki nema tveir gamlir læknar eftir, og hvorugur hefði fengið að fara út úr borginni, þó að unnt hefði verið að koma boðum til þeirra. Jafnvel þegar hitinn fór að lækka, var hún svo sjúk, að hún gat ekki stigið í fæturna og svo föl, að ógn var að sjá. Þetta hafði fengið svo á hana, að þegar mánuður var lið- inn tók hún ekki mark á neinum merkjum. Frú Périer grunaði hins vegar að ekki væri allt með felldu, og hún spurði Annette. Báðar voru þær skelfingu lostn- ar, en sögðu Perier ekki neitt frá þessu, og þegar liðnir voru þrír mánuðir, var ekkert um að villast. Annette var barnshaf- andi. Þau áttu gamlan bílskrjóð, sem frú Périer hafði haft til þess fyrir stríð, að flytja afurðir bús- ins tvisvar á viku á markað, í Soisson, en eftir að landið hafði verið hernumið, lögðust þessar ferðir niður af sjálfu sér, því ekkert var til að selja. En nú var Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.