Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 11
hún. Hann kinkaði kolli. — Það veður á henni, en hún er verulega indæl og hún er heiðarleg. Ein af þeim mjög fáu heiðarlegu konum, sem ég hef hitt. — Þú álítur kannske, að konur séu yfirleitt ekki heiðarlegar? — Flestar þeirra, sem ég hef hitt vegna starfs míns, eru allt annað en heiðarlegar, sagði hann stuttaralega. — Það er þess- vegna, sem mér þykir svona vænt um Mad. Hversu mjög hafði honum þótt vænt um hana? Hafði hann elskað hana? Hún var svo for- vitin, að hún lagði í að spyrja upphátt. Hann hló: — Ja, hérna, sem þú ert ekki aldeilis tekin við hlutverkinu! Þú hagar þér svei mér eðlilega, af nýgiftri frú að vera. Auðvit- að elska ég Mad á rninn hátt, en — En hvað? Henni kom það ekki við, en hún var mjög for- vitin. — Hjónaband á ekki heima í minni vinnu. Ef maður er bund- inn eins sterkum böndum og maður hlýtur að bindast konu og börnum, hugsar maður mest um þau, verður taugaóstyrkur og þorir ekki að tefla á tvær hættur, og þá er maður orðinn gagns- laus í þessari vinnu. Þar að auki er maður svo lengi í einu að heiman, að það væri óþolandi fyrir eiginkonu. Hvaða kona myndi skilja slíkt — eða vera manni trú? — Allflestar konur, sem á annað borð elska eiginmann sinn, sagði hún hægt. Hann leit hvasst á hana. — Þú ert svolítið rómantísk. ljúfan. En fáðu nú engar róman- tískar hugmyndir um mig. Þetta er aðeins starf fyrir okkur bæði tvö, aðeins starf, sem við verð- um að leysa af hendi, sagði hann. Hún varð ævareið. Skapsmunir hennar voru í réttu hlutfalli við háralitinn, en venjulega lánað- ist henni að hafa stjórn á sér. — Þú þarft ekki að vara mig við að verða ástfangin af þér. Kannske kæri ég mig ekki frekar um rauðhærða karlmenn, en þú kærir þig um konur með sótrautt hár. — Ljómandi, sagði hann. — Alveg sammála. Við skulum fá okkur að éta. Ég er að sálast úr hungri. HVER ER CHARLES SANTERS? Fay var venjulega jafn lyst- ug og stúlkur, sem stunda erf- iða vinnu oftast eru. En í dag gat hún varla komið niður nokkrum bita. Það var ergilegt, því að maturinn var óvenjulega vel gerður. Það var svona mat- ur, sem hana hafði dreymt um, þegar hún kom heim seint á kvöldin frá vinnu, allt of þreytt til þess að búa til nokkurn al- mennilegan mat handa sér. — Hvað er að? Hefurðu misst matarlystina? spurði hann. — Það gleður mig að sjá, að þú hefur að minnsta kosti ekki misst hana, sagði hún þurrlega. Alan hafði lokið öllum forrétt- unum af með miklum hetjuskap. — Ég ráðlegg þér að borða, ef þú getur, sagði hann. — Ég hef stundum verið svo svangur, að ég hefði getað æpt af sulti. Svo sneri hann sér að því, að spyrja um ævi hennar. En henni fannst, að hann gerði það ekki af því, að hann hefði nokk- urn raunverulegan áhuga. Hún sagði honum frá andláti móður hennar, þegar hún og Eve voru ennþá smástelpur, og um hin sterku bönd, sem tengdu syst- urnar, og hve vænt þeim hafði þótt um föður þeirra. Hann var hræðilega utan við sig um allt, sem varðaði ekki beint vinnu hans. Hún sagði honum frá sjúkrahúsinu, þar sem hún og Eve lærðu starf sitt, og um starf Eve fyrir dr. Sampson, sem hafði orðið til þess, að hún tókst á hendur förina með Mantesa- fólkinu. — Og þetta er allt og sujnt, sagði hún og dreypti á kaffinu sínu. — Og þá er komið að þér, sagði Alan. Hún starði á hann: — Komið að mér með hvað? — Til að komast að því, sem um mig er að vita. Hana langaði mest til að svara, að hana langaði yfirleitt ekkert til að vita um hann, en þess í stað sagði hún kuldalega: — Ætli Sir Frederick hafi ekki sagt það nauðsynlegasta? Þú varst stríðsfangi á tímabili í Malaya, en flúðir. Þú ert njósn- ari á vegum leyniþjónustunnar og hefur tekizt á hendur mörg störf, sem ég þykist vita að hafi heppnazt. — Af hverju heldurðu það? — Þú ert ennþá á lífi, sagði hún og brosti dauflega. Hann kinkaði kolli súr á svip. — Já, það hlýtur að vera sönnun. En svo hló hann aftur: — Varstu að sþyrja um æsku mína? Vesalings mamma! Hún hafði hlakkað svo til að eignast stúlku. Allt var undirbúið fyrir stúlkubarn — ljósrautt baðker, ljósrauðir mússilinskjólar, ljós- rauðir skór — allur heimurinn var ljósrauður! Hún hló: — Er það þessvegna, sem þú hatar pastelliti, einkum ljósrautt? — Já, ég held að það sé sál- rænt. — En hvers vegna vildi mamma þin frekar eignast stúlkubarn? — Hana langaði sjálfsagt til að fá félaga, sem alltaf væri heima. Þá væri hún ekki ein meir. Hann hætti að brosa. — Faðir minn fórst í flugslysi, stuttu eftir að ég fæddist. Ég hef valdið henni hræðilegum von- brigðum. — Þú hefur sem sagt ekki látið þér lynda, að hanga í pils- um hennar? — Nei. Ég held að ég hafi sama ævintýrablóðið og pabbi hafði. Hann var námuverkfræð- ingur og fyrstu ár hjónabands- ins draslaði hann mömmu með sér frá einum nárassinum að öðrum ömurlegri. Hana hungr- aði eftir rólegu, eðlilegu fjöl- skyldulífi. — Lifir hún ennþá? Hann hristi höfuðið. — Ég fékk skilaboð um, að hún væri veik, á meðan ég var fangi Japana í Malaya. Ég fann til sektarmeðvitundar, því mér fannst ég hafa brugðizt henni, svo ég ákvað að flýja. Það varð mér til bjargar. Flestir meðfang- ar mínir dóu af beri-beri, blóð- eitrun og taugaveiki í Thai- landi, þar sem við vorum að vinna við þessa bölvuðu járn- braut. — Komstu til hennar í tæka tíð? Hann kinkaði kolli: — Rétt í tæka tíð. Svo þagnaði hann, og leit á armbandsúrið sitt: — Ég er tímabundinn. Hvert á ég að aka þér? — Ég bjarga mér sjálf. Ég þarf að verzla. Framhald á bls. 44. FLOTTINN TIL OTTANS FRAMHALDSSAGAN 3. hlutl eftlP JENNIFER AMES - Þú ert svolítið rómantísk, Ijúfan. En fáðu nú engar rómantískar hug- myndir um mig. Þetta er aðeins starf fyrir okkur bæði tvö, aðeins starf, sem við verðum að leysa af hendi, sagði hann. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.