Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 37

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 37
að hún mundi ráðast á yður með hníf.“ „Ekki er þetta mér að kenna. Hvernig fréttuð þið það?“ „Stríðsfangi, sem þekkti hann, flýði til Sviss og skrifaði henni þaðan. Við fengum bréfið í morgun. Það varð uppþot í fangabúðunum af því að fang- arnir voru sveltir, og þeir sem fyrir því stóðu voru skotnir. Pi- erre var einn af þeim.“ Hans þagði. Honum fannst þetta maklegt. „Við skulum láta hana ;iafna sig eftir þetta,“ sagði frú Péri- er. „Þegar hún er búin að því, skal ég reyna að tala um fyrir henni. Ég skal skrifa yður til, hvenær yður er óhætt að koma aftur.“ „Gott. Og þér ætlið að hjálpa mér?“ „Það getið þér reitt yður á. Við erum sammála hjónin. Við höfum komizt að þeirri niður- stöðu, að þetta verði að hafa sinn húðargang. Hann er ekkert flón, hann Périer minn, og hann segir að nú sé víst ekkert hægt að gera nema reyna að hafa sam- vinnu við ykkur. Og þegar allt kemur til alis hef ég ekkert á móti yður. Ég held meira að segja að þér verðið Annette minni ekki verri eiginmaður en kennarinn. Og auk þess fer barnið nú bráðum að fæðast og M „Ég vona að það verði svein- barn,“ sagði Hans. Frh í næsta blaði. Þau æt!a aS gjörbreyta bióðskipulaginu Framhald af bls. 5. út dagblað, svo róttækt og um- turnandi að aldrei hefur slíkt sézt. Próvos hefur enga lagalega heimild til að gefa út blöð. Ýmis eintök hafa verið gerð upptæk. Það má búast við því hvenær p sem er, að lögreglan komi til að eyðileggja fjölritunarvélina og brenna upplögin. Þessvegna flytjum við stað úr stað, segir Rob. Við erum aldrei lengur en tvo mánuði á sama stað og oftast dugir það. —- En það fylgir okkur alltaf nokkur ærusta. Við erum ekki af þeirri manntegund sem læðist eins og lús með saum. Eitt ár er liðið síðan Rob stofn- aði samtökin ásamt „trúbræðr- um“ sinum Jasper Grootveld og Roel van Duyn. Fyrst voru þeir fámennir, og gerðu það fyrst að dreifa flugmiðum og mála „Pro- vos 12“ á húsveggi. Nú eru orðin úr þessu öflug samtök gegn borgaralegu sið- læti og trú. Og það sem meira er: þeir hafa fulltrúa í borgar- stjórn Amsterdams, Bernhard de Vries, 25 ára. — Með þessu vildum við koma til móta við þjóðfélagsskipulag landsins, segir Rob. Annars er- um við stjórnleysingjar og vilj- um hvorki hafa landstjórn, þing eða sveita- og bæjastjórnir. En okkur þótti samt ráðlegt að bjóða fram við bæja- og sveitastjórn- arkosningar, því við höldum að það muni styrkja aðstöðu okk- ar. 15. maí var Bernhard de Vries kosinn í borgarstjórn og fékk hann 13000 atkvæði, en hefði ekki þurf nema 10000 og það þrátt fyrir það að fæstir í sam- tökum þessum hafa náð kosn- ingaaldri. — Þetta ber þess ljósan vott að við eigum fylgi að fagna með- al stúdenta og menntamanna, sem ekki vilja láta það uppi, seg- ir Rob. Það voru fylgjendur borgar- stjórnarfulltrúans sem köstuðu reyksprengjum á Beatrix og Claus von Amsberg 10. marz þegar brúðkaup þeirra var hald- ið. Nú er ætlunin að gera samtök þessi svo voldug að þau megni að taka upp virka baráttu gegn hinu borgaralega þjóðfélagi. Þetta eru aðalatriðin í stefnu- skrá þeirra: ★ Friður um allan hnöttinn, bann við kjarnorkuvopnum. ★ Stéttlaust þjóðfélag án auð- söfnunar einstaklinga. ★ Þjóðfélag þar sem hvorki rík- ir auðvaldsskipuiag né komm- únismi heldur stjórnleysi sem vera skal grundvöllur að nýrri tegund samfélagshátta. Bob segir: — Verkamenn eru ekkert byltingasinnaðir nú orðið. Þeir eiga of gott til þess. Þeir eru orðnir að smáborgurum. Við er- um hinir sönnu byltingamenn. Og nú skal til skarar skríða að bylta þjóðfélaginu í anda þessara nýju hugsjóna — hinnar „hvítu fyrirætlunar". HVÍTA ÁSTARLÍFS- ÁÆTLUNIN 1. Ástalífið á að vera fullkom- lega frjálst, og öll siðaboð, sem hindra þetta frelsi, skulu vera bannlýst. Kynvillingar (hómósexúalist- ar) skulu mega kannast við það opinberlega, að þeir séu það. Eins og nú standa sakir verða þeir oft að gjalda unglingum mikið fé til þess að þeir þegi um samböndin við þá. Annars eiga þeir á hættu að verða fang- elsaðir og álitnir ekki með öll- um mjalla. Snemma á kynþroskaskeiðinu á að færa unglingum alla þá' fræðslu sem þeir þarfnast um þessi efni, og einnig ætti að að- stoða þá við að tengja fyrstu samböndin. Ekki ætti að hindra unglinga á því reki að fara sínu FJÖLBREYTT ÚRVAL AF DAGKJÓLUM, JERSEYKJÖLUM OG SAMKVÆMISKJÖLUM Laugavegi 59. - Sími 18646. VIKÁN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.