Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 39
SILKIMJÚKT OG SEIÐMAGNAÐ ILMANDI TALCUM FRÁ AVON Hin frægu fegrunar talcum . . . mjúk og fín . . . til hressingar eftir baðið — áður en þér klæðist. Veljið yðar uppáhalds ilm úr Somewhere, Topaze, Wishing, Here's my Heart, Persian Wood, To a Wild Rose eða Jasmin og Lily of the Valley. >V< \\ ()I1 COSmETLCS LTD NEW YORK • LONDON • PARIS fram eftir vild. Með próvos gilda þau lögmál, sem þeir sjálfir ákveða. Á spjald í kjallaranum er þetta letrað: Leitaðu hér aðstoðar ef þess þarf, og er hjálp sú veitt í þremur greinum: fyrir hómó- heteró- og bí-sexúalt fólk. Skrifaðu nafn þitt hér og vertu þér svo úti um það sam- band, sem þú kýst þér, og stend- ur neðst á spjaldinu. Allir hérna eru boðnir og búnir að greiða fyrir þér. Við hliðina á spjaldi þessu hangir annað með lýsingum á kynsjúkdómum og lækningu á þeim. í HVÍTA HJÓLREIÐA- ÁÆTLUNIN 2. Bílaakstur skal banna í mið- borg Amsterdams. — Aðeins sjö af hundraði nota bíla sína á réttan hátt, seg- ir Rob. í stað þess vilja þeir hafa reiðhjól! 100000 hvít reiðhjól eru þessum samtökum innan handar og heimil, og hverjum sem er leyfist að taka eitthvert af þeim, fara á því þangað, sem hann ætlar sér og skilja það eftir þar. Ef þetta væri haldið, mundi Amsterdam verða heilnæmari borg en ella, en sporvagnar mundu eftir sem áður flytja börn og gamalmenni. HVÍTA LOFTRÆSTI- ÁÆTLUNIN 3. Rob heldur því fram að hvergi í Evrópu sé andrúmsloftið jafn mengað sem í Amsterdam. Fyrir nokkru síðan ætlaði olíu- félag að byggja olíuhreinsunar- stöð í útjaðri Amsterdams. Sér- fræðingar rannsökuðu loftið, og kom þeim saman um, að ekki mætti miklu muna svo að loftið yrði lífshættulegt. En borgar- stjóranum, Hendrik Jans, þótti súrt í broti að verða af þeirri tekjuaukningu, sem koma myndi í kjölfar olíuhreinsunarstöðvar- innar og stakk áliti nefndarinn- ar undir stól. En svo vildi til, að einn úr samtökunum vann á bæjar- stjórnarskrifstofunni, og náði hann í nefndarálitið, tókst að hafa það á burt með sér og birti það svo í Image, sem er vikublað samtakanna. Borgarstjórinn var settur af! Nú er í ráði að mála alla reyk- háfa hvíta til merkis um betra og heilnæmara andrúmsloft. 4. Lögregluþjónar í Amsterdam er af almenningi kallaðir „kjúkl- ingar“. — Ferðamenn í Hollandi segja þá vera mestu Ijúfmenni. Hvers- vegna er dómur heimafólksins um þá allt öðruvísi? Vegna þess að þeir eiga tvennt til. Lögregluþjónar ættu að vera í hvítum einkennisbúningum, svo þeir líkist ekki framar SS- foringjum. Þeir eiga að fara í klink við börnin á vorin, hafa matarbite, kjúkling eða smurða samfellu af brauði í vasanum, kveikja í sígarettum hjá þeim sem enga eldspýtu eiga, bera töskur fyrir þá, sem lasburða eru, hjálpa gamalmennum. Hið eina af fyrri verkefnum lögregluþjóna, sem leyft skal vera, er að fanga afbrotamenn. Lögreglan í Amsterdam er versti óvinur próvos-samtak- anna. Á hverjum laugardegi koma 300—400 lögregluþjónar saman, samkvæmt fyrirskipun, við Leidesplein. Eftir að upp- þotið varð í vor í sambandi við brúðkaup Beatrix prinsessu og uppþotið 14. júní, hefur lög- reglustjórinn verið miður sín af ótta. Hann er hræddur við af- leiðingarnar, próvos er það ekki. — Það er rejmdar búið að skipa nýjan lögreglustjóra í Amsterdam. Það er okkur að þakka. Gysbert van Hall var rekinn af því að hann réð ekki niðurlögum okkar. Rob Stalk hefur setið í gæzlu- varðhaldi í 24 skipti, en aldrei lengur en fjóra daga. Tvíbura- systur nokkrar hafa verið gripn- ar í 23 skipti. Sara Stalk 18 sinnum. Sá próvos er ekki til, sem ekki hefur einhverntíma verið gripinn af lögreglunni. Eftir hálfan mánuð á Rob að fara á skóla fyrir afvegaleidd ungmenni. Þetta er sá dómur, sem hann fékk fyrir að efna til uppþotsins við brúðkaupið 10. marz. — Þegar pótentátarnir voru sem ákafast að vegsama sig í ræðum, þrýsti ég á viðvörunar- hnappinn, segir hann og hlær. Öll laugardagskvöld heyrast smellirnir í fjölritunarvélinni, stúlkurnar hefta blöðin saman, og það sýður upp úr kaffikönn- unni á eldavélargarminum, — en þegar klukkan er nákvæm- lega 11, segir Rob: — Nú hættum við. Það kemur dagur eftir þennan dag. Og íélagarnir tínast burt úr þessum óþrifalega kjallara. Tuttugu og fimm eru ráðnir til vinnu þarna allan daginn. Laun Robs eru 120 gyllini (h. u.b. 1500 ísl. kr.) á mánuði. Raunar eru þetta engin lavm, heldur atvinnuleysisbætur. Unglingarnir leggja leið sína til Leidesplein í miðbiki borg- arinnar. — Svona gengur það laugar- dag eftir laugardag, segir Rob. — Við förum þangað til að sjá, hvað lögreglan er að aðhafast. Fyrir hálfum mánuði voru 400 próvosar teknir fastir. Þeim var troðið inn í herbíla og far- VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.