Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 12
SMASAGA EFTIR SOMERSET MAUGHAM „Ég skal ekki gleyma flesk- inu.“ Honum tókst að efna loforðið. Hann var settur til að gegna starfi, sem leiddi það af sér, að hann gat miklu oftar komið á bæ þennan, því leiðir hans lágu þar skammt frá. Aldrei fór hann þangað svo að hann hefði ekki eitthvað meðferðis til að rétta fólkinu. En Annette var ætíð hin sama. Hvernig sem hann fór að, og hann þóttist kunna lagið á konum, var hún alltaf jafn afundin, og því verri sem lengra leið. Hún leit á hann eins og væri hann í augum hennar það sorp, sem maður vill ekki sjá, og oftar en einu sinni móðg- aði hún hann svo að hann lang- aði mest til að leggja hendur á hana og ganga að henni dauðri. Einu sinni, þegar hann kom, var hún ein heima, og ætlaði að fara, en þá stóð hann í vegi fyrir henni, svo hún komst ekki neitt. „Verið þér kyrr. Ég þarf að segja nokkuð við yður.“ „Segið hvað sem þér viljið. Ég er varnarlaus kona.“ „Ég ætlaði að segja yður að líklega verð ég ekki lengi hérna úr þessu. Það er ekki útlit fyrir að hagur ykkar Frakka ætli að batna úr því sem orðið er. Lík- lega gæti ég samt greitt eitthvað fyrir ykkur. Hversvegna viljið þér engum sönsum taka. Það gera þau samt, foreldrar yðar.“ Satt var það að Périer gamli hafði látið undan honum. Raun- ar var hann alltaf heldur þurr á manninn, en hann var ekki ókurteis. Hann hafði jafnvel beð- ið Hans að færa sér tóbakslús, og þakkað honum fyrir, þegar hann þáði ekki borgun. Hann var feginn að fá fréttir frá Soisson, fljótur að taka dagblaðið, sem Hans færði honum. Hans var bóndason, og kunni að tala um landbúnað. Þetta var góð bú- jörð, í meðallagi stór, og gott um vatn, því lítill lækur rann um engin, og spruttu þar mörg tré, akrar og engi voru frjó. Hans hlustaði á hann með sam- úð þegar hann sagði að þetta mundi allt fara í órækt, því sig vantaði bæði vinnufólk og á- burð,- og vegna þess að búpen- ingnum hafði verið rænt. „Þér viljið vita hversvegna ég vil ekki taka sönsum eins og pabbi og mamma,“ sagði Ann- ette. Hún hélt kjólnum fast að sér, svo vöxturinn kom betur í ljós. Hans ætlaði ekki að trúa aug- um sínum. Hann varð svo æst- ur sem hann aldrei fyrr hafði orðið. Hann eldroðnaði. „Þér eruð með barni?“ Hún lét fallast niður á stól, huldi andlitið í höndum sér og fékk ekka, eins og hún væri að springa af harmi. „Og smánin, smánin." Hann hljóp til hennar, og ætl- aði að taka hana í fang sér, En hún ýtti honum frá sér. „Elskan mín,“ sagði hann. En þá þaut hún upp og hratt honum frá sér. „Snertið mig ekki. Burt. Hafið þér ekki gert mér nóg til miska?“ Hún þaut út. Hann beið í nokkrar mínútur. Hann var ringlaður og áttavilltur. Og svo ók hann aftur til Soisson, án þess að æsinginn lægði neitt, háttaði, en gat ekki sofnað, fyrr en undir morgun. Hann var alltaf að hugsa um Annette og það sem hann hafði gert henni. Hann fann til sárustu meðaumkunar með henni. Það hafði komið upp í honum þegar hann sat á móti henni við borðið og horfði á hana gráta svo beisklega. Hann átti þennan þunga sem hún bar. Ef hann syfjaði, varð hann jafn- skjótt glaðvakandi, því hann fann það í einu leiftri hugans, að hann var orðinn ástfanginn af henni. Það var svo furðulegt, óvænt og yfirþyrmandi vitn- eskja, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Auðvitað hafði hann oft hugsað um hana, en aldrei svona eins og núna, hann hafði verið að hugsa um hve ÓSIGRANDI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.